Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 30
66« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS hundrað mílurnar voru óbyggðai kaktus-eyðimerkur. Um hádegið komum við mitt í öræfunum tii vinalegs bæjar, sem Prescott heit ir. Bærinn'var þarna eins konar vin í eyðimörk. Á leið okkar um bæinn sáum við reisulegt hús á hverju stóð stórum stöfum REYK- DAL. Um leið og við fórum á veitingahús að fá okkur að borða fletti ég upp í símaskrá með það fyrir augum að afla mér upplýs- inga um Reykdal. í símaskránni fann ég hárgreiðsludömu, Alice Reykdal. Að gamni mínu hringdi ég og spurði eftir mr. Reykdal. Vinaleg dömurödd svaraði mér, auðvitað á enskri tungu og sagði að faðir sinn væri dáinn, móðir sín væri á lífi, og að afi sinn, sem hét Reykdal, hefði komið frá íslandi. Eg bað dömuna velvirð- ingar, óskaði henni alls hins bezta og að því loknu héldum við okk- ar leið út í hið óþekkta. Við komumst brátt í snúinn veg og hengiflug í snarbrattri brekku og svona í trúnaði að segja, þá er ég ekki eins mikil hetja og ég þyk- ist vera og það fór töluverður hrollur um mig þegar ég horfði niður í dalinn. Eg var heldur ekki laus við svima-tilfinningu. En vegurinn var alls staðar jafn góð- ur, breiður og steyptur. Að lok- um komumst við klaklaust nið- ur allar hlíðar, sem voru skreytt ar furu- og cypress-skógi. En þeg- ar hér var komið hafði hæðin minnkað um nærfellt fimm þús- und fet síðan við áðum í Prescot. Enda var hér á sléttunni, sem við nú vorum stödd á, hin mikla eyði- mörk böðuð í hita aftansólarinn- ar. Við urðum því fegin þegar við fundum lítinn veitingastað og gát- um svalað þorstanum með Coca- Cola. Við fundum brátt þjóðveg- inn 60, sem lá yfir ána Colorado til hins fyrirheitna lands Cali- fomíufylkis. Við tókum okkui náttstað í vinalegum eyðimerkur bæ, sem heitir Blyth, og sem ei tvöhundruð mílur austur af Los Angeles. Þarna í kvöldhúminu settumst við undir greinar pálm- anna og tíndum nokkrar döðlui, sem fallið höfðu niður. Það er sagt að hvergi séu betri döðlur að finna en þær sem ræktaðar eru í Suður-Californíu. Þarna er gott áveitusvæði frá Cóloradó-fljótinu, sem breytir eyðimörkinni um- hverfis bæinn í fagra og frjósama vin. Þennan 3. janúar hafði dag- hitinn þarna verið um 70 gráðui á Fahrenheit, sem er ca. 22 gr. C. Þetta var töluverð breyting fra kuldanum í Minnesota. En allt ei þetta sama fólkið. Bandaríki Am- eríku eru byggð af fólki, sem tal- ar sameiginlega tungu, sem hefii sameiginlega mynt, og sem hefir í flestum atriðum svipaða lifnað arhætti. Þetta fólk mun fæst hafd þann hugsunarhátt, að það mundi gera sér og heimsmenningunni greiða með því að dýrka afbrigði af tungutaki og öðrum siðvenjum fram yfir það sem lífsbaráttan krefst. Rétt hjá bænum Blyth er salt stöðuvatn, sem liggur 200 fet undir sjávarmáli. Hitti frænda og fleiri landa 4. janúar ókum við í rólegheit- um til Los Angeless, og völdum okkur náttstað í svokölluðum cabins utan til í borginni. Þessi cabins eru einnar hæðar hótei, sem hafa dyrnar á herbergjunum út að lóðinni. Það er því hægt að aka bílnum beint upp að dyrun- um, geyma hann þar, og taka far- angur inn í herbergin. Sums stað- ar fylgja lítil eldhús, eins konar skápar, svo gesturinn getur bras- að sinn mat sjálfur. 5. Janúar fórum við inn í borg ina, og leituðum uppi ræðismann inn íslenzka. Hann útvegaði okkur hótelpláss. Ræðismaðurinn heitir Stanley Olafsson. Móðir hans var ensk en faðirinn kom frá íslandi. Mr. Olafsson kann ekki stakt orð í íslenzku. Hann sýndi mér blaðið Heimskringlu, í hverri var grein um látinn föður hans. En í Heims- kringlu var sagt að hann væri af- komandi Ingibjargar systur Níelsar föður Sveins Níelssonar langafa. Við erum því sennilega fimm- menningar. Ræðismaðurinn vísaði méi á formann Islendinga-félags- ins. Sá maður heitir Pétur Fjeld- sted, og er hann móðurbróðir Egils Vilhjálmssonar, sem við þekkjum öli. Pétur Fjeldsted fór til Ameríku 1910. Hann er giftur íslenzk- amerískri konu sem talar vel ís- lenzku og kann að búa til .íslenzk- an mat og kökur. Þau hjón eru mestu myndar- og gæðahjón, og þau hafa verið góð mörgum ís- lenzkum námsmönnum sem hér hafa dvalist. Þau eru mjög bind- indissöm, og hafa það helzt útá íslenzka æsku að setja að hún sé of léttúðug í umgengni við vínið. Laugardaginn 6. janúar fór ég að hitta kunningja minn Gísla Hall- dórsson verkfræðing. Hann bjó á hinu fallega Biltmore-hóteli. ís- lenzki ræðismaðurinn hafði dag- inn áður greint mér frá komu hans til Los Angeles. Okkur þótti gam- an að hittast svona óvænt í fram- andi landi. Mér þótti líka bera vel í veiði að hitta mann, sem ég gæti sagt frá hreystiverkum mínum — að aka þvert yfir Ameríku um fjöll og eyðimerkur. Strax og ég hafði heilsað Gísla byrjaði ég af mælgi mikilli að lýsa ferðalaginu, og auðvitað undirstrikaði ég auðn- ir fjalla og eyðimarka. En af því að ég er andstuttur og þarf því að hvílast við og við til þess að ná andanum, þá náði Gísli orðinu af méi og tók að segja mér af sinni alkunnu mælsku af flugferð sinni alla leið heiman frá íslandi (árið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.