Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 ólæknandi. Hún hefir lengi þekkt þig og hlýðir á allar þínar prédikanir. Síðan hún hlýddi á síðustu ræðu þína, hefir hún tekið það í sig að þú getir . læknað son hennar, og vill nú leita til þín með þá bón að þú biðjir guð að hann geri hér kraftaverk. Það er tæp- ast að ég dirfist að koma tilmælum hennar á framfæri. Þú mátt því ekki láta þér mislíka við mig, en gerðu það sem þú getur til þess að koma vitinu fyrir hana án þess að hrekja hana út í örvæntingu. Sjálfur hefði ég gefizt upp við þetta. Til lækningar er ekki minnsti möguleiki. Auk þess hefir sár hans valdið því að hann hefir truflazt á vitinu. Hann er einfeldningur, og það er aðeins fyrir ást og umhyggju móður hans að hann er á lífi. Ég bið þig á ný afsökunar". Montoire prestur varð alveg hvumsa og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Bænar- augu konunnar hvíldu á honum í spvrjandi angist. Blindi mrðurinn stóð þarna eins og frosin torfa og virtist ekki skynja neitt. Meðan presturinn beið þarna enn eftir að finna eitthvað að segja, varpaði konan sér á hnje frammi fyrir honum. „Eg grátbæni yður, prestur góður. Eg veit að það er ekki rétt af mér að biðja yður um þetta, en þér eruð sá eini sem getur eitthvað fyrir hann gert. Læknirinn segir að það sé ómögulegt, en læknunum skjátlast oft. Eg veit að guð heyrir bænir yðar. Eg var búin að varpa frá rnér allri von. En þegar þér töluðuð um undrið og ég heyrði yður sanna svo rækilega,, að guði væri ekk- ert ómögulegt, töluðuð þér mér hug- hvarf Mér var sem ég sæi Ijósgeisla. Eg fann að drottinn mundi geta lækn- að bamið mitt ef þér vilduð gera það fyrir mig að biðja hann um það á þann hátt sem við á. Mér hafði áður verið sagt að undur ættu sér stað, en enginn hafði gert mér það svo skiljan- legt sem þér, Prestur góður, fyrirgefið méi dirfsku mína, en þér verðið að biðja drottin hans vegna, sjálf er ég þess ekki megnug. Þér verðið að biðja hann að gefa syni mínum aftur Ijós í augun“. „Kona góð . . .“ stamaði presturinn hrærður. Hann var sem lamaður af þessu átakanlega trausti og vissi ekki hverju hann átti að svara. Hann stamaði nokk- ur máttlaus huggunarorð. „Kona góð. þetta er hræðilegt böl fyrir drenginn yðar og sjálfa yður . . . Góður guð hefir lagt á yður þunga raun En enginn veit nema að þeim, sem hann slær þannig, sé hann að veita hina mestu blessun. Eg lofa yður því, að ég skal biðja fyrir drengnum yðai en ég er því miður ekki gæddur neinum undramætti. Eg er sjálfur að- eins lítilmótleg mannskepna. rétt eins og þér . . . „Á hnjánum sárbæni ég yður, prest- ur góður. Eg er sjálf viss um það, að ef þér bara viljið í raun og sannleika, þá muni guð bænheyra yður. Mér hefir verið sagt að þér hafið snúið fjölda lærðra manna til trúar, mönnum sem ekki trúðu áður, sökum þess að þér hafið þau orð á valdi yðar sem ganga til hjartans . . . Og þeir sem læknuðu sjúka, þeir vissu ekki áður um mátt sinn, það hafið þér sjálfur sagt“. Hann neyddi hana til að rísa á fæt- ur En hann gat enn ekki fundið svar við orðum hennar, og varð honum þó venjulega ekki svarafátt. Tónninn í orðum konunnar var svo sannfærandi að hann íhugaði þau rækilega. Það er satt, hugsaði hann með sjálfum sér, hinir útvöldu vissu ekki um gáfu sína fyi en hún opinberaðist þeim. Hefi ég rétt til þess að reyna ekki? En hvernig getur maður