Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 47
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 707 hátt með litlu millíbili að fimm eða stx gluggum og er alls staðar eins ástatt, að verið er að lesa, en hann skilur ekki málið. Er hann nú farinn að hugsa að ekki sé allt einleikið og fer að reyna að átta sig. Þekkir hann þá, að hann er kominn rétt að tún- garðinum á Víðivöllum og hafði farið fram hjá klapparbelti, sem þar er rétt fyrir sunnan og orð liggur á, að sé fullt af góðu huldufólki (bjartalfum). — Sögumaðurinn, séra Jón Norðmann, segist hafa þekkt þennan mann og borið mikla virðingu fyrir honum. GISTING HJÁ ÁLFUM í Kleppum hjá Víðivöllum (í Blóndu hlíð) sá maður nokkur á jólanóttina stórt hús allt ljósum prýtt. Hann gekk þar inn og fékk góðar viðtökur og ágætan beina. Morguninn eftir, er hann vaknaði, lá hann á berum klett- unum, og sá hvorki veður né reyk eftir af stóra húsinu. (Sögn Péturs bisk- ups). JÓLAREFUR hét fyrrum það sem hverjum manni var skammtað til jólanna, hangikjöt, magálar, viðbit o. s. frv. Var það venja húsmæðra að skammta á aðfangadag öllu fólki sínu þann mat, er endast skyldi um jólin og þó lengur. En Eggert Ólafsson getur þess í Ferðabók sinni, að í norðurhluta Barðastrandarsýslu hafi bændur haft þann einkennilega sið, að skammta sjálfir á jóladaginn, bæði konu sinni og öðru heimafólki, vænan skammt af hangikjöti. ELZTA JÓLATRÉ Reynir er kallaður heilagt tré, og er sú saga til þess, að til forna, þegar komið var að reynitré á jólanótt, brunnu Ijós á öllum greinum hans og slokknuðu þau ekki, hversu mjög sem vindur blés. Reynirinn hafði og á sér helgi í heiðnum sið. Var það vegna þess, að þegar Þór var hætt kominn í ánni Vimur, bjargaði það lífi hans að hann náði í reynirunn, sem óx þar á bakkanum. Eftir það var reynirinn kallaður „björg Þórs", eins og segir í Eddu. BÚRDRÍFA Það var siður húsmæðra að láta búr- gluggana standa opna á nýársnótt. Féll þá hrím á gólfið, og var líkast lausa- mjöll, hvítt á lit, smágert og bragð- Verðlaunakrossgáta Lárétt: 1 Jólasálmur, 6 skilyrði, 7 lokið, 9 á fæti, 10 slíta, 11 sjór, 12 bók- stafur, 13 rúmið 18 fararskjóti 19 dýr, 20 hár, 23 fræðslu, 26 lending, 27 saevar, 29 i kerti, 30 viðloðandi, 31 þekkja, 32 flóki, 33 vökvi, 35 fyrir löngu, 36 Jólaboðskapur. Lóðrétt: 1 ávarpa, 1 styrkja, 3 jurt, 4 iðn, 5 skepna, 8 nokkur, 14 yfirboð- ari, 15 klaki, 16 varðandi, 17 málmur, 20 mulningur 21 galdratæki 22 skinn, 24 ögrar, 25 ójafna, 27 spil þf., 28 skjal, 34 tímatal 37 alþjóðlegt tímatákn. (Ekki gerður greinarmunur á grönnum og breiðum raddstöfum). Verölaun. Þrenn verðlaun verða veitt fyrir réttar ráðningar á krossgát- unni, ein kr. 200.00 og tvenn kr. 100.00. Ráðningar sendist Morgunblaðinu fyr- ir 1. janúar, merktar „Krossgátar". sætt, en sást hvorki né náðist nema í myrkri, og var allt horfið er dagur rann á nýársmorgun. Húsfreyur þær, sem vildu safna búrdrífunni, settu pott úr brynjumálmi á mitt búrgólfið, létu yfir hann siugrind með krossspel- um yfir, og gat þá búrdrífan ekki kom- ist út aftur um opið, sem var kross- myndað. Sumir segja að húsmæðurnar væru sjálfar í búrinu alla nýársnótt, meðan búrdrífan fell, en þegar pottur- inn var orðinn fullur, hafi þaer látið yfir hann krosstréð, svo að drífan gæti ekki komist upp úr honum. En búr- drífunni átti að fylgja einstök búsæla og búdrýgindi. (Úr þjóðsögum jA.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.