Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 659 Tjaldið var sumarbústaður Eskimóa. hann, og hann varð svo hræddur að hann flýði þegar inn í tjald sitt. Morguninn eftir komumst vér að því, að þeir voru allir horfnir, og höfðu skilið eftir tjald sitt og fleira. Eg er viss um að þeir hafa flúið af ótta við skotin .... —OOO— Fleira segir hann ekki af fundi þeirra Eskimóa. Frá hans sjónar- miði var þetta skemmtileg til- breyting, og þeir hafa sjálfsagt fundið upp á einhverju gamni, eins og t. d. að þvo ungbarni með valdi. En frá sjónarmiði Eskimóa var þetta stórkostlegur atburður, og hafði sorglegar afleiðingar. Því að það er eflaust rétt sem Claver- ing segir að Eskimóarnir urðu svo hræddir við skothríðina, að þeir flýðu og skildu allt sitt eftir. Og það sýnir bezt hver ofsa- hræðsla hefir gripið þá. Veiðarfæri þeirra og húsmunir hafa máske verið lítilfj örlegir og einkis verðir gripir í augum hvítu mannanna. En þeir voru þó vott- ur um þá menningu, er skapazt hafði kynslóð fram af kynslóð meðal hinna'dugmiklu og nægju- sömu Eskimóa í lífsbaráttu þeirra á yzta og harðindasamasta hjara veraldar. Auk þess Voru þetta þau áhöld er flóttamennirnir þurftu nauðsynlega að nota til þess að geta framfleytt lífinu. Eskimóarnir hafa verið slíkri skelfingu lostnir, að þeir hugsuðu aðeins um eitt, að flýa. Og í óða- gotinu hlupu þeir frá aleigu sinni, öllu sem þeir þurftú á að halda til þess að bjargast í þessu kalda landi. Fyrir alla muni vildu þeir flýa staðinn, þar sem hvítu menn- imir höfðu sýnt þeim yfirburði sína með drynjandi byssuskotum. Tvær kynkvíslir á gagnólíku menningarstigi, höfðu rekizt hér hvor á aðra, og síðan skilið út af byssuskotum. Eskimóar höfðu fundið til vanmáttar síns gagn- vart hinum hvítu mönnum ,og af- réðu að flýa áður en það væri um seinan. Þeir höfðu ekki hugmynd um að það var þegar um seinan: örlög þeirra voru ráðin. Það er grátlegt að hugsa um þennan fund þarna í eyðimörk- inni, en hann sýnir jafnframt þann reginmun, sem var á hinum inn- bornu og hinum gestkomandi hvítu mönnum. Meðan hvítu mennirnir sofa svefni hinna réttlátu í tjöld- um sínum, hefir sennilega farið fram angistarfull ráðagerð í tjaldi Eskimóanna ,og henni lauk með hinum æðisgengna flótta, hlaupið var frá öllu sem þeir áttu til þess að komast sem fyrst burt frá öllu þessu hræðilega og óþekkta sem þarna hafði dunið yfir þá og koll- varpað aldalöngum friði og ró- semi þeirra. Hljóðlaust læddust 12 mann- eskjur, karlar, konur og börn, út á auðnir landsins og hurfu þar milli hrikalegra og jökli krýndra fjalla. í anda sér maður flótta þeirra. Þéir halda rakleitt upp á næsta fjallshrygg. Þar lita þeir aftur til þess að athuga hvort þeir sé eltir. En þótt þeir sjái engan mann, eru þeir samt svo óttaslegnir, að þeir halda áfram, áfram, þar til þeir fundu einhvern felustað, þar sem þeir töldu sér óhætt. Og þar hafa þeir svo með skjálfandi rödd hvísl- ast á um þetta óttalega sem kom fyrir þá, komu hinna hvítu manna, sem að vísu voru menn eins og þeir, en þó svo hræðilega framandi og skelfilegir. Og á meðan hvítu mennirnir sígldu öruggir heim, eigruðú Eski- móarnir hvíldarlaust áfram í sínu eigin landi, í stöðugum ótta við hvað þeir mundu sjá af næsta leiti, eða bak við næstu kletta, því að þeír vissu ekki að hvítu mennirnir voru farnir. Sólin lækkaði stöðugt á lofti og að lokum hvarf hún alveg. Vetur lagðist að með beljandi stormum og stórhríðum. Og myrkrið æsti upp ímyndunaraflið, Eskimóarnir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.