Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 7
Guðinn Mardok berst við eina af ófreskjum þeim, sem fylgdu Tiamat. Myndin til vinstri er af Ashurnazir-pal konungi. ELZTU MENNINGARÞJÓÐIR UM LANGT SKEIÐ hafa hvítir menn verið önnum kafnir við að rannsaka feril mannkynsins alit frá upphafi, eftir þeim minjum sem þjóðirnar hafa látið eftir sig. Og þeir hafa komizt að raun um, að elzta menningarþjóðin, sem enn er vitað um, hafi átt heima í Mesopotamíu fyrir 6000 árum, en á þeim tíma voru þjóðflokkar þeir, er Norðurálfu byggðu, a svipuðu menningarstigi og villi- menn í frumskógum eru nú. Þegar talað er un\ menningar- þjóð, er átt við það, að hún hafi komið á hjá sér einhvers konar þjóðskipulagi, sett sér lög og skiftist í stéttir eftir atvinnuhátt- um, en leggi jafnframt stund á fagrar listir, svo sem skáldskap og tónlist, málaralist og höggmynda- list. En til þess að slík menning gæti þróast, urðu menn að hafa fasta bústaði. Fastir bústaðir þekktust varla fyr en menn fóru að stunda akuryrkju. Það var þvi ekki nema eðlilegt að menningin ætti upptök sín í hinum frjósöm- ustu héruðum jarðar. en það voru þá dalir stórfljótanna Efrat og Tigris, Nílar og Indusar. Og það er einmitt á þessum slóðum. sem elztu menningarþjóðirnar hafa átt heima. Elzt þeirra var Sumer- ar, og verður nú nokkuð sagt fra þeim. Sumerar Um seinustu aldamót höfðu fornfræðingar ekki hugmynd um að þessi þjóð hefði verið til. En nú hafa rannsóknir sýnt, að hun hefir búið í Mesopotamíu um margar aldir, áður en Babvlons- menn komu til sögunnar. Um uppruna Sumera vita menn þó ekkert með vissu. Tungumái þeirra hefir verið óskylt tungu- máli Semítanna, sem voru næstu nágrannar þeirra. Og á myndum, sem þeir hafa gert, má sjá, að þeir hafa verið gjörólíkir Semítum. Sjálfir kalla þeir sig „svarthöfða“ og mætti af því ráða að þeir haíi verið mjög dökkir á hörundslit. Þeir voru lágvaxnir og þéttvaxnir og rökuðu bæði höfuð og kjálka, en Semítar voru hávaxnir og höfðu mikið skegg. Sennilegast þykir að Sumerar hafi komið til Mesopotamíu úr norðaustri, og hafi ef til vill farið yfir Persíu. Ástæðan til þess að þeir tóku sig upp, yfirgáfu heima- hagana og heldu langar leiðir tií þess að nema nýtt land, halda menn að hafi verið sú, að veður- far hafi mjög verið farið að spill- ast þar sem þeir áttu heima. ,Sum- ir halda að þeir muni komnir austan af Indlandi, og styðja sitt mál með því, að í Indusdalnum hafi fundizt íornar minjar svipað- ar minjum Sumera, og að þeim muni hafa svipað mjög til hinna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.