Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 35
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 671 um svefnhús, svo að geitungarnir gætu haft sina hentisemi og verið í friði. Hún átti sér uppáhaldsblett í skógarþykkni garðsins, en lét hann eft ir, þegar hún varð þess vör, að hættu- lítill smásnákur kunni einnig vel við sig á blettinum. Hún hefði ekki hrak- ið drengina burt, hefði hún ekki vit- að, að eigi getur meira yndi fyrir snáða á því reki en ævintýralegur flótti í rúgakri. Hún öfundaði þá ekki af því í fyrstu að liggja í netlum og þyrnum fyrir utan garð hennar. Hún hafði orðið fullveðja fyrir fá- einum mánuðum, og um svipað leyti hafði hún erft nokkrar eignir eftir roskinn frænda sinn. Þá varð henni tíðhugsað til þessa býlis á bökkunum. Foreldrar hennar höfðu átt það, en orðið þar gjaldþrota. Þau höfðu síðan farið þaðan byggðum langt, langt í burt, og það hafði flýtt fyrir dauða þeirra, hve þau treguðu Sundið og býlið og fornt gengi. Hana dreymdi um að reka af ættinni slyðruorðið og gera sér það til ágætis að kaupa aftur misstu föðurleifðina. Hún kenndi sárr- ar heimþrár. Hana sárlangaði að téyga lungun full af mjúku, röku lofti eins og hún minntist frá bernskuárunum. Hún vildi finna þanglykt, sjá flatn- eskjuna aftur, heyra skánsku talaða. Hún þráði, að rakin norðanátt kæmi, hvassviðri, sem um munaði, og hrekti óveðursský suður Sundið, en öðru hverju bæri hvítan væng á máv við óveðursbakkann. Hún brauzt í að kaupa húsið og jörðina þar á bökkunum og fluttist þangað. Hún stóð fyrir búinu. Það ber svo að skilja, að gamli ráðsmaðurinn, sem verið hafði hjá fyrri eigendum jarðarinnar, sá um framkvæmdir en hún lagði til féð. Hún varð sér úti um húsgögn og búshluti, og hún réð til sín gifta miðaldra konu sér til aðstoð- ar og þjónustu. Það taldi hún bezt henta, því að efnin leyfðu henni ekki að ráða lagsmeyju. Hún hafði komið sér vel fyrir og viðað að sér góðum bókakosti. Hún var stúdent, og ætlun- in var að helga sig nú einvörðungu visindunum. Með þessu öllu taldi hún sig rækja helga skyldu. Hún sannaði, að hún var góð og ræktarsöm dóttir. Hún barg við heiðri ættarinnar. En uppi í þeim héröðum landsins, þar sem árnar steypa sér kollhnís fram af fossbrún- unum og uppskera jarðar er sein- þroska, enda afrakstur jarðar að kalla fura og greni, en ekki korn, þar bjó maður, sem þótti háttalag hennar frá- leitt og óréttlátt. Það var maðurinn, sem hafði verið henni heitbundinn. Hann var embættismaður og bundinn við ýmis störf þar norður frá. Honum var allt tal hennar um ættaróðal, heið- ur foreldranna og fegurð sléttunnar innantóm orð. Hann vildi festa ráð sitt, og maður, sem er búsettur í Norð- landi, getur auðvitað ekki sætt sig við, að húsfreyja sín búi suður á Skáni. Eigi að síður kom í ljós, að heimþrá var ríkasta aflið í sál ungu stúlkunn- ar, og það olli því, að þau urðu ósátt. Hún fluttist búferlum suður, en. hann átti ekki önnur úrræði en ákalla alla guði, sem vernda ástina og biðja þá að færa sér stúikuna sína aftur. -Bænir þessar, sem stigu svo títt upp í loftið, höfðu áhrif á Amor og dís- irnar, sem sunnanvindar og farfuglar báru norður til Skandinavíu og lokk- uðu þau líkt og vitaljós lokkar sjávar- fugla. Þessar ótrauðu reykelsisfórnir, sem stigu frá altari ástarinnar, mynd- uðu magnmikið hvirfilsog í Norð- landi, og að því rak, að Amor og dís- irnar soguðust