Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 36

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 36
672 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS það var spegilslétt, sjórinn með olíu- mýkt og gljáði eins og brjóst á sund fugli. Og í hafnarmynninu lágu nú fá- ein fiskiskip með sindrandi segl, og var líkt og þau hefðu verið töfruð þangað, því að fólk hafði alls ekki séð, er þau sigldu inn. Þau sigu hægt inn höfnina, hvert eftir annað og þá skýrðust þessi djásn hafsins, sem áður sveimuðu í ljósvakakenndum óskýr- leika úti á bárunum, urðu áþreifanleg og hversdagsleg. Seglin urðu að þung- lamalegum, gráum voðum, stormrifn- um og karbættum, reiðaútbúnaðurinn, fínn sem köngullóarvefur varð stór- gerð, úrþvöl kaðlabenda. Og sjálf skip- in, hinar perlumóðurgljáandi, svifléttu skeljar, voru þá ekki annað en breiðir skrjóðar, málaðir ljósbláir eða ljós- grænir, hlaðnir daunillri síld ug hrúg- um af flóknum síldarnetjum. Enda þótt sami útgangur væri á öllum skip- unum, sem renndu að bryggju, hlaut fólk þó enn að ætla, að skipin, sem dokuðu við úti á Sundinu, væru fegurri og fullkomnari. Og auðvitað kom eng- inn aug-a á, að rósvængjaðar dísir flögr- uðu allt umhverfis hina alvörugefnu menn við stjórnvelina og þá, sem greiddu úr síldarnetjunum, menn í klof háum stígvélum með sjóhatta á höfð- um. Sumar þeirra sveifluðust umhverf- is þá líkt og í dansvímu, aðrar steyptu sér niður á höfuð þeirra. Þær læstu sig utan í löngu hattbörðin og hvísluðu. Enginn getur gert sér í hugarlund, hve mjög þær hvísluðu. Það bar við dag einn litlu eftir, að Amor og dísirnar hurfu brott, héldu áfram för sinni, að gestur kom til ung- frúarinnar, sem átti húsið á bökkun- um. Þetta var sjómannskona. Hún hafði verið í vist árum saman hjá for- eldrum ungfrúarinnar og gætt hennar, þegar hún var barn. Ungfrú Ally tók henni með virktum. Hún leiddi hana til sætis i hægindi í viðhafnarstofunni og bauð henni kaffi. Hún spjallaði við hana í nokkrar stundir um sildveiði, netjahnýtingu, um hauststormana og tröllauknu hafnargerðina, um mann hennar og böm og um hjálpræðisher- inn. Konan rifjaði hins vegar upp sög- ur frá bernsku ungfrúarinnar og kvaðst vart geta oflofað foreldra henn ar. Ungfrú Ally varð sárglöð við. Einum eða tveimur dögum seinna kom enn gestur til hennar úi sjávar- þorpinu, öldruð, ógift kona, sem verið hafði matselja hjá foreldrum ungfrúar innar 1 meir en 20 ár. Hún færði Ally að gjöf dásamlega stóra sjávar- köngulló, rauða að lit og með göddum og tönnum. Henni var líka vel fagnað, hún komst ekki hjá að halla sér í dún- mjúkan legubekk í beztu stofunni, og hún varð að þiggja kaffi. Hún var vitur og mælsk. Hún hafði sínar skoð- anir á skólamálum og kennimönnum og aðskilnaði ríkis og kirkju, og hún leitaðist við að koma ungfrú Ally í skilning um þetta allt. Ungfrú Ally fannst eins og rétt var, skemmtilegt að hlusta á þessar hispurslausu konur úr veiðistöðinni miklu. Matseljan stóð við lengi dags. Þegar hún fór, bar þegar gest að garði. Það var sjómaður, sem kom til hennar með þorsk. En þegar ungfrú Ally vildi borga þorskinn, kvað hann ekki koma til mála, að hann tæki eyri fyrir hann. Hann sagði, að þetta væri smávægileg borgun á gamalli skuld, því faðir henn- ar hefði satt að segja bjargað honum úr volæði og komið honum til manns. Ungfrú Ally bauð honum bjórkoliu. en hann hírðist allan tímann í