Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 649 KRAFT AVERKIÐ SACA EFTIR PIERRE BOULLE PRESTURINN steig hægum skrefum upp þrepin, sem hófu hann upp yfir fjöldann og hann bað til drottins 'um að hann vildi gefa sér þá hina sönnu málssnild, er hrífur á sálirnar. Þegar nann var kominn upp í stólinn, dokaði hann við nokkur andartök til þess að jafr.a sig, krossaði sig síðan og hóf prédikun sína. Orðstír sinn sem mikill prédikari átti Montoire prestur jafnt að þakka eldlegum sannfæringarkraíti máls síns sem ósveigjanlegum strangleik og skarp leik dómgreindar sinnar. Honum veitt ist jafn-auðvelt að tala til barnslegrar trúar einfaldra manna sem skynsemi hinna lærðu. Hann var víðlesinn í vís- indalegum og heimspekilegum efnum, og því hélt hann vakandi áhuga sín- um á hinum fjölbreytilegustu rann- sóknum, og hann þekkti út í æsar hina nýjustu þróun mannlegrar þekkingar. Af henni dró hann óvæntar og skarp- legar ályktanir, og sökum þess hve rökréttar og djarflegar þær voru, vöktu þær athygli hinna lærðu manna. Margir-þeir, er lengi höfðu verið efnis hyggjumenn, sannfærðust af röksemd- um hans, eftir að hafa æfilangt leitað sannleikans árangurslaust. En jafn- auðvelt veittist honum að gera hinu einfaidasta fólki kenningu sína ljósa. Þegar hann með dómgreid sinni hafði rannsakað og krufið hinar flóknustu kenningar nýja tímans og sannað að þær stefndu allar að því markmiði að styrkja sanna trú, snéri hann sér að fjölda hinna trúuðu og blés þeim í brjóst með hrífandi mælsku, sínum eigin trúarhita. Orðstír hans var mikill og yfirmenn kirkjunnar gerðu sér það ljóst, að frægur hlaut hann að verða. Samt hafði hann aldrei varpað af sér hlédrægni sinni og lifði sífelt mjög einföldu lífi. Hann sóttist ekki eftir að komast í þá stöðu, er' samboðin væri verðleikum sínum, heldur prédikaði hann í iítilli kirkju, en þangað drógu ræður hans mikinn fjölda áheyrenda. „Bræður mínir“, sagði presturinn, „í dag langar mig til að ræða við yður um undrið, þessa furðulegu og óvenju- legu opinberun almættis Guðs, sem þráfaldlega ltillækkar sig til þess að birtast okkar jarðnesku skilningarvit- um. „Við þetta tækifæri ætla ég að sýna yður fram á það, hve röng sú skoðun ei, sem mjög varð ríkjandi á nítjándu öld og situr enn í sumum mönnum ég ætla að tala um þá andstöðu, sem talið er að eigi sér stað á milli trúarbragða og vísinda, milli trúar og skynsemi. Aldrei hefir meiri villukenning verið flutt en sú, að þarna sé um andstæðu að ræða. „Vér sem trúum, gerum oss Ijósan raunveruleik undursins, jafnvel nguð- syn þess. Ég ætla í dag að víkja máli mínu til þeirra, sem náðin hefir ekki snert til hlítar, svo að skynsemi þeirra heimtar rök. Það er nú svo að þeim hafa vísindin, sem aldrei ienda í árekstri við trúarbrögðin, gefið ærnar ástæður til þess að trúa á undrið'. Hér gerði hann ofurlitla þögn og leit niður á röðina í þeim bekknum, sem næstur var prédikunarstólnum Þar þekkti hann Faivre læknir, sem var einn á meðal fremstu manna stéttar sinnar og hafði verið bekkjarbróðir hans í latínuskólanum. Með þeim hafði vináttan haldist, jafnt fyrir það, að læknirinn var ekki trúaður og dró enga dul á vantrú sína. Iðulega höfðu þeir langar rökræður sín á milli og þó að læknirinn léti ekki sannfærast. lauk þessum rökræðum jafnan þannig, að hann dáðist að rökfimi prestsins, en var sami efamaðurinn eftir sem áður. Það var af forvitni að hann var kom- inn til þess að hlýða á prédikun vinar síns eins og hann hafði þrásækilega gert, og hann hlýddi á hann með hrifn ingu. Augu þeirra mættust. Prestinum þótti vænt um, hélt áfram ræðu sinni og talaði nú heldur hærra en áður: „Hin miklu náttúrulögmál, bræður mínir! Vér höfum af eigin raun kynnzt því tímaskeiði að í yfirlæti sínu hafa mennirnir trúað þvi, að þau fáu fyrir- bæri, er vor ófullkomnu skilningarvit greina, gætu þeir til fulls og endan- lega gert að lögmáli. Þeir þóttust hafa sagt síðasta orð alls veruleika með þessum vélrænu reglum. „Bræður mínir, vér verðum oftar að finna leiðina til þeirrar auðmýktar, ei hæfi því, hvernig ástatt er om oss. Efnisvísindin, sem alltaf heimta stað- reyndir og reynslu. eru til þess nevdd að játa að þau geti ekki skilið allt og skýrt. Mikill eðlisfræðingur Charies Fabry hefir líka sagt: „Hinar ströngu og þröngu skcrður, sem í hálfa öld hafa haldið vísindunum innan sinna takmarka, hafa reynzt alltof of þröng- ar til þess að ná yfir allar standreyndir .....vér verðum sennilega fyrir fullt og allt að hætta að gera oss von um að fá þekkingu á öllum þeim leyndu driffjöðrum er alheiminum stjórna — Þessir ímynduðu og í rauninm dálítið barnalegu gangverk eru öll brotin“ „Vísindi nútimans urðu að sætta sig við það, að hugsa sér möguleika til undantekningar frá þeim lögmalum er þau höfðu talið óhagganleg Þeir menn, sem fastastir sitja í efninu, þora ekki lengur að staðhæfa að tiltekin orsök við tiltekin skilyrði hljóti skilyrði«laust alltaf að hafa sömu afleiðingar Þeir tala aðeins um það sem mjög senni- legt. Við nákvæma athugun hafa þeir sem sé orðið þess varir að þessi lög- mál eru ekki gagnstæð því. sem al- mennt ei* kallað undursamlegt Þeir hafa viðurkennt að ekkert í nreinum meginefnum vatns, né heldur í þeim verkunum, sem frumeindir þess eru háðar, sé því til fyrirstöðu að pað geti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.