Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 41

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 41
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 677 Smásagan; V ARABARN SAGT er að hending ráði öllu í heiminum. Áreiðanlega er það ekki nema hálfur sannleikur. Hend ing réði því að ég kynntist Kristínu Helgadóttur. En það var engin hending sem réði því, að hún var ti) Þaðan af síður var það af hend- ingu, að hún var bæði margspök og óljúgfróð, nema ef menn vilja kalla það hending að hægt sé að læra og verða fróður án þess að fara í skóla. Kristín hafði aldrei verið í neinum skóla nema skóla lífsins. Þegar ég kom til hennar og sagði að erindið væri að fræðast af henni um fyrri daga, þá hló hún og mælti: , „Já, ætla mætti að ég viti sitt af hverju, því að ég hefi lifað tvær þúsundárahátíðar, aldamót og heimsstyrjöld“. Þetta voru stærstu varðarnir hjá ævivegi hennar og hún nefndi þá aðallega til þess að sýna hve gömul hún væri orðin. „Eg hefi verið uppi á byltingar- tímum“, sagði hún svo. „En eg er ekki hrifin af byltingum. Fyrir hverja þjóð er bylting hið sama og það er fyrir einstaklinginn að lenda í bílslysi. Þar eru ill öfl að verki. En eg hefi einnig lifað aðra um- breytingu, þar sem góð öfl réðu. Eg man íslenzku þjóðina í dönskum fjötrum, og eg hefi séð ísland verða fullvalda ríki, án þess nein slys fylgdu því“. Fleiri varðar voru hjá veginum. Hún hafði séð vistarbandið leyst og hreppaflutninga afnumda. Kon- ur höfðu fengið jafnrétti við karl- menn. Stórárnar höfðu verið brúað ar og vegir gerðir og nú voru bíl- arnir að leysa hestana af hólmi. Eimskipafélag íslands hafði verið stofnað, og'dönsku kaupmennirnir, „blóðsugurnar“ sem hún kallaði þá, voru flæmdir úr landi. Vélbátar voru komnir í stað gömlu opnu manndrápsbollanna. ísl. bændur felldu ekki lengur úr hor, en voru farnir að rækta landið og bæta húsakynni sín. Og enn voru smærri varðar hjá veginum, er fáir vissu um, og um suma vissi engin nema hún ein. Mér hafði verið sagt að hún væri stálminnug. Eg spurði hvort minn- ið væri ekki farið að Mla. „Ekki verð ég vör við það“, sagði hún. „Eg hefi aldrei lært að skrifa og þess vegna hefi ég orðið að leggja all á minnið. Það geymist furðanlega. Þú átt sjálfsagt fjölda bóka, sem þú geymir í stórum skáp. Þú verður að raða bókunum rétt, til þess að þær sé aðgengilegar og þú getir gengið að þeirri bók, sem þú þarft að nota í svipinh. Mér finnst hugskot mitt líkt og stór skápur með mörgthn hólfum, og hvert hólf hefir sitt að geyma. Þarna get ég gengið að öllu vísu, eins og þú að bókunum þínum“. Það var hryssingslega illviðris- nótt í öndverðum septembermán- uði að komið var á baðstofuglugga á Hóli, ekki guðað, en rjálað við rúðurnar. Guðmundur hreppstjóri vaknaði, leit upp í gluggann en sá ekkert fyrir myrkri. Hann fór þá á fætur og gekk út, og þreifaði fyrir sér um baðstofustafninn. Þar fann hann Kristínu. Var svo af henni dregið að hún mátti ekki mæla og gat trauðla staðið á fót- unum. Guðmundur bar hana inn í baðstofu og lét kveikja ljós. Kristín var innan við ferm- ingu, þegar þetta var. Hún var niðursetningur á bæ nokkrum langt fram í heiðinni. Hún hafði verið send um kvöldið að leita kúnna. Þá var krapahríð og hún fann ekki kýrnar, en villt- ist og var lengi að villast þar til hún komst á götur. Einhvern veg- inn tókst henni að þræða þær í myrkrinu. Göturnar lágu heim að Hóli. Það bjargaði lífi hennar. Guðmundur lagði hana upp í rúm. Hún var berhöfðuð og berfætt og í þunnum kjólgopa einum klæða. „Ósköp eru að sjá fæturna á aumingja barninu", varð Þóru hús freyu fyrst að orði. Fæturnir voru bólgnir og blóð- risa og mjög óhreinir. Þeir virtust álíka stórir og á fullorðnum karl- manni. Það bar enn meira á þessu vegna þess hve mögiir hún var, leggirnir eins og pípur. Eins voru hendurnar bláar og bólgnar og andlitið þrútið af kulda og gráti. Kristín fekk góða aðhlynningu á Hóli, en hún varð að hggja rúmföst í hálfan mánuð. Svo kom húsbóndi hennar að sækja hana. Kristín fór að gráta er hún frétti það. Hún fleygði sér út af, stakk brekánshorni upp í sig og engdist og skalf af ekka. Þóra húsfreya stóð þegjandi nokkra stund yfir henni. Svo gekk hún fram. Litlu seinna kom Guð- mundur hreppstjóri inn. „Hún Þóra vill að þú verðir kyr héma, svo ég sagði húsbónda þín- um að hann þyrfti ekki að ómaka sig eftir þér oftar“ sagði hann kuldalega. Ekkert annað. „En þessi orð létu í eyrum mér eins og englasöngur, og þá grét eg gleðitárum í fyrsta sinn á æv- inni“ sagði Kristín. „Hvernig stóð á því að þú áttir svona bágt í æsku?“ spurði eg. „Ættarfylgja íslendinga, fátækt- in“, sagði hún. „Foreldrar mínir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.