Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 Sigfús M. Johnsen fyrv. bœarfógeti: Súlnasker og skerklerkur SUMIR STAÐIR eiga sína holl- vætti, sem vernda og veita lið þeim, er þangað sækja til aðfanga. Þannig var það, herma eldgamlar sagnir, og er víst enn, sem margir trúa, um Súlnasker eða Almennings- skerið meðal Suðureyjanna í Vest- mannaeyjum, sem þrátt fyrir nafn- ið, er væn klettaeyja, háhömrum girt, viðlíka og Geirfuglasker og Súlnaskerin við Skotland. Sagt var að lengi fyrrum hafi engum komið til hugar að fara þar upp, því ófært væri það með öllu. Loks gjörðu tveir ofurhugar tilraun til þess og tókst það, þótt mesta glæfraför væri., Sá sem fyrri varð upp, sagði: „Hér er ég kominn fyrir guðsnáð". „Hér er ég kominn hvort sem guð vill eður ei", sagði hinn. Skerið hallaði sér þá í þeim töluðum orðum, á aðra hhðina og hrissti manninn af sér og féll hann í kolbláan sjóinn og sást ekki framar, en stórvaxinn maður kom fram og greip hinn manninn og studdi hann svo að hann hafði líf. Frá þeim degi hefir Skerið hallast. Menn greinir á um það, hvort Súlnasker ber nafn af hafsulunni, sem er þó fullt eins sennilegt, sbr. Súlnaskerin fyrr- nefndu, eða af því að það stendur á súlum og má róa inn í göngin. Þessi stórvaxni maður var sker- presturinn, sem býr í skerinu og hjálpaði hann manninum niður og til að leggja veg upp á skerið sem lengi var notaður. Skerpresturinn var vanur að heimsækja Ofanleit- isprest á gamlárskvöld og kemur þá róandi yfir á steinnökkva, sagði fólk. Bar heimapresti að setja fyrir hann kræsingar, munngát og mjóð, og fylgja honum á miðnætti suður í Vík við Stórhöfða og hjálpa sker- presti að setja á flot. m ' ¦Wp^^j . 1 $há ; v ' -J Súlnasker Sigfús M. Johnsen Um skerprestinn segir Jón halti i Vestmannaeyjabrag: Prestur Skers um Ránarreiti rær oft upp að Ofanleiti nóttina fyrir nýjárið. Það er líka satt að segja sóknarprestur Vestmannaeyja hökla búlka hýrt tók við, stofuna til staupa benti. Steinnökkvann í Vík, sem lenti setti á f lot um svartnættið. Svo langt sem vitað er hefir eng- inn farist í Súlnaskeri, þótt hættu- leg sé leiðin þangað upp. Er það auðvitað þakkað skerpresti. Einu sinni datt unglings maður, er var að binda skóþveng sinn á efstu brún, ofan af Súlnaskeri, sem er nokkuð á 3. hundrað fet á hæð, niður fyrir flugið og í sjó, en skaut upp aftur og var bjargað af mönn- um, er lágu á bát við eyna. Pilt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.