Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 38

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 38
674 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flökkuljós himingeimsins: Halastjörnur F R Á ómunatíð hafa halastjörnur vakið undrun manna. Upphaflega voru menn dauðhræddir við þær. þessa skínandi eldibranda, sem komu er minnst varði og æddu um himininn, ólíkir öllu öðru á festingunni, og hurfu svo aftur. Þessi furðulega loftsjón gaf í- myndunaraflinu byr undir báða vængi meðal alþýðu, og sú trú kom fljótt upp, að hún boðaði stórtíðindi. En nú vita menn bet- ur. ( Stjörnufræðingar vorra tíma hafa leyst þessa gátu. Halastjörnur fara eftir vissum brautum, sem þó eru gjörólíkar brautum himinhnattanna. Ferða- lög þeirra virðast brjóta allar „umferðareglur“ himingeimsins. Þó eru þær bundnar af hinum mikla alheimskrafti, sem nefmst aðdráttarafl, og það ræður ferð- um þeirra, svo að stjörnufræðing- ar geta reiknað hvenær þær muni birtast aftur. Þetta er þó undir því komið að umferðartími þeirra sé ekki allt of langur, ekki lengri en 10—200 ár. „Nýar“ halastjörn- ur, það er að segja, þær sem hafa ekki sézt áður, koma eins og þruma úr heiðskíru lofti, og ekk- ert verður sagt um ferðalóg þeirra, fyr en þær birtast að nýu, máske eftir fjölda mörg ár. Á hverri öld koma aðeins faar halastjörnur, sem svo eru bjartar, að þær verði sénar með berum augum. Aftur á móti koma ár- lega margar halastjörnur, sem eru svo daufar ,að þær verða ekki sénar nema í stjörnusjá. Ljósmagn halastjörnu er mjög mismunandi og breytilegt, og af því má ráða að þær sé ekki þéttar í sér. Gott dæmi um það er hala- stjarnan „Schaumasse“, sem upp- götvaðist 1911 og kennd er við þann, sem fyrstur sá hana. Snemma á árinu 1952 kom hún aftur og var svo dauf, að hún sást ekki nema í stjörnusjám. En þegar kom fram í febrúar blossaði hún upp og varð þá svo skær að sumir sáu hana með berum aug- um. Á þessum 40 árum, sem liðin voru frá því að hún sást fyrst, hefði hún komið nokkrum í nám- unda við jörðina, og höfðu menn I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.