Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 31
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 667 Hei skammt milli skóga og jökla. 1945 var slíkt flug fágætt). Ég beið með óþolinmæði eftir því að Gísli þagnaði, tók ekki eftir orði at því sem hann sagði, og greip orðið strax og hlé varð á hjá hon- um. En þar sem Gísli er að öllu- leyti færari og sterkari en ég, þá náði hann brátt af mér orðinu og lauk við sína sögu. Að því loknu spurði hann ósköp hógværlega hvort ég hefði ekki frá neinu að segja. Auðvitað hafði hann ekki hlustað frekar á mig en ég á hann. Og upp úr því fórum við að spjalla saman og spyrja hvor annan tíð- inda Síðan fórum við að fá okkur hressingu og skemmtanir. Tíminn flaug áfram. En á mánudags morg un dró ský fyrir sólu. Vætutíðin í Kalifomíu virtist vera að byrja. En vætutíðin þar er venjulega kvöld- þokur og einstaka sinnum nokkra tíma úrhellisrigning. Þegar ég fór að vitja um bílinn minn, var búið að stela honum úr geymslunni. sem ég hafði fengið honum fyrir helgina. Ég hafði ekki tekið eftir því að á kvittun frá geymslunni stóð að þar væri ekki tekin ábyrgð á bílum um helgar. í bílnum voru margir verðmætir hlutir. Það mátti því segja að nú hefði ský dregið fyrir sólu. Bíllinn kom í leitirnar ,Tíminn leið og við skoðuðum stór- borgina Los Angeles. Þar sáum við mörg undur, og þar á meðal kvik myndaiðjuver með tilheyrandi frægum leikurum. Til dæmis má geta þess að við drukkum Coca Cola með leikkonunni Else Lancast er Hún er gift Charles Laughton, og hún hefir oft sézt hér í kvik- myndum. Annars er hún í Holly- wood frægari sem gamanvísna- söngvari. 16. janúar vaknaði ég við ákafa símahringingu. í símanum var sagt að lögreglan í San Diego, sem er borg eitthundrað og tuttuga mílur suður af Los Angeles, vildi tala við Jón Valfells. Svo það hýrnaði nú heldur yfir mér. Enda reyndist það svo. að mér var tjáð að bíllinn, sem ég hafði auðvitað beðið lög- regluna í Los Angeles að hafa upp á„ væri fundinn í San Diego. Bíl- þjófurinn hafði ekið bílnum þarna suðureftir. Og þar hafði hann stað- ið í greinarleysi allan þennan tíma Sem betur fór, var mest allt af hafurtas'ki okkar kyrrt í bílnum. Svo það dró nú ský frá sólu. Okkar fyrsta verk var að fá okkur járn- brautarfar suðureftir og sækja far- arskjótann. San Diego er ein fallegasta borg Bandaríkjanna. Þar er stöðugt sól- skin en þó er þar aldrei of heitt — alltaf hæfilegur hiti — því veld- ur Kyrrahafið. Svo liðu dagarnir í Los Angeles til 3. febrúar. Um nóttina hafði rignt og var því veður bjart og fagurt, varla ský á lofti. Við fórum á ný út á þjóðveginn, og hann hét í þetta sinn 99. ^erðinni var heitið tii Seattle í Washington-fylki, 14 hundruð mílur í norður. Til að byrja með lá leiðin yfir allháan fjallgarð, og þegar komið er á norð- urbrún hans, þá blasir við hin eig- inlega Kalifornía. Þar blasir við eitt hið fegursta og frjósamasta land í heimi — dalir prýddir fögr- um fljótum og umluktir háum fjöllum. í dölum þessum er ræktað ávextir, ber, maís, hveiti, bómull og margskonar annar nytjagróður jarðar. Og þegar við vorum á Þorr- anum að ferðast þarna um, þá óðu kýrnarsmáragrasið í kvið. Endavar það tími vætu og grassprettu. Um 200 mílur austan við þessa fögru sveit er hinn svokallaði Dauðadal- ur sem er einn heitasti og þurrasti staður jarðar. Og þar austurum liggur hið fræga Nevada-fylgi, þar sem enginn greiðir skatta til hins opinbera nema spilavítin. Um eina helgina skruppum við til Las Veg- as hins mikla spilavítis. Ég sleppi að segja frá því ferðalagi. Það mundi verða of langt mál til við- bótar þessu. Villtur í stórborg Nú var haldið nokkur hundruð mílur norðureftir Kaliforníu, norð- ur í hina miklu frumskóga, þangað sem trén hefðu mörg-þúsund-ára- æfisögu að segja, ef þau mættu mæla. A leið þessari lá myrkvið- urinn mörg hunduð mílur um fjöll og dali allt norður til Seattle. Byggðm var strjál. Maður hafði það á tilfinningunni að refir, úlfar, birnir og fjallaljón gláptu á mann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.