Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK morgunblaðsins 645 Lagasteinn Hammurabi. og hof hans var fyrst í litlum stað, sem hét Babilu. En þessi staður varð síðar að höfuðborg- inni miklu Babylon, og þá hækk- aði Mardok í tigninni því að Babylonsmenn gerðu hann að skapara himins og jarðar. Allir þessir guðir áttu syni og dætur, og í hofum þeirra voru margir prestar og þjónustumenn. Svo var talið, að æðsti guðinn i hverjum stað, ætti allt landið þar um kring og allir væri leigjendur hans og yrði því að gjalda hofinu vissan hlut af uppskeru sinni. Eru enn til deirtöflur er sýna hvernig landskuld þessi hefir verið í Er- ach. Helzta trúarbragðahátíðin var sú, er nýu ári var fagnað. Stóð su hátíð í hálfan mánuð og var þa komið með hina óæðri guði tii höfuðhofanna. Þessi hátíð var haldin til þess að góð yrði upp- skera næsta ár og voru þrjú atriði hennar merkust. Hið fyrsta var það, að einhver guð var látinn deya og síðan vakinn til lífsins aftur. Annað atriði var það, að guð gekk á hólm við dreka og sigraði hann. Þriðja atriðið var hátíðleg hjónavígsla æðsta guðs- ins og æðstu gyðjunnar. Konung- ur og prestar stýrðu þessum há- tíðum og fóru þær ýmist fram 1 hofgarðinum eða í hofturninum, sem nefndist „ziggurat“. Sumerar voru mjög trúaðir a tilveru illra anda. Til eru enn myndir af þeim og eru þeir hinir ægilegustu ásýndum. Prestarnir höfðu það hlutverk að veria al- menning fyrir ásóknum hinna illu anda. Allir sjúkdómar áttu að vera að kenna illum öndum, og þegar einhver veiktist voru hafð- ar i frammi særingar, en ekki notuð meðul. Til er enn leirtafla með særingum, sem áttu að lækna tannpínu. Sumerar voru snillingar í hönd- unum. Leirkerasmíð þeirra og skrautið á kerjunum ber vott um mikinn hagleik og listgáfu. Þeir voru og slyngir myndhöggvarar og gullsmiðir þeirra standa jafn- vel jafnfætis því sem bezt er nú í þeirri grein. Þeir gerðu smelta skartgripi með skeljum og lazúr- steinum. Þeir höfðu þegar fundið upp hjólið áður en þeir komu til Mesopotamíu og eiga því senni- lega heiðurinn af þeirri uppgötv- un, sem talin er einhver hin allra merkilegasta. Þeir notuðu hjól við leirkerasmíð sína og þeir áttu verkfæri til þess að hola innan alabastur og gera úr því potta og ker. Þeir voru snillingar í bygg- ingum og höfðu þó ekki annað byggingarefni en þurkaðan leir, því að hvorki var til steinn né timbur í landnámi þeirra. Eins og fyr er sagt voru þeir hermenn miklir og herkænska þeirra meiri en annara. Þeir höfðu fundið upp stríðsvagna, sem þeir beittu ösnum fyrir. Og þeir kunnu að fylkja her, og er enn til mynd er sýnir það. Þeir voru gefnir fyrir söng og hljóðfæraslátt og einhver merk- asti forngripurinn frá tímum þeirra er harpa, sem fannst í Ur. Þessa hörpu átti Shub-ad drottn- ing. Er harpan skreytt með nauts- höfði, og öll smellt með skeljum og lazúrsteinum. Fjölskyldan var kjarni þjóðfé- lagsins og húsbóndinn var höfuð hennar. Ef hætta var á að ættin heldist ekki við, mátti hann eiga tvær konur eða fleiri, eða taka kjörbörn. Annars voru konur þar mjög frjálsar og fjárhagslega sjálf stæðar. Þær réðu yfir sínum eigin eignum, og þær erfðu menn sína. Ríki Sumera stóð með miklum blóma í 2000 ár. En þá hófst tii valda semitiskur höfðingi, sem Hammurabi hét. Hann hafði verið undirkonungur í Babilu, en nu lagði hann undir sig Sumeriu, Illur andi, sem veldur veikindum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.