Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 12
648 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Knm hjartans tiö, þú helga jólanótt, meö himinfriÖ og lífsins djúpa þrótt, kom til aÖ reisa þann, er liggur lágt, og Ijúka upp augum þess, er sér svo fátt. Kom til áö opna hlust, er heyrir fátt, sem heimsins raddir glepja dag og nátt. Kom til aö gefa lofsöng mátt og mál, og merla geislum inn í vilta sál. Kom helga nótt, þú himins ástargjöf, sem liellir geislum yfir dauÖa og gröf, þú orÖiÖ Guös, þú hjálprœöisins hlíf, þú heitiö œösta: ég gaf þér eilíft líf. O, komum öll aö lágri hvílu hans, er hingaö flutli boÖskap kœrleikans, — sem Ijómi Drottins dýröar, ímynd hans, — í dimma veröld, hjarta syndarans. Kom jólanótt, gef vörum vorum mál, og vermdu hjörtu í köldum lífsins ál. Fœr oss þinn friÖ, þinn kraft og kœrleiksþrótt, þinn konungsbóöskap, helga dýröarnótt. Sigurjón Guðjónsson. ------------------------------------------------------------4 skall á sunnanstormur og var svo hvass, að bátnum hvolfdi. Þá varð Adapa reiður og braut annan vænginn af sunnanvindinum. Fyr- ir þetta kallaði guðinn Anu hann á sinn fund, en faðir hans varaði hann við að neyta nokkurs af borði guðsins. Þegar Adapa kom til Anu vap honum boðið þar upp á kræsingar, en hann vildi ekkert þiggja. Þá sagði Anu að með þessu hefði hann hafnað því að verða ódauðlegur og allt hans af- kvæmi. Sendi hann svo Adapa til jarðarinnar aftur og gaf hana í hans vald, en sagði að hlutskifti mannkynsins mundi verða sjúk- dómar og dauði. Eins og sjá má, er nokkur svip- ur með þessum sögnum og upp- hafi Gamlatestamentisins, þar sem sagt er frá sköpun heimsins, syndafallinu og Syndaflóðinu. Þessar sagnir voru sungnar og leiknar á nýárshátíð Sumera á vorin og voru uppistaðan í siða- kerfi þeirra. Þeir höfðu rekið sig á, að í náttúrunni voru ýmis öfl, sem þeir réðu ekki við og skildu ekki. Þeir vissu ekki hvernig stóð á því, að fræin spíruðu í moldinni, né heldur hvernig stóð á því, að flóðin í fljótunum voru stundum til blessunar, en stund- um eyðilögðu þau allt. Og til þess að reyna að hafa einhver tök á þessum duldu öflum, gerðu þeir sér siðakerfi og heldu hátíðir á vissum tíma, þar sem sköpunar- sagan var leikin og sögð, í þeim tilgangi að það mætti verða til þess að efla framhald hennar. Aftur voru ýmis atriði. sem þeir þurftu að afstýra ef unnt væri, og þar á meðal var flóðahættan. Þær sagnir voru því einnig raktar. Og nú efast menn ekki um að sagan um flóðið mikla styðst við sann- sögulegan atburð. Rannsóknir í Ur og Kish hafa leitt í ljós að stórkostleg flóð Jiafa farið þar vf- ir í fornöld. Áður en Hebrear settust að í Kanaan, höfðu þeir verið í Meso- potamiu. Abraham hafði t. d. átt heima í Ur. Þeir fluttu því með sér fornar sagnir Sumera og Babylonsmanna, en breyttu þeim og tóku þær úr sambandi við siðakerfið. Og þegar þessum sögn- um var safnað saman í Gamla- testamentið á 5. öld f Kr., voru þær teknar sem sögulegir atburð- ir. Þær urðu saga Gyðinga og áttu að sýna og sanna að alJt sem skeð hafði frá upphafi veraldar væri handleiðsla guðs á hinni útvöldu þjóð. Áhrifin frá menningu Sumera og Babylonsmanna bárust í allar áttir eins og boðar frá steini, sem kastað er í vatn, og þjóðfræði þeirra bárust víða og lifa enn í dag. Frá Babylonsmönnum höfum vér dýrahringinn á himni, hin 12 merki, sem enn eru prentuð framan á almanakið. Frá þeim er og komin trú á happadaga og dis- maladaga, því að þeir heldu því fram að stjörnurnar hefði áhrif á allt sem gerist á jörðinni. Þaðan er komin hin svonefnda stjörnu- speki (astrology), sem enn á marga málsvara. Og getur ekki verið að sæ- drekinn Tiamat sé Miðgarðsorm- urinn í goðafræði Norðurlanda?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.