gengið með slíkar hugs- anir? Eg er að fara með bull. Og til- fellið svona vonlaust! Faivre staðhæfir að á lækningu sé ekki minnsti mögu- leiki. En samt sem áður, hvemig á ég að neita konunni um bón hennar? Hvernig á ég að slá niður svo fagra og barnslega trú án þess að hafa gert ítrustu tilraun — ég, sem einmitt hefi prédikað traust á guðs óendanlegu mlskunn? Loks tók hann ákvörðun. „Kona góð“, sagði hann, „ég ætla að biðja guð að miskunna sig yfir böl drengsins yðar, en með einu skilyrði. Eg vil ekki leyna yður því, að krafta- verk eiga sér örsjaldan stað. Það er ákaflega ósennilegt að nokkuð slíkt gerist hér .... “ Mál hans hafði enn á sér einkenni lærðrar mælsku í prédikun. Honum gramdist við sjálfan sig að hann skyldi ekki við þetta tækifæri geta fundið einfaldara orðalag. „ . . . Guð hefir leyft að sonur yðar skyldi missa sjón- ina. Eins og í öllum hans verkum ligg- ur hér til grundvallar einhver ástæða, enda þótt hún sé oss hulin. Eg mun biðja hann að endurskoða ráðsályktun sína. en einu verðið þér að lofa mér: Ef hann ekki bænheyrir mig, sem mjög er sennilegt sökum þess, hve ég er bænheyrslunnar óverðugur, verðið þér að lofa því, að falla ekki í örvæntingu, eða láta gremju setjast að í sál yðar. Vegir hans eru órEmnsakanlegir, og það er ekki okkar að dæma“. Hún þakkaði honum og lofaði þessu. Hún hafði aðeins fengið samþykki hans. Nú greip hún í handlegg honum. „Strax, prestur góður, þér verðið strax að biðja. Og í kirkjunni, fyrir framan altarið. Eg er viss um að það reynist betur“. Hún var eins og hún væri orðin allt önnur. Trú hennar veitti henni þann myndugleika að prestinum fannst hann vera orðinn smár frammi fyrir henni. Hann lét fúslega undan henni, en blygð -aðist sín fyrir það þegar í stað. eins og hann hefði gengið með í refsiverðan skrípaleik. Jafnskjótt kom hún svo með son sinn, sem hlýddi henni, eins og hann væri alveg viljalaus. Síðan þrýsti hún honum á hné frammi fyrir altarinu, vék nokkur skref til baka og stóð þar kyrr í bænarstöðu með sam- anlögðum höndum, Prestinum var sem ískuldi færi um hann, og hjarta hans flóði yfir af samanblandaðri meðaumk- un og samviskubiti. Hann húgsaði með sjálfum sér. Veslings ógæfusama kona;\ hvílík vonbrigði ofan á slíkt böl, hvílík hræðileg blekking sem bíður hennar. Guð einn getur um það dæmt, hvort ég er að drýgja synd eða gera misk- unnarverk. Hann kraup nú sjálfur á hné, byrgði ennið í lófum sér, og bað guð enn einu sinni að fyrirgefa sér dirfsku sína og bað siðan lágri röddu: „Þú sem laetur þér enga skepnu ó- viðkomandi, þú sem getúr upp vakið dauða og afmáð lifendur, miskunna þú þig yfir þessa hörmung. Á hnjánum dirfist ég naumast að biðja þig að lækna þennan vanheila mann. Eg veit mig óverðugan að biðja þig þessarar náðar, en ég grátbæni þig auðmjúk- lega; sé það þinn vilji þá lát nú birt- ast tákn almættis þíns og miskunnar". Lengi lá hann á hnjábeðnum og muldraði látlaust sömu orðin. Blindi maðurinn við hlið hans hafði ekki bært á sér Kvíðafull augu konunnar hvíldu á honum. Loks reis hann á fætur og vai þungt um hjartað. Hún hreyfði sig ekki en bjóst við einhverju frekara af honum. „Þurfið þér ekki að snerta augna- lok hans“, sagði hún skjálfandi röddu, „og tala til hans nokkur orð upphátt, eins og Jesús gerði?“ Hann fann örvæntingaröldu steypast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.