Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 661 í Texas eru naut með fallegum hornum. Gamminum Sörla hleypt úr hlaði Við áttum ágætis bíl og okkur fannst að við þyrftum að gefa slíkum ökuskjóta eitthvert nafn. Fyrst datt okkur í hug nafmð Kútter Haraldur. En brátt fund- um við að það var óviðeigandi nafn á slíkum landfarkosti. Svo við afréðum að nefna hann Sörla eftir þeim fræga Sörla sem rann Skúlaskeiðið forðum. Sörli háfði staðið óhreyfður í kuldanum all- an jóladaginn og var því þrátt fyrir viljugheitin óviljugur af stað. Með hjálp góðra manna fór hann samt af stað. En eitthvað var þó bogið við hann. Smápollur, sem kom undir vélarstæðið sýndi að leki var kominn að benzíninu. Eg fór því í einum hvelli með hann á viðgerðarverkstæði, og klukkan tvö var mér tjáð að búið væri að gera við bílinn. Við héldum nú af stað. Sól var hátt á lofti, og kjarkurinn endur- heimtur. Bíllinn rann mjúkt og hljóðlítið úr hlaði. Eg hafði feng- ið mér tvöfaldar framrúður, en þó varð ég að hafa opnar hliðar- rúður til þess að forðast héiu inn á rúður bílsins. Snjóföl, sem sól- in vann ekki á, var á jörðu, en vegur var þurr og snjólaus. Sörli var stýrisliðugur og komst fljott á hámarkshraða. En á stríðsárun- um var sums staðar í Bandaríkj- unum hæsti hámarkshraði 35 mil- ur. Enda votu að sögn margir bil- ar með lélega hjólbarða. Þrátt fyrir hlýan klæðnað og teppi var hálf kalt í bílnum, og mér var kalt á fótum. Samkvæmt áætlun varð ég að halda beint í vestur til bæjar sem Albert Lea heitir. Og var sú leið hugsuð sem stutt- ur áfangi — eins konar byrjun. Eg hafði ákveðið að aka einung- is í dagsbirtu. En frá Albert Lea hafði ég reiknað með að aka beint í suðurátt í nokkra daga í von um minnkandi kulda. Við vorum komin til Albert Lea um kl. fjög- ur og drukkum þar sitjandi inni á rúmgóðri veitingastofu hið við- urkennda góða ameríska kaffi. Þar sátu menn við spil rétt eins og sýnt er í sumum amerískum bíó- myndum, en enginn var fullur við barinn. Þar sem við hrestumst nú til sálar og líkama, og þar sem ennþá var bjartur dagur, þá á- ákváðum við að halda lengra. Og nú var beygt beint í suðurátt. Veðurfréttirnir töluðu að vísu um snjókomu-útlit í Iowa-fylki, þar sem leið okkar lá. En tilfinningin um það að vera á suðurleið gerði okkur óttalaus við veðurfar. Tutt- ugu og fimm til þrjátíu mílur suður af Albert Lea fundum við lítið sveitaþorp þar sem var lítið en mjög gott gistihús. Við kom- um bílnum fyrir í upphitaðri bíla- geymslu, því við vildum ekki vera í vafa um að hann startaði að morgni næsta dags. Þarna vorum við komin inn í Iowa. Flest fóik lióieiið i Gallup, þar sem gist var.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.