dyrunum milli borðstofu og eldhúss — kvaðst ekki hætta sér inn í viðhafnarstofur — og sagði henni ævisögu sína. þar sem hann stóð í sömu sporunum. Tján- ing er auðveld í návist þeirra, sem eru þýðir og aðlaðandi. Hann hrósaði föður hennar á hvert reipi, en hún gekkst upp við það og varð harla mjúk á manninn. Það var áreiðanlega vegna áhrifa Amors unga og dísanna, að fólk þar i sjávarþorpinu hampaði ungfrú Ally svo mjög. Enn átti hún enga vini í borginni, en fólkið í þorpinu tók hana að sér. Það heimsótti hana og bauð henni heim, og hún þá það. Þar nairt hún vinsælda foreldra sinna. Satt að segja þótti henni vænna um að minn- ing foreldra hennar var svo dáð, en að fólk hefði haft dálæti á henni sjálfr ar hennar vegna. Ungfrú Ally heillaði þetta óbreytta fólk með alúð sinni. Gamlir Vestur- heimseyjafarar tóku kórallavöndla, sem líktust mosasteingervingum. fram úr veggskápum sínum og afarstórar sæ stjörnur, grábrúnar og harðar sem pip- arkökur. Strákhnokkar söfnuðu skelj- um og ígulkerum og kuðungakröbb- um við ströndina. Og allt var þetta gert fyrir hana, allt merkilegt og fag- urt, sem fannst í blessuðu sjávar- þorpinu, var fyrir hana. Eitt sinn er ungfrú Ally sat stór- veizlu í sjávaxþorpinu, rak hún sig ,á það, að þegar síldarkerlingarnar stát- uðu í silkikjólum og gullskarti, þá veitt ist henni erfitt að taka þær tali Hún reyndi að tala við þær um húsið á bökkunum, um síldarnetin, um haust- stormana, um skólann og börnin og hjálpræðisherinn, en samtalið gekk stirt. Þá braut hún að nýju á tali um síldina, spurði, hvernig þær legðu sild í saltpækil. Þá var sem opnuðust flóð- gáttir, frúrnar tóku allar að skýra frá, hvernig þær legðu i pækil. Hver þeirra hafði sína aðferð, sem lýst var út í hörgul og varin. Þær lögðu síðan í pækil alveg fram að kvöldverðartíma og meðan á kvöldverði stóð og meira að segja allt til háttumála. Ungfrú Ally var ekki alls kostar ánægð með það, hvernig hún hafði varið kvöldinu. Hún hafði heyrt, að andinn ætti að leita í hæðir, en ekki í svaðið. En þarna hafðist hún við og gerði lítið úr sér, hitti enga sál fyrir, er var jafnoki hennar að gáfum og hæfileikum. Það var hyggið og mætt fólk þarna í sjávarþorpinu. Hún var snortin af hjartagæzku þess. Það vegsamaði minningu foreldra hennar með eindæmum. Hún mat fóikið, en ekki á réttan hátt. Með skelfingu veitti hún athygli því hyldýpi. sem staðfest var milli hennar og fólksins — hyldýpi uppeldis og venja. Fólkið heimsótti hana oft, ef til vill alltof oft. Barnfóstran, matseljan og sjómaðurinn, sem bjargað var úr volæði, riðu á vaðið, en á eftir komu síðan allir þorpsbúar. Hún var svo ákaflega viðfelldin, svo dæmalaust gestrisin. Hún sagði stúlkunum til við listsaum og leiðbeindi börnunum við nám þeirra. Hún þreyttist aldrei á að hafa boð inni, og rausnin var íbrigðul. Hún hafði ekki næði til að lesa gat yarla farið ein á skemmtigöngu, þótt hún vildi. Þótt hún hefði sagt upp í opið geðið á fólki, að hún þyrfti næði og einveru til þess að geta unnið þá hefði vináttan samt ekki farið út um þúfur. En hún var helzti alúðleg og eftirlát. Hún stuggaði eRki við neinum. Að því rak, að hún gerðist lang- þreytt á þessu öllu. Henni var sem sé ekki unnt að líta á sjómennina sem jafningja. Hún fyrirvarð sig vegna af- stöðu sjálfrar sín: þeir höfðu í raun og veru verið sera safngripir fyrir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.