Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 45
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 681 JÓLA-KROSSGÁTA (Ekki gerður greinarmunur á breiðum og grönnum sérhljóða). í búðargluggum þegar jólin nálgast, hann leikur sér með þeim í útvarpssal um jólin, hann þeytist með flugvélum landshornanna milli til þess að sem flest börn fái að sjá sig, og jafnvel kemur hann inn á heimili. Menn munu segja að þetta sé merki þeirrar menningar, er öllu hrindi fram á leið. En er það nú víst? Nú hótar fólk börnum sínum því að jólasveinn- inn skuli ekki koma með jólagjafimar, ef þau verði ekki þæg og hlýðin. Sams- konar hótun og áður. Og með þessu er verið að gera jólahátíðina að hátíð jóiasveinsins. Ef hann kemur ekki — engin hátíð. Og hvað er þá um Jólaboðskapinn? VÉR getum ekki staðhæft, að mennirnir sem í dag eru álitnir glæsilegastir að gáfum og djúp- skyggni, verði í framtíðinni þeir, sem eftir skilja varanlegt spor frá sjónarmiði þróunarinnar. Maðurinn, sem verður eftir eitt eða tvö þúsund ár álitinn mesti maður vorra tima, er ef til vill uppi í dag, eða lifði i gær. Vér kunnum að hafa gengið fram hjá honum á götunni, vér kunnum að þekkja hann. eða et til vill er hann gersamlega óþekktur. Vér höfum engin tök á að uppgötva hann, annaðhvort af því að vér erum of skynsamir eða ekki nógu skynsamir. Rómverskir höfðingjar, heim- spekingar og vitsmunamenn. sem uppi voru árið 33, hefðu skemmt sér í meira lagi, ef þeim hefði verið sagt, að óþekktur ungur Gyðingur — sem land- stjóri í fjarlægri nýlendu hafði yfirheyrt og síðan gegn vilja sinum afhent lýðnum til þess að komast hjá vandræðum — mundi gegna óendanlega mikil- vægara hlutverki en keisarinn í Róm, drottna í sögu þjóðanna á vesturhelmingi jarðar og verða ímynd hins helgasta hreinleika meðal manna. Lecomte du Noiiy. »-----------------------------------<» Lárétt skýring: 1. Gott skap. 4. Vatnsföll. 9. ílát. 12. Skott. 14. Hús- dýrið. 15. Höfuðból. 16. Hnötturinn. 18. Kyrrð. 19. Stafurinn. 20. Illmenn- ið. 24. Tveir eins. 25. Tónn. 27. For- setning. 29. Alveg svalan. 32. Skamm- stöfun. 33. Nýja. 35. Fornkonungur. 37. Túðu. 38. Söngur. 41. Spriklar 42. Staka. 43. Geyma. 44. Tveir af hvor- um. 45. Hýrna. 47. Óskina. 49. End- ing. 50. Afskræmdu. 51. Verkfæri. 52. Tveir eins. 53. Tveir eins. 55. Fjall- vegur. 61. Skessa. 62. Guð. 63. Binda. 65. Dans. 66. Tún. 68. Tóbak. 69. Hvíldi. 70. Fugl. 71. Flýta sér. Lóðrétt skýring: 1. Staíur. 2. Búss- um. 3. Fuglinn. 5. Byrði. 6. Skemmda. 7. Stúlka. 8. Tveir eins. 9. Afsala sér. 10. Lengdareining. 11. Eldsneyti. 13. Dal í Eyjafirði. 15. Fjall á Suðurlandi. 17. Óþekktur. 19. Dvelur. 21. Fiski- skip. 22. Fjarlægt fólk. 23. Sem dreg- ur að sér. 26. Hávaði. 28. Umbúðir. 20. Tveir samliggjandi. 31. Gangur. 32. Dofna. 34. Kona. 36. Áframhald. 39. Tvíhljóði. 40. Forsetning. 46. Skammstöfun. 48. Leiðsla. 52. Sáta. 54. Bólstra. 55. Láta linast. 56. A fæti. 57. Ganga. 58. Blöð. 59. Dvelur. 60. Maður. 61. Á litinn. 64. Fæða. 66. Læti. 67. Ryk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.