Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 17
enn orða yðar. Þér sögðuð að nú á dögum gætu vísindamennirnir ekki lengur staðhæft að kraftaverk gætu ekki gerzt“. „Já“, endurtók presturinn enn einu sinni með hljómlausri rödd; „ég sagði sannleikann". Hún horfði óaflátanlega með undrun á lifandi augnaráð sonar síns, og skyndi -lega blandaðist sú undrun kvíða. „Sérðu vel, Jonni Eins vel og áð- ur? Segðu mér hvað þú sérð“. „Já“, kallaði presturinn upp með ákefð, eins,’og hann vaknaði af djúp- um svefni, „segðu okkur hvað þú sérð. Segðu okkur hvers þú verður var. Segðu mér hvernig þér varð við á því augnabliki sem ég snart augu þin með höndum mínum, á nákvæmlega því augnabliki“. „Eg sé ljósið", sagði ungi maðurinn, „nákvæmlega eins og þú. Það fór kipp- ur um mig og mér fannst eins og ég hrykki upp af fjarska löngum svefni. Betur get ég ekki lýst því Áður var allt dimmt, innra með mér og úti fyrir, en svo kom eins og ljósgusa fyrir aug- um mér, og líka innra með mér“. „Guð minn góður, er þetta mögu- legt?“ sagði presturinn. „Þetta lítur út eins og undur. Kona góð þér verðið að fara þegar í stað og hitta Faivre lækni til þess að hann skoði son yðar“. „Við skulum fara til hans tafarlaust, prestur góður“. ,,Eg ætla líka að hitta hann“, sagði presturinn sem aftur var orðinn hugs- andi. „Eg vil fá að vita skýrt álit hans. Hann segir mér það. Hann er 'raunsær vísindamaður og góður ráðgjafi". Hann fann að sig svimaði og hann langaði til að losna við þau. Þakklát- semi þeirra kom óþægilega við hann; og hann fann hjá sér knýjandi löng- un til þess að spyrja samvizku sína. Loks fóru þau mæðginin. í kyrrðinni fyrir altarinu leitaðist hann við að finna fótfestu en hann gat ekki ráðið við hugaræsingu sína, sem stöðugt fór vaxandi og meinaði honum bæði hug- leiðingu og bæn. Eftir litla stund yfir- gaf hann kirkjuna eftir að hafa ósjálf- rátt og nálega með andúð snúið sér frá sjúkum manni, er tekið hafði sér stöðu rétt við dyrnar og biðjandi rétti honum hönd sína. — O — Nóttin varð Montoire presti svo ó- róleg að það var eins og hann væri sóttsjúkur maður, og hann lifði upp aftur í huga sínum atburðinn frá upp- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hafi til enda. Með því að hann hafði um morguninn enn engan frið fundið, tók hann þá ákvörðun að skýra yfir- boðara sínum frá hugarástandi sínu. Biskupinn tók á móti honum jafn- skjótt og hann kom og sýndi honum góðidljaða samúð. ,,Oss til mikillar gleði“, sagði hann, „höfum vér fregnað að síðasta prédik- un yðar hafi þótt sérstaklega uppbyggi- leg og að svo hafi þótt ekki aðeins trúuðu fólki heldur og sumum þeim mönnum, sem almennt láta sig ekki miklu skipta viðleitni vora. Mér er það mikii ánægja að tjá yður mínar hjart- anlegustu hamingjuóskir". „Eg vildi biðja yðar háæruverðug- heit að líta ekki á prédikarann útaf fyrb sig, þó að mínir litlu verðleikar á því sviði kunni að hafa aflað mér ein- hvers orðstírs. Eg kem til þess að skýra yður auðmjúklega frá yfirnáttúrlegum atburði, sem gerðist í gærkvöldi í kirkju minni, og játa fyrir yður hve mjög þetta hefir truflað mig“. „Yfirnáttúrlegum atburði, sonur minn?