Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 871 Zinnskt landslag hinum vísu feðrum borgarinnar. Síðan vék hann mér afsíðis inn í klefa nokk- urn, þar sem geymd voru ýmis skjöl og skilríki, auk annars. T. d. var þar málverk eftir Guðmund frá Miðdal. Hafði hann gefið borginni það. Loks tók húsvörðurinn bók mikla og fagra í bláu skinnbandi með fjölda mynda: „Helsingfors, höfuðborg vor", og gaf mér. Annað eintak hlaut Kristján að gjöf. Vorum við hinir einu gestanna sem var sýnd þessi vinsemd. Kvöddum við svo þennan öðling með þökkum og óskuðum þess, að draumur hans um að heimsækja Island ætti eftir að rætast. Var nú að því komið, að samkvæmið leystist upp. Aður en það yrði, kom á fund minn aldið skáld finnskt með al- skegg. Sagði spámaðurinn, að sig dauðlangaði til að tala við mig. En skilnaðarstundin var að renna upp. Kvaðst sjáandi þessi vera mikill vinur Stefáns Einarssonar prófessors. Bað mig fyrir mjög góða kveðju til hans og vildi helzt ekki sleppa mér. Því miður hef eg nú gleymt nafni þessa elskulega skálds, sem eg gat ekki veitt aðra úr- lausn en þá að sitja við hlið hans í bíl heim að hótelinu og tala við hann þá litlu stund. Fulltrúar borgarstjórans gerðu ekki endasleppt við gesti sína. Hverjir ætli hafi staðið á járnbrautarpallinum morguninn eftir, áður en lestin lagði af stað til Savonlinna, aðrir en vinir mín- ir og borðfélagar úr veizlunni? Þeir voru komnir til »6 kveöja. Fátt gleðwr^. ynnilegar en svona hugsunarsemi. Og hefst nú skemmtiþáttur ferðarinnar. Yrjö Soini var fararstjórinn, og fórst honum það hlutverk með miklum ágætum, enda gamalvanur skipulags- stjóri ferðalaga í Finnlandi. Eg naut þess heiðurs og þeirrar ánægju að hafa frú hans að sessunaut mestan hluta leiðarinnar milli Helsingfors og Savon^ linna. Spurði ég hana um börn þeirra hjóna, sem hún sagði að væru jafnvel um of kappsöm við nám að vetrinum, en dveldust í iveit á sumrin. Ég bað írúna, sem er finnskumælandi, en talar einnig mjög vel sænsku, að iegja mér til í móðurmáli sínu. Tók hún því vel, og hófst þegar kennslan. Eg fékk t. d. að vita, a8 mjólk er meido á íinnsku, brauð leipá, já guJlo og þökk kidos. Notaði eg þegar kunnáttu mína, en framreiðslustúlkan brosti, svo að andlitið ljómaði. Fáar ásjónur hef eg séð geisla sem hennar. Hamingjusamir eru þeir menn, sem ferðast með þessari lest, á meðan hún gengur þar um beina. Ólík þessari stúlku var kynsystir hennar í Savonlinna, sem helzta bla8 kaupstaðarins sendi m. a. á fund okk- ar Kristjáns til viðtals. En gaman var að henni. Hún skildi varla orð i sænsku. Viðræðan gekk betur á ensku. Vandræðaleg og feimin, líkt og íslenzk, sveitastúlka frá fyrri tíð, sagði hún hvað eftir annað: „Hvers á eg nú að spyrja?" Við mættum henni nokkru seinna á götu í bænum. Hún brosti. Rétt á eftir mættum við skáldkonunni Solveigu von Schoultz frá Helsingfors. Hún stakk upp á því, að við gengjum með sér um bæinn og skoðuðum hann. Savonlinna þýðir „Nýhöll" og er stund- um nefnd „borgin á eyjunum". Er hún yndislegur staður, alls staðar trjágróð- ur, blóm og vatn. Húsin standa svo strjált, að bærinn minnir meir á sveít en kaupstað, þó að hann sé eitthvað á stærð við Akureyri. ÓUÍStMttg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.