þangað. Og í þessum hrokkinhærðu kollum þróuðust brátt ráð til þess að hjálpa hinum þráa Norðlingi. Nokkrir klaufar í hópnum reyndu að gera hana leiða á öllu saman með því að beina til hennar ýmsum sendingum, sem voru henni til skapraunar Það voru þeir, sem settu geitungahyskið og snákinn henni til höfuðs. Það voru þeir, sem öttu strákagreyjunum dag hvern til þess að fara og njósna um hana og komast að, hvernig önnur eins kvenfrelsiskona liti út. Og það voru þeir, sem gripu til þeirra örþrifaráða að sýkja kýrnar og gera hestana haita og hjúin óauðsveip og hyskin. En auð- vitað missti þetta marks. Þeir, sem sjálfir leiða sig sjálfa og eru geðgóðir, láta sig litlu skipta, þótt þeim sé skap- raunað. Vopn þeirra er ástúð, og eina vopnið, sem þá sjálfa bítur, er ástúð. Ofurlitlu píslarvætti kunna beir vel, og þeim vex ásmegin, þegar gert er á hluta þeirra. Þegar sumri tók að halla og Amor og dísirnar gerðust þreytt á sumar- leikjunum, létu þau svölurnar bera sig suður á bóginn, enda leið nú að því, að farfuglarnir héldu brott. Á góðviðr- iskvöldi bar svölurnar að Sundinu, og þær settust á raðir ufsa ótal jafnhárra og jafnstórra húsa í stóru sjávarþorpi. En til vinstri, í litlum fjarska frá þorp- inu, komu dísirnar auga á hvítt hús, sem stóð í íðilgrænum garði. Þarna bjó hún, stórsyndarinn, sem hafði rofið heit til að eignast landspildu og fáein tré. Svölurnar stungu saman nefj- um um, að þær skyldu doka þarna við í nokkra daga og hvíla sig, unz ferða- félagar af sléttunni slægjust í hópinn. Og ekki stóð á því, að Amor og dísirnar höfðu hug á að láta sér verða sem mest úr töfinni þarna. Ef þeir menn, sem reikuðu um torg bæjarins, og allar þær frúr og ungfrúr, sem þessa dagana fóru út í þeim erind- um að kaupa síld, hefðu ekki verið dálítið glámskyggn, þá hefðu þau séð merkilegar sýnir við borðin, par sem fiskurinn var boðinn til sölu. Þar stóðu hvassnefjaðar, útiteknar sjó- mannakonur með köflóttar skýlur um höfuð og þríhyrnur hnýttar að aftan. Þorskaugu loddu við olíubornar svunt- ur þeirra, og síldarhreistrið gljáði um allt, alveg fram á æðadökkar stórbein- óttar hendurnar. En engin þessara hversdagslegu kvenna slapp við heim- sókn Amors og dísanna smávöxnu. Sumar dísanna flögruðu aftur og fram við ennin á þeim, aðrar settust á axlir þeirra, tylltu sér á tær, beygðu sig undir skýluklútana og hvísluðu Ja, hvílík býsn þær hvísluðu. Fólk, sem var á skemmtigöngu úti við höfriina ,var sárgramt yfir blind- þoku, sem tálmaði því að sjá Sundið í morgunljjýma. Fólkið greindi sjó ein- ungis fáein fet frá ströndinni, og þá tók við grár, ólögulegur þokuhjúpur, og trosnaður þokufaldurinn dróst eftir sjónum. En þá brauzt stórt svart gufu- skip fram úr þokunni, hvellur blástur kvað við, mökkur stóð upp úr reyk- háfnum, og sjór löðraði kinnungana. Þar, sem hafskip þetta skreið, hélzt skarð í þokuna. Og nú urðu menn þess varir, að úti á Sundinu hafði þokunni þegar létt, hún hafði síðast grúft yfir höfninni. Heiðskírt varð þó ekki. en húmgrámi eða silfurgrámi auð kenndi morguninn. Þokubelti og móða lá grafkyrr yfir ströndunum ug huldi lit þeirra. Ýmist heiðgulir eða loga- rauðir flekkir beykiskóganna og hag- arnir, sem enn voru grænir, og gulgráa tollhúsið voru öll jafnfagurlega glýjuð þoku. Himinninn var hrannaður hvít- um skýjum. Á sundinu var ládeyða,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.