“ spurði biskupinn og leit upp. ,,Að minnsta kosti virðist allt benda til þess yðar háæruverðugheit Þetta hefir svo miög truflað mig að ég veit ekki lengur hvað ég á að halda um það. Ég dirfist ekki að nefna hugar- ástand mitt hugarangur út af því að kunna að hafa syndgað". „Syndgað?“ „Já, yðar háæruverðugheit, en ég gat ekki gert mér Ijóst hverskonar synd ég hafði þá drýgt, hvort um er að ræða -oflæti eða skort á trúnaðar- trausti“. Biskupinn horfði á hann forvitnum augum. „Sonur minn! Vitrustu höfuðin reyna þráfaldlega veikleikastundir, sem líða hjá. Trúið mér fyrir orsökinni til hug- aræsingar yðar og með guðs hjálp mun- um við finna ráð við henni“. „Eins og yðar háæruverðugheitum er kunnugt, prédikaði ég fyrir nokkrum dögum um undrið, sem er eitt af trúar- atriðum vorum. Ég reyndi af öllum mætti að finna þau orð, er sannfæra mættu þá, er vantrúaðir væru eða hálfvolgir. Eftir skriftir í gær beið mín kona ein með blindan son sinn Hún sárbað mig að biðja guð um það undur að sonur hennar mætti læknast af meini sínu. Ég var hikandi. Mér fannst þetta ósæmilegt. Aðeins af meðaumk- un og með mikilli tregðu lét ég undan að lokum. Vegna grátbeiðni hennar 653 dirfðist ég meira að segja að leggja hendur mínar á augu hins vanheila manns og skipa honum að sjá. Á samri stund iðraði mig þessa sem syndar og oflætis. En nú, yðar háæruverðug- heit--------“ Eins og maður með sótthita lifði presturinn enn einu sinni upp það er gerðist kvöldið áður. Við þessa endur- minningu kólnaði hann upp. „En nú yðar háæruverðugheit, full- gerðist undrið við snertingu mína. Blindi maðurinn sá ljósið. Hann er sjáandi. Þau mæðginin eru full af þakk látsemi, og sjálfur veit ég ekki hvað ég á að halda um þetta. Ég er kominn til þess að leita í einlægni ráða hjá yður“. Biskupinn horfði á hann með vax- andi undrun og hugsaði sig lengi um áður en hann svaraði. „Sonur minn“, sagði hann að lokum, ,ég þekki greind yðar og varúð en ef einhver annar hefði komið tij mín með þessa sögu mundi ég ekki ‘hafa dregið dul á mikinn efa. Eins og þér vitið, eru tákn af þessari tegund mjög fátið, og einmitt af þeirri ástæðu eru þau svo mikilsverð. Kirkjan krefst hins strangasta öryggis og margfaldra sann ana áður en hún lætur uppi sína skoð- un. Vitaskuld getur drottinn látið yfir- náttúrlega atburði gerast. Spurningin er, hvenær honum þóknast að gera það. Og er það ekki að freista hans að biðja hann að gera það í einstöku og tilteknu tilfelli?“ „Yðar háæruverðugheit, þetta er einmitt það sem ég sagði við sjálfan mig áður en ég bar fram bæn mína . . .“ „Þér eruð svo lærður maður að ég get ekkert kennt yður um þessi efni“, hélt biskupinn áfram; „en minnist þér þess ennfremur að orsakir til rangr ar ályktunar geta verið óteljandi og að jafnvel skarpgáfuðustu menn hafa þrá- faldlega látið blekkjast af líkum“. „Einnig þetta hefj ég sjálfur verið að hugleiða síðan í gær, yðar háæru- verðugheit. En það Var einmitt vinur minn, Faivre læknir, sem sendi konuna til mín. Hann er nú einn af frægustu mönnum læknastéttarinnar, og úrskurð ur hans um sjúklinginn var allt annað en tvíræður, hann var á þann veg, að enginn möguleiki væri til lækningar. Og hvernig ætti ég svo að geta efast, eftir að undrið gerðist samt sem áður, undir mínum eigin höndum án þess að nokkur maður hefði þar meðalgöngu?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.