Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 641 Grallaranum er prentað talsvert a£ latínustjng, og segist Guðbrand- ur biskup gera það til þess „að latínusöngurinn leggist ekki með öllu fyrir óðal og falli niður“. En í VI. útgáfu af Grallaranum, Skál- holti 1691, er aftur lítið um latínu- söng og færir Þórður biskup Þor- láksson það til sanns vegar í for- málanum á þessa leið: „Latínu- söngur er í þessum Grallara und- an felldur, nema á stórhátíðum, og er sá latínski söngur óvíða brúk- aður hér í landi, fyrir utan dóm- kirkjur báðar, hvar flestir skilja latínska tungu, og því sýndist mér ekki öldungis að aftaka þann latínusöng, svo nokkur greinar- munur gerðist milli stórhátíða og annara helgra daga“. Aftan við þessa VI. útgáfu Grallarans er: „APPENDIX sem er stutt undirvísun um einfaldan söng fyrir þá sem lítið eður ekk- ert þar út í lært hafa, en girnast þó grundvöllinn að vita og sig framar að iðka“. Appendix þessi er 7 blaðsíður. Hann er eftir Þórð biskup Þorláksson, og má heita fyrsta söngfræði, sem prentuð hefir verið á íslenzka tungu, því hér er kennt að þekkja nótur og drepið á hvernig á að syngja eftir þeim. Hér er getið um tónstiga, linan og harðan söng (dúr og moll) o. s. frv. en mjög fljótt farið yfir sögu. Þessi appendix er síð- an prentaður orðréttur aftan við allar útgáfur Grallarans síðan (13 útgáfur, hin seinasta prentuð á Hólum 1779), og var sú eina söngfræði, sem íslendingar höfðu við að styðjast í hálfa aðra öld. Eftir Grallara-söngfræðinni var söngur kenndur í Hólaskóla og Skálholtsskóla. Það hefir að öllum líkindum aðeins verið sálmasöng- ur og mestmegnis útlendur sálma- söngur. Lög þau, sem hafa verið kennd, hafa sjálfsagt aðeins ver- ið lög þau, sem eru í Grallaran- um sjálfum, en þau munu flest vera útlend. Nú hefir Pétur Guð- jónsson það fyrir satt, að söngur .sá, er kenndur var í skólunum, hafi verið fólginn í því, að læra Grallarasönginn „eins og lögin höfðu verið sungin mann fram af manni um langa ævi“. Afleiðingin af þessu var, að menn týndu nið- ur að læra Grallarasönginn eftir nótunum. Þeir, sem voru ungir og uppvaxandi, höfðu lögin eins og eldri mennirnir höfðu þau, en nú kunnu þeir þau ekki rétt. Lög- in afbökuðust altaf meir og meir. í Reykjavíkurskóla eldri og Bessa- staðaskóla, var ekki einu sinni borið við að kenna söng. Einna bezt grein um sönginn er í Norðanfara og er þetta kafli úr henni: „Lagamjmdir þessar (sálma lögin eins og þau voru sungin) eru reyndar nokkurs konar lag- leysur, með óteljandi dillanda og hringlanda og upp og niður, stundum nærri því sitt lag í hverju versi í sama sálmi, og víst sjaldgæft að sami söngmaður syngi sama lagið ætíð eins, held- ur hefir söngur þessi í sér það frjálsræði, að það má þá og þá bregða sér á leik, þar og þar, upp eða niður úr, stundum svona, stundum hins vegar, rétt eins og andinn inngefur í það og það skifti, en sá andi er ýmist andi heimskunnar, vanþekkingarinnar eða tilgerðarinnar, en ávalt andi smekkleysisins. Af því lögin eru svona laus og hringlandi þá flýtur af því, að hver leikur sér í lög- unum upp á sinn hátt, eftir því sem hans eigin andi gefur hon- um inn, svo að þegar sumir leika sér uppeftir, þá leika aðrir sér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.