Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 8
644 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS uprunalegu Indverja. Vera má, að áhrif Sumera hafi borizt austur 1 Indusdal frá Mesopotamíu. En þetta er allt svo óljóst, að ekki verður úr því skorið. En hvað sem um það er, þá er hitt nú víst, að fyrir '6000 árum höfðu þeir sezt að í landinu milli Efrat og Tigris, þar sem þeir köll- uðu Sumer og Akkad, en það var frá botni Persaflóa og um 300 km. upp með fljótunum. En þess ber að geta, að þá náði Persaflói um 240 km. lengra inn í landið held- ur en hann nær nú. Menningu sína hafa Sumerar flutt með sér þangað, svo að þeir hafa verið menningarþjóð löngu fyr, hvar svo sem þeir hafa átt heima Vegna hins mikla uppblásturs á þessu svæði, hefir ekki reynzt unnt að rekja sögu þeirra eftir gömlum minjum. Menn vita held- ur ekki hvort þarna hefir verið byggð áður en þeir komu, eða hvort þeir hafa komið að óbyggðu landi og numið það. Ýmislegt virðist þó benda til þess að landið hafi verið ónumið, er þeir komu þar. Þarna voru miklir mýraflóar og í elztu heimildum Sumera er getið um það, að þeir hafi haft ærið starf við að ræsa fram, gera áveitur og hlaða stíflugarða til þess að hemja fljótin, þegar vöxt- ur kom í þau. En þarna urðu oft hinir ógurlegustu vatnavextir, árnar flæddu yfir láglendið og sópuðu flóðin með sér öllu er fyr- ir varð. Það er því athyglisvert, að sagan um Syndaflóðið er frá Sumerum komin. Sumerar höfðu sína eigin letur- gerð er þeir komu til Mesopotam- íu og „bókfestu“ allt er þeim þótti mestu varða. Um bókmenntir var þó ekki að ræða, því að hentugt efni til bókagerðar höfðu þeir ekki. Þeir skráðu allt á votan leii með kvisti og þurkuðu síðan leir- töflurnar svo að þær urðu sem steinn. Og þannig hafa þær geymzt fram á þennan dag og veitt mönnum mikinn fróðleik um þessa fornu menningarþjóð. Á þessar leirtöflur eru skráð lög þeirra, hin elztu í heimi, kaup- samningar, reikningar og ýmislegt fleira. Hjá Sumerum voru þrjár aðal- stéttir. Yfirstéttin nefndist „amelu“ og í henni voru allir æðstu menn þjóðfélagsins, her- mennirnir og prestarnir. í milli- stéttinni voru frjálsir menn, svo sem kaupmenn, bændur og iðnað- armenn. En í lægstu stéttinni voru þrælar, annaðhvort ánauð- ugir frá barnæsku, eða þá að þeir höfðu verið herteknir og þjáðir. Milli þessara stétta var staðfest regindjúp, samkvæmt lögum. Menn í æðstu stétt áttu margfald- an rétt á við aðra, og millistéttar- menn áttu margfaldan rétt á við þrælana. Það er líklegt að þessi stéttaskifting hafi skapazt vegna þess, að Sumerar voru mikil hern- aðarþjóð og langt á undan öðrum þjóðum í allri hermennsku. Þeir hafa sezt að í landinu hingað og þangað, þar sem auð- veldast var að rækta bað. Og a þessum stöðum rís svo upp fyrsta byggðin hefir verið nokkur lág- ech, sem er neðarlega hjá Efrat, hafa menn komizt að því að fvrsta byggðin hefir verið nokkur nág- reist bændabýli í tveimur röðum og gata á milli þeirra. Þannig hefir það verið víðast hvar. En eftir því sem ræktunin eykst og mönnum vex fiskur um hrygg, verður þarna breyting á. Og 1000—2000 árum seinna er þarna komin víggirt borg með muster- um og stórbyggingum og tugum þúsunda íbúa. Fyrst í stað er hver staður eins og nokkurs konar ríki í ríkinu, en er fram líða stundir, fer að verða reipdráttur um það hver staður- inn eigi að ráða mestu. Og svo skiptist þetta á, að staðirnir fara með völd í landinu, Kish, Erech, Ur, Isin o. s. frv. eftir því sem sagnir herma. Seinast varð Sar- gon í Akkad yfirkonungur allra Sumera og ganga sögur af frægð hans. En hver borg var þó sjálf- stæð og réði yfir nálægum sveit- um. Þetta var nauðsynlegt vegna áveitanna, því að halda þurfti þeim við og auka þær. Undirkon- ungur var í hverri borg og nefnd- ist hann ,issakku“. Átti hann og embættismenn hans að sjá um, að áveiturnar á hverjum stað gengi ekki úr sér. Má sjá á leiftöflum hve nákvæmlega þessa hefir verið gætt, og vakandi eftirlit haft með öllum landspildum og þörfum þeirra. Allt hefir verið skrásett, leigumálar, sölur og eigendaskifti. Sá, sem hirti illa um land sitt, eða vanrækti að leggja fram sinn skerf til áveitanna, gat átt a hættu að sæta stórsektum, jafnvel að landið væri tekið af honum og hann hnepptur í þrældóm, ef miklar sakir voru. Um trúarbrögðin er það að segja, að hver borg átti sinn guð. Hof hans, sem kallað var „gal“ eða stóra húsið, var miðstöð alls menningarlífs í hverri borg. Höf- uðgyðjan hét Innina og var hof hennar í Erech. í rústum þess hafa fundizt hinar elztu áletranir nú nýlega. En-lil hét guð sá er upphaflega réði fyrir vindum og straumum, en síðar fyrir þurlend- inu. Hof hans var í Nippur um miðbik ríkisins. Einn af helztu guðum Sumera var Ea og réði fyrir vötnum; hann var spekinnar guð og höfundur galdra og fjöl- kyngi. Hof hans var í Eridu, sem var elzta borgin og stóð við botn Persaflóa. Sonur hans hét Marduk i.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.