Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 28
664 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Það kunni ég auðvitað utanbókaí, og þegar ég hafði sagt honum að við værum eitthundrað og sextiu þúsund, þá hló hann og spurði mig hvort við kölluðum okkur þjóð. Það er nú svona--------. Áramót Upp rann svo gamlársdagur 1944. — Árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka. — Hefðum við verið heima, þá mundum við hafa búið okkur undir kvöldið og gestakomu. Hug- urinn ber okkur austur um land og austur um haf til kunningj anna heima. Það er eins og Matt- hías segir að það sem varðar mestu eru siðir og tungan, en ekki vatn og grjót. Það kom einhver klökkvi í hálsinn. Kannski kemur hann á öllum áramótum? Veður var fagurt, sléttan grösug en þui, og fjöllin blá úti við sjóndeildar- hringinn. Jarðir virðast hér stór- ar, langt á milli bæja og fjöldi nautpenings og sums staðar hestar á beit. Við þutum á spretti vestur Texas, og í ljóma kvöldroðans komum við til Santa Rosa, bæar sem stendur á bökkum árinnar Pecos. En þegar Ameríkanar í bíómyndum sínum vilja lýsa hinu verulega vilta vestri, þá er það fyrir vestan Pecos. Santa Rosa ei upp á hásléttu sem þarna er að byrja í um fjögur þúsund feta hæð. Við komum þama nokkuð snemma, hefðum getað bætt við okkur nokkrum mílum. En sökum þess að vegakortið sýndi langar leiðir milli þorpa, ákváðum við að fara ekki lengra að sinni. Við áttum þarna fábreytt gamlars- kvöld. Við gátum ekki fengið svo mikið sem létt vín til að skála í fyrir kunningjunum heima og heiman. Við höfðum þó lofað vin- unum í Rochester að minnast þeirra við veigar okkar þetta kvöld. Við urðum því að geyma gleðskapinn til næsta dags. 1. janúar 1945 rann upp heiður og bjartur. Dálítið frost hafði ver ið um nóttina, enda var hæðin þarna töluverð eins og að fram- an segir. Vegurinn var beinn og lá heldur upp á við móti fjöllum. Landslag og gróður var sífellt að breytast. Tré miðvesturríkjanna sáust hvergi. En gisinn cypress- viður klæddi hæðir en kaktus á milli. Þarna hurfu á stóru svæði öll bændabýli, en vegurinn var alltaf steyptur og góður. Hér og þar voru smáþorp og námu- vinnsla við þau. í þorpum þess- um bjuggu Indíánar í mjög frum- stæðum leirkofum. Vegurinn lá stöðugt upp í móti brekkunni og að lokum vorum við komin það hátt að snjór var við veginn og sums staðar hálka á veginum. Eg vissi ekki hvað lengi þessu mundi fara fram og mundi því hafa orð- ið kvíðinn, ef stöðug umferð af bílum hefði ekki verið um veg- inn. Um hádegið fór að hallaund- an fæti og klukkan tvö sáum við af fjallinu fagra sléttu, á hverri var snotur borg, sem heitir Albu- querque. Þar var gott að hvílast og borða góðan mat. Seinna um daginn á leið okkar vestur hin hálfgerðu öræfi sá ég að benzínið fór að minnka ískyggilega á bíln- um og staðnæmdist því við benzin- stöð, en enginn var við á stöðinni. Hreyfillinn þagnaði um leið, og af einhverjum ástæðum veittist mér örðugt að fá bílinn í gang, svo að mér varð hálf illa við. Ef fór á fleiri staði og alls stað- ar endurtók sig sama sagan. Menn voru engir við og bíllinn drap á sér og reyndist stöðugt erfiðari og erfiðari í gang. Eg fór að verða kvíðinn og góð ráð gátu orðið dýi. En einmitt þegar ég var alveg að verða benzínlaus, fann ég að lok- um opna benzínstöð. Viðfeldinn afgreiðslumaður, hverjum ég tjáð’ vandræði mín, sagði mér að ben- zínstöðvarnar sem hefðu verið lokaðar, væru stöðvar Indíána, og þar sem í dag væri 1. janúar hefðu Indíánarnir tekið sér fri til þess að hvíla sig eftir áramóta- gleðina. Og þegar ég sagði honum frá erfiðleikunum, sem ég hefði með bílinn minn, þá sagðist hann kannast vel við kvillann. Maður- inn sagði, að staðurinn sem við værum í héti Toreu og væri i 7200 feta hæð, og að blöndungur- inn í bílnum mínum væri ekki tempraður rétt fyrir þessa hæð. — Hann spurði mig einnig að þvi hvort lungun í mér yrðu ekkeri vör við hæðina, t. d. hvort ég fyndi ekki sting undir herðablöð- unum. Og þegar hann hafði þetta mælt, þá fann ég til stings undir vinstra herðablaðinu. Svo hann hafði lög að mæla. Hann lofaði mér því að hann mundi hjálpa mér af stað um leið og hann he^ð5 lokið við að fylla á bílinn, og hann ráðlagði mér að halda sið- an áfram hiklaust þar til við kæmum til næsta bæar, sem Gallup heitir, enda sagði hann að það mundi heldur halla undan þangað, því bærinn væri aðeins í 6500 feta hæð. Það er nú meira en tvisvar sinnum hærra en Esj an. Þarna í Gallup gistum við á því fínasta hóteli sem við höf- um nokkru sinni gist. Þar var .allt fullt af myndum af frægum mönnum og voru á þeim flestum eiginhandar áletranir og kveðjur. Þarna bar mest á leikaramyndum. Á þessu hóteli drukkum við skál kunningjanna. Mér varð ekki gott af hanastélinu. Eg fékk bara auk- inn sting undir herðablöðin. Hæð- in sem við vorum í mátti ekki meiri vera.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.