Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 10
646 lesoók MORGUNBLAÐSINS Gudea konungur í Lagash; sumerönsk höggmynd frá 2600 f. Kr. Akkad og Assyríu og stofnaði hið mikla babylónska ríki, er nú verð- ur frá sagt. Babylonsmenn Hammurabi setti lög í Baby- lon og voru þau að mestu snið- in eftir lögum Sumera. Lögin lét hann höggva á steinsúlu og þess vegna hafa þau varðveizt fram að þessu. Efst á súlunni er mynd af Hammurabi þar sem hann tekur við lögunum af sólguðinum Sham- ash. Það er til að sýna að lögin sé frá guðunum komin. Þau eru í 283 greinum eða köflum, og er þetta hin elzta heildarlöggjöf, sem varðveizt hefir. Lögin voru ströng. Kjarm þeirra var; auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En réttur manna var misjafn. Ef stolið var frá yfir- stéttarmanni, varð hinn seki að bæta það þrítugfalt. En væri stoi- ið frá miðstéttarmanni, ákyldi bæta það tífalt. Ef maður var kærður fyrir galdur, skyldi honum fleygt j fljótið og það skyldi dæma hann Ef hann drukknaði, þá var hann sekur og ákærandinn hirti þá all- ar eigur hans. En kæmist hann af var hann sýkn, og þá var ákær- andinn dauðasekur. Velgengni ríkisins byggðist á þrælahaldi, eins og hjá mörgum einvaldsríkjum allt fram á þessa öld. Þrælarnir voru dýrmæt eign, og hver sá, er hjálpaði þræli til að strjúka, skyldi engu fyrir tyna nema lífinu. Ef einhver varð uppvís að ráni, þar sem hús var að brenna, skyldi hann þegar gripinn og hon- um refsað með því að fleygja hon- um inn í eldinn. Ef dómarar urðu uppvísir að hlutdrægni, skyldu þeir taíarlaust sviftir stöðu sinni. Mikil áherzla var lögð á að hafa alla gerninga skriflega og vott- festa. Hjónaband var ekki löglegt nema um það væri gerður skrif- legur samningur. Sama máli var að gegna um kaup og sölu. Þess vegna er mikill hluti af þeim leir- töflum, sem fundizt hafa, „skrif • legir“ samningar, undirritaðir og staðfestir af vottum. Réttur kvenna var tryggður með lögunum. Konur voru fjár síns ráðapdi og ef hjónaskilnaður varð, var maðurinn skyldur að * endurgreiða konunni heimanmund hennar. Menn höfðu leyfi til að taka þjónustustúlku konu sinnar sem hjákonu, og börn þeirra voru jafnborin til arfs við hin skil- getnu börn. Ekki var bannað að giftast þótt hjónin væri sitt úr hverri stétt. Ef sjúklingur dó undir læknis- hendi, skyldi höggva fingur af lækninum. Ef hús hrundi og eig- andinn beið bana, skyldi taka byggingameistarann af lífi. Þetta eru aðeins nokkrar glefs- ur úr löggjöfinni, en þær syna nokkuð hver réttlætiskenndin var. Vísindi þróuðust þar í landi, einkum stjörnufræði og stærð- fræði og varð Babylon miðstöð þeirra vísinda. Leirtöflurnar syna, að vísindamennirnir þar hafa glímt við og leyst hin erfiðustu stærðfræðileg viðfangsefni. Var þar byggt á þekkingu, er þeir höfðu tekið í arf frá Sumerum, en aukið svo við, að enn í dag dást stærðfræðingar að þekkingu Babylonsmanna. Hér skal nú ekki farið frekar út í það, heldur minnzt nokkuð á þjóðfræði þeirra, sem þeir höfðu einnig erft frá Sumerum. Þessi fræði breyttust nokkuð með tím- anum. En það er Ashur-bani-Dal konungi í Assyriu að þakka, að Sumerönsk helgimynd. Sólguðinn stigur upp frá undirheimum á milli fjall- anna, og aðrir guðir taka á móti honum, þar á meðal Ishtar (Venus).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.