Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 665 og hálku. Mér datt því í hug að fara á lögreglustöðina og leita ráða hjá lögreglunni. Þegar við komum þar, komum við á stað sem stundum hefir verið sýndur hér í amerískum kvikmyndum, þ. e. amerísk fangelsi þar sem klefunum er lokað með járnrimla hurðum svo vel sést inn til fang- anna. En þeir voru þarna mislii. hjörð. Þarna hittum við lögreglu- þjón sem sagði okkur — sem svar við spurningu okkar — að hann Þannig ferðuðust fyrstu landnemarnir. Eltingaleikur við lögreglu 2. janúar var frost allan dag- inn, og ég ók allt hvað af tók og forðaðist að æja, nema á tryggum stöðum. En einu sinni varð ég þó að stanza á víðavangi án þess að hafa halla undan fæti. En þá varð hjálpsamur vegfarandi til þess að ýta bílnum af stað. Þegar leið að hádegi komum við inn í breyttan gróður og jarðveg. Þrátt fyrir nærfellt sjö þúsund feta hæð var þarna hinn dásamlegasti furu- skógur, stórkostleg tré. Á þessum slóðum hafði líka verið úrkoma, og skógurinn fullur af snjó svo jafnvel skaflar voru inn á veg- inn. Þegar hér var komið sögu, vorum við komin í mitt Arizona- fylki og nálguðumst óðum bæinn Flagstaff, með átta þúsund íbúa, og mun meiri hluti þeirra vera Indíánar eða kynblendingar. — Þarna setti ég bílinn inn á við- gerðarverkstæði til stillingar á blöndungnum. Morguninn 3. janúar fórum við aldrei þessu vant seint á fætur. Mér var ekki grunlaust að vegur- inn gæti verið viðsjáll vegna snjóa vissi ekki vel um ástand vegar- ins. Hins vegar benti hann mér á jeppabíl fullan af lögreglu, sem var að fara út veginn. í bílnum sagði hann ríkislögregluna vera, og kvað hann hana hafa eftirlit með vegunum og væri því líkleg til þess að gefa nauðsynlegar upp- lýsingar. Og nú byrjaði eltinga- leikur. Venjulega er það lögregl- án, sem eltir afbrotamenn. En að þessu sinni var það ég sem fór að elta lögregluna. Mér varð það til happs að hún var ekki á neinu æðisgengnu undanhaldi, svo eftir allsnarpan eltingaleik og nokkurt flaut af minni hendi tóksc mér að ná henni. Eftir gamansöm og vinsamleg orðaskipti, sagði lög- reglan mér að allir vegir væru góðir. En ef við vildum komast sem fyrst niður í hlýuna á lág- lendinu, þá skyldum við aka veg 89, sem væri næsti vegur sein lægi út af 66 og lægi suður eftir. Af 89 gætum við svo farið yfir á þjóðveg 60, sem lægi beina leið til Los Angeles. Það skipti engum togum. Við þutum á stað, fyrst í vestur og svo í suður. Landið fór brátt að lækka. En þá hurfu fall- egu furuskógarnir sem voru svo miklir í kringum Flagstaff. Næstu 1 skógatrjóðri á leið norður í Kaliiormu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.