Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 2
638 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Séra Bjarni Sigurbsson: DYRÐ SE GUÐI Í UPPHÆÐUM GYÐINGAR, sem efuðust ekki um forystuhlutverk sitt, fóru ekki í grafgötur um, hverjum kostum frelsarinn ætti að vera búinn: Voldugur herkonung- ur, sem rétti hlut ríkisins og hæfi þjóðina til öndvegis að nýju. Það er vafasamt, að vor- ar óskir væru með öllu ósnortn- ar þeim hugsunarhætti, ef mannkynsfrelsarinn væri ekki enn í heiminn borinn. En guð valdi leið, sem vér hefðum seint látið oss til hugar koma, að senda sjálfan kærleikan til vor holdi klæddan, þetta guð- dómseðli, sem snýr sér til eins og sérhvers með erindi sitt, þetta: Eg leita þín, ég leita þín, að ég geti gefið þér lífið, trúna á sjálfan þig og höfund allrar sköpunar. Því að í Jesú Kristi hefir mannkynið séð holdi klæddar allar göfugustu hug- sjónir sínar og þrár, í honum hefir það fundið þá eðliþætti sjálfs sín, sem það þreytist ekki á að leita, í honum varð veru- leikur þetta, sem önd vora munar í í vöku og draumi, þótt annarlega hugðir mengi geð vort og trú. Manstu manninn með eðl- in tvenn, sem þú hittir um lið- inn dag? Manstu, hve hann tók hverju góðu erindi tveimur höndum, vildi gjöra hvaðeina til hæfis og greiddi götu í mörgu? Manstu síðar, er þið fundust og þú vildir blanda við hann geði, hve hann tók þér fálega, svo að það var engu lík- ara en þú stæðir fyrir luktum dyrum, þangað sem þér væri óheimil koma, hversu sem þú lagðir þig í framkróka að fá nálgazt hann sem fyrrum? Það má mikið vera, ef þú hefir ekki f}TÍr skemmstu fundið hann þennan mann með eðlin tvenn, því að vísast áttu dag- lega við hann skipti. Víst þekk- ir þú hann gjörla, því að hann gæti verið að kalla hver sem er, jafnvel sjálfur þú. Hefirðu hugleitt, hve Kristi var sýnt um að kveðja til andsvars beztu kenndir allra þeirra, sem hann umgekkst, þitt bezta eðli? Og hefirðu áttað þig á, að kærleikur hans á sér gagn- veg að hjarta allra, þar sem hann laðar fram elskuna, kær- leiksþelið? Koma Krists til vor er til- boð, eindregin áskorun; hún er krafa til vor frá hendi kærleik- ans, að sínu leyti eins og vinar- hönd rétt til hjálpar í neyð er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.