Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 18
654 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Ég held mig fast við það, sonur minn“, sagði biskupinn með mikilli áherzlu, ,,að undur gerast ákaflega sjaldan. Við slík tækifæri er það skylda vor andlegrar stéttarmanna að beita hlífðarlausri gagnrýni, jafnvel umfram alla aðra. Minnist þess, að fjandmenn trúarbragðanna, yðar fjand menn og mínir, eru sí og æ að leita fær is að sanna á oss afglöp og nota þau til hnekkis. Til þessa hafa þeir margar ástæður. Vera má að næst beiti þeir einhverju slóttugu bragði“. „Þetta er það sem mér kom fyrst í hug“, sagði presturinn. „En engan mögu leika sé ég á því, að hér geti verið um bragð að ræða“. „Þa skulum við sleppa þeirri til- gátu. En margar aðrar skýringar koma til greina. Eins og þér sögðuð mér hef- ir mikilsháttar læknir kveðið upp þann dóm að veslings maðurinn yrði æfilangt að sitja í myrkri. Þér vitið sjálfur að vísindin' eru ekki óskeikui. Sennilega hefur honum skjátlazt í sjúkdómsgreiningunni og hann talið þann sjúkleika ólæknanlegan jem ekki var nema stundarfyrirbæri. Þessi til- gáta er sú skynsamlegasta, sem ég get látið mér til hugar koma. Er ekki»saga læknisfræðinnar auðug að dæmum um að slíkt hafi átt sér stað? Ef svo væri í þessu tilfelli, þyrfti ekki á því að halda að hinn heilagi faðir léti málið til sín taka.. Við skulum ekki ímynda okkur“, bætti hann við hugsandi „að gnægð dygða og gáfna, eins og hjá yður er að finna, nægi til þess að ráða gátu svo fágæts tákns undursins". „Haldið þér í raun og veru, yðar há- æruverðugheit, að í þessu sérstaka til- felli sé það ofmetnaðarsynd að trúa að undur hafi gerzt?“ Það var einkennilegur hljómur í rödd hans. Svo var að sjá sem játandi svar mundi létta á samvizku hans. Biskupinum virtist mislika, en þó hug- leiddi hann málið enn á ný. »Ég get ekki enn svarað þeirri spurn ingu, sonur minn* en í hreinskilni sagt óttast ég það. En verið þér samt ró- legur. Ég veit að þér eruð hreinskilinn og fyrirbærin hafa blekkt þá sem skyn- samari voru en þér. Jafnvel heilagir menn hafa þráfaldlega orðið fyrir skyn villum. Ég held að við verðum að bíða eftir því, að fleiri beri vitni í málinu en þér og þessar tvær einföldu manneskjur áður en við með hinni mestu varkárni getum horfst í augu við þann möguleika að hér hafi beinlinis gerzt kraftaverk. Hugsið yður um, sonur minn: undir yðar höndum, i yðar kirkju!" „Já“, svaraði presturinn niðurbeygð- ur; „undir mínum höndum í minni kirkju á vorum dögum. Um þetta hefi ég líka brotið heilann um alla nóttina“. „Og þessi vanheili maður? Þér sögð- uð mér að hann hefði ekki verið alveg með fullu viti. Hefir ekki skvnvilla blekkt hann sjálfan? Að þessu sé þannig háttað að hann hafi verið geggj aður um hríð?“ „Hann er sjáandi", svaraði prestur- inn, hartnær bugaður. „Hann er sjá- andi og hefir aftur fengið vitið Strax í morgun fékk ég langt bréf frá hon- um, þar sem hann lýsir fyrir mér ham ingju sinni og fullvissa mig um þakk- iæti sitt“. „Ég ræð yður ti] þess að hugleiða þetta ennþá, æðrulaust og rólega“, svaraði biskupinn eftir stundarþögn; ,,og að hvíla yður um hríð. Þér eruð þreyttur útlits. Bíðið þess um fram allt að loka-ályktun komi frá Faivre lækni. Þegar hann hefir á ný skoðað þennan unga mann, hygg ég að hann muni játa fyrir yður að sér hafi upp- haflega skjátlazt. Farið svo i friði Ég ætla að biðja guð að hann láti yður aftur komast í jafnvægi.“ Þegar Montoire prestur gekk út úr biskupshöllinni, hélt hann strangan dóm yfir samvizku sinni. Núna þegar nokkuð var liðið frá atburðinum. var sem hann hefði fjarlægzt dálítið, og loks var svo komið að presturinn var tekinn að efast um sin eigin skilning- arvit. Hin viturlegu orð yfirboðara hans höfðu fært honum nokkra ró. Að lokum taldi hann sjálfum sér trú um að atburðurinn hefði verið sjálfs- blekking. Við þetta létti honum mjög. Hann afréð að láta það ekki dragast að heimsækja Faivre lækni. —ooo— Hann hringdi dyrabjöllunni hjá vini sínum og hugsaði þá með sjálf- um sér: „Eftir allt saman þá má skýra atburðinn á grundvelli eðlisfræðilegra og efnislegra skilyrða. Það er mikil- vægt að náttúruvísindin séu könnuð áður en dregnar eru ályktanir“. Jafnskjótt og læknirinn kom auga á hempu prestsins i biðstofunni, gekk hann beint til hans og lét hann fara inn á undan sjúklingunum sem biðu þar, sagði nokkur afsökunarorð og dró hann með sér inn í lækningastof- una. Þetta háttalag var kynlega gagn- stætt venjulegri rósemi hans Hann gaf ekki prestinum tóm til þess að koma með neina skýringu. „Ég beið þín óþolinmóður. Jean Courtal býst ég við að sé ástæðan fyr- ir því, að þú kemur. Móðir hans kom með hann til mín i gærkvöldi Þetta er meir en lítið óvenjulegt tilfelli Ég hefi aldrei fengið annað slikt til rann- sóknar. Það sló mig svo að ég er ekki enn búinn að ná mér. Taktu nú vel eftir: Þú veizt að vísindunum skjátlast oft. Sjálfur er ég ekk; neinn gallharð- ur postuli þeirra. Ég hefi gert axar- sköft og ávallt viðurkennt þau. í fjarska mörgum tilfellum er ,liklega“ eða „sennilega" hið eina sem læknir- inn getur sagt“. Hér þagnaði læknirinn andartak, en hélt síðan áfram með nokkrum gleði- brag. „I því tilfelli sem hér um raeðir er ekki minnsti möguleiki á því að nokk- ur skekkja hafi komizt að. Það sver ég þér. Þegar Jean Courtal kom út af spítalanum, þar sem allir læknar töldu hann ólæknandi, tók ég hann sjálfur til meðferðar sökum þess að móðir hans er eins — og ég hefi áður sagt þér — gömul vinnukona fjólskyldu minnar, og örvænting hennar fékk á mig. Ég fékk þá nokkra af stéttar- bræðrum mínum, reyndustu sérfræð- ingana sem nú eru á meðal okkar, til þess að skoða hann. Aldrei hefir nokk- urt tilfelli verið rannsakað með svo ítarlegri gaumgæfni og svo visinda- lega skilgreint. En við vorum allir samdóma: Þessi ungi maður gat ekki séð. Líkamlega var með öllu loku fyrir það skotið. Ég ætla ekki núna að fara út í langar skýringar; þær verða i skýrslu þeirri er ég mun senda aka- demiunni; hann gat ekki séð, segi ég þér. Meiriháttar sjónfæri voru ekki bara skemmd, heldur með öllu ónýt; þau voru ekki lengur til. Tveir þessara stéttarbræðra minna, sem nákvæmlega muna rannsóknir sínar, hefi ég þegar tjáð hvað gerzt hefir. Þeir eru jafn-höggdofa af undr- un sem ég. Sem læknar getum við aðeins lýst því yfir að á þessari lækn- ingu er enga vísindalega skýringu unnt að gefa. Ég eftirlæt það þér sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.