Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 39

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 39
LESBÓK MORGUNRLAÐSINS 675 því þegar reiknað umferðartíma hennar. En mönnum brá við er hún varð nú allt í einu 50—100 sinnum bjartari en áður. Þarna hafði eitthvað komið fyrir, senni- lega það, að hitageislar sólar hafi leyst vatnsgufur úr læðingi, og þessar vatnsgufur hafi endurkast- að geislum sólar margfalt við það sem áður var. Talið er að efnið í halastjörnum sé hrím, geimryk og loftsteinar. Hrímið myndast af venjulegu vatnsefni og ýmsum gastegundum, svo sem kolsýrling, sem taka á sig fast í form í heljarkulda him- ingeimsins. En þegar halastjarn- an kemur í námunda við sól, levs- ast þessi efni upp í gufu, sem þenst út og verður björt af geisi- um sólarinnar. Efnið í hala stjörnunnar er mjög lítið, enda þótt hann sýnist geisimikill og langur. Sjálfur kjarni stjörnunnar eða broddur hennar, er aftur á móti örlítill, en hefir þó að geyma mestan hluta efnisins. Og þótt hann sé svo lítill, að hann sé ósýnilegur, getur hann verið milljón sinnum þyngri en allur hinn mikli, glóandi hali. Kjarni flestra halastjarna er varla meira en 1,5 km. að þver- máli, og sárfáar hafa svo stóran kjarna að hann sé 15 km að þver- máli. Meðan halastjarna er að fara fram hjá sól, minkar kjarni henn- ar stöðugt. Hrímið gufar upp, en við það losnar um geimryk og steina, og þá sjást stjörnuhrop. Venjulega mun kjarni hala- stjörnu vera þakinn utan af geim- ryki, svo að það myndar líkt og skán utan um hrímið, sem er fyrir innan. Ef sólarhitinn er svo mikill, að þessi skán losnar, pá leysist hrímið upp í hitanum, líkt og vatnsdropi sem fellur á gló- andi járn. Þetta gæti skýrt það TIL stilliáhrifa verður að rekja undursamlegasta atburðinn, sem sagt er af í guðspjöllunum. Jesús hafði aftur gert það krafta verk sem bezt var fallið til að ávinna honum traust og aðdáun fjöldans, mettað þúsundir á mat sem enginn vissi af þar á staðn- um áður til skyldi taka. Og nokkru síðar tekur hann með sér upp á hátt fjall þrjá af læri- sveinum sínum, sennilega þá er bezt voru fallnir til að stuðla að því að hinn undursamlegi at- burður gæti orðið. Og hann um- myndaðist að þeim ásjáandi, ásjóna hans breyttist og varð skínandi sem sólin og jafnvel klæði hans urðu skínandi hvít, og hjá honum sáust tvær lýsandi verur, sem lærisveinarnir hugðu vera hina frægu fyrirrennara spámannsins, Móses og Eiias. Ég sé ekki neina ástæðu til að efast um að atburður þessi hafi átt sér stað, jafnvel þó að furðu nokkurri gegni, að Jóhann- esarguðspjallið getur ekki um hann. En atburðurinn er í bezta samræmi við allt eðli Jesú og framkomu, eins og guðspjölin lýsa þessu. Þarna var hámarkið. Jesús ummyndast þarna fyrir áhrif frá komumönnunum, og verður líkari en áður fullkomn- ari íbúum annarar stjörnu. Því að þarna var um að ræða heim- sókn frá annari stjörnu, fyrir- boða þess sem þarf að geta orðið algengur hátíðaviðburður á vorri jörð, ef takast á að bjarga mann- kyninu frá glötun. Helgi Pjeturss. hvernig á því stóð að halastjarn- an Schaumasse skyldi blossa upp svo skyndilega. Hverfular halastjörnur. Þær halastjörnur, sem koma í námunda við sól, verða fyrir svo miklum hita að efni þeirra gufar upp og þær minka. Stundum lið- ast þær þá sundur í tvo eða fleiri hluta, og þá er skapadægur þeirra komið. Þær smáeyðast og hverfa með öllu. Út af þessu telst mönnum svo til, að slíkar halastjörnur verði ekki nema nokkurra þúsunda ára gamlar. En hvernig stendur þá á því, að nokkrar halastjörnur skuli vera á ferð í sólhverfi voru? Hvernig stendur á því að þær hafa ekki gjöreyðzt á þeim milj- ónum alda sem liðnar eru síðan sólhverfið var skapað? Svarið er, að allar hinar gömlu hverfulu halastjörnur eru eyddar og horfn- ar fyrir löngu. Þær sem nú eru á. sveimi munu og eyðast og hverfa áður en liðnar eru nokkr- ar árþúsundir, — leysast upp í gastegundir, geimryk og smá- steina. Gastegundirnar eru ósýnilegar og dreifast út um allt sólhverfið eða berast jafnvel út fyrir það, en geimrykið og smásteinarmr halda áfram á braut sinni um geiminn. Steinarnir eru svo smá- ir að þeir sjást ekki, nema því aðeins að þeir berist inn í gufu- hvel jarðar. Þá verða þeir gló- andi af mótstöðuafli loftsins, blossa upp eitt andartak og hverfa svo. Um allan geiminn eru dreifðar leifar af horfnum halastjörnum. „Nýar“ halastjörnur í stað þeirra halastjarna sem hverfa þannig, koma nýar hala- stjörnur. Flestar þeirra ganga upphaflega eftir gríðarstórri spor- braut, sem nær milli útjaðra soi- hverfisins, þúsund sinnum lengra út í geiminn heldur en er leiðm héðan af jörð til Neptúnusar. En fari nú svo, að þær komi of nærri einhverjum hnetti í sólhverfinu, svo að þær verði fyrir aðdráttar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.