Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 639 jaínframt krafa um að við henni sé tekið, en virktavin- áttu ekki hafnað og vísað á bug. Jesús Kristm* kom til að heimurinn skyldi frelsast fyr- ir hann. Og það er raunar þarf- laust að brjóta heilann um, hvort guði verði að þeirri ósk ið á biðlund kærleikans. Hann þekkir hjörtun og nýrun, hann veit, hvað þér liður þá stund, sem þú ert ekki tif viðtals. Kannski eru þær stundir helzt til margar, en enginn veit til, að þrot hafi nokkurn tima orð- ið á biðlund kærleikans. Hann veit líka með vissu, að af þér bráir og fer nær um ósk þina og þurftir, þegar góðu öflin í sál þinni leysast úr læðingi og veit, að sú stund er alltaf á næsta leiti; ef það varð ekki í gær, þá hefir það þó orðið í dag. Á góðu stundunum hefir máttur hans náð oss á sitt vald, og töfrar hinna góðu stunda eiga hlutdeild í lífi voru æ síð- an. Þvílíkt er magn hinna guði vígðu tengsla, er hann snýr sér til hvers einstaks. Erindi hans við oss eru persónuleg, svo ná- in og órofin sem þar lægi á milli líftaug. Og á jólum eru þessi sifjabönd oss hugstæðari en í annan tíma. Yér getum ekki frartiar snú- ið oss til Betlehem og hitt Jesúbarnið þar fyrir í jötu. Hversu miklu er og ekki full- komnari hinni líkamlegu skynjan það áskyn andans, sem brúar aldir tuttugu og heimana tvenna á örskots- stund. Fyrir því getum vér enn gegnum nið tímans heyrt himinrödd hins fyrsta jóla- sálms: Djrð sé guði í upphæð- um og friður á jörðu. Þetta er sá himneski boðskapur, sem fer fyrir konunginum Kristi, þetta er sú rödd, sem talar í hverri mannlegri sál, hér sá söngur, sem mennirnir reyna af veikum mætti að fella líf sitt að. Það er söngurinn, sent sunginn er um sviðið allt. Hann fylgir oss frá þeirri ó- minnisveröld, sem vér uxum frá. Og vér heyrum óm af þeim röddum lífið allt til hinzta f jör- kipps, unz vér heyrum hann þúsund radda að baki fortjald- inu inikla. Hver er sá, að liann efist um getu skaparans til að heiinta til sín hverja skapaða sál fyr- ir kraft bróðurins bezta? — Getur litblindur rnaður ruglað fyrir oss fegurð og blæbrigði litrófsins? Og þeir, sem þykj- ast of stórir til að viðurkenna eilífðarleiðsögn þess, er fæddist í fjárhúsi, hvað eru þeir þess, að þeir megi kveða upp dóm yfir trúartrausti voru? Þetta skiptir máli, og á því eru allir hlutir reistir: Guð elskar þig. Hann ann oss líka frjálsræðis til að velja og hafna, ljá því eyra, sem deyð- ir svo sem þvi, er lífgar. En fmðuskammsýn erum vér, ef vér ætluin oss þá dul að fá orp- ið skugga á almætti hans, mikill vor sjálfbyrgingsskapur, ef oss býr eitt andartak í grun, að vér séum fullkomnun allrar tilveru í vanmáttugu gervi lík- ama vors. Og grunnfær er sú lífsskoðun, bölsýn sú afstaða, þar sem gröfin er hinzta mark- mið. Dýrlegt er jólaguðspjallið, þvilíkum undrum hlaðið, að vér höfum ekki litið neitt svip- að eigin sjónum. En því ekki það? Hvað annað var þeim at- burðum, sem gjörðust í austur- átt fyrir öldum, hvað annað var þeiin samboðið en stór- merki, sem engan eiga sinn líka í heimssögunni? Það er ekki viturlegt að loka augunum, þegar skoða skal jarðneska hluti. Enginn gengur heldur luktum huga á vit jólaundrinu, ef hann í sannleika hirðir um að skynja gildi þess. Á dögum Krists voru margir landar hans ráðnir í að vera á öndverðum meiði við hann. Enn í dag erum vér ein- att með þessu marki brennd að hafna sannleikanum um hann, en græða í stað þess mistiltem við vorn frjóva barm. En hvað, sein þér líður, er föðurkærleik- ur guðs nógu glöggur til að þekkjá í þér barnið sitt. Hvað sem þér líður, er elska lians nógu djörf til að treysta þér. Hvað, sem þér líðm*, er fórn- arlund hans slík, að hann gef- ur þér son sinn eðliborinn til að þú megir frelsast fyrir liann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.