Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 43

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 43
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «79 sínu á sál hennar. Eftir nokkra stund spratt hún á fætur og sagði: „Hvað er eg að hugsa að bjóða þér ekki kaffi?“ Meðan við sátum yfir kaffiboll- unum tók hún upp þráðinn aftur: „Við eignuðumst fjögur börn eftir þetta, og þau lifa öll. Með guðs hjálp gátum við alið þau upp, án þess að þurfa að leita á náðir hreppsins. En oft var þröngt í búi hjá okkur og stundum lá okkur við að örvænta. Þetta lag- aðist þó þegar börnin komust á Iegg, og þá fórum við að fjölga fé. Þá komu ný vandræði. Kotið bar ekki nógu stórt bú fyrir sex manna fjölskyldu. Börnin urðu því að fara að heiman þegar þau höfðu þroska til að sjá um sig sjálf. Yngsti drengurinn var þó hjá okkur fram á kreppuárin. Þá sló í bakseglin. Afurðir búsins urðu verðlausar. Kjötverð lækkaði um tvo þriðju hluta. Fyrir gærur fengum við eina krónu og ullin var verðlaus, sumir bændur sögðu að það borgaði sig ekki að rýa. Þá leystist heimilið upp. Við vorum álíka rík eins og þegar við byrjuðum búskapinn fyrir hálfri öld, en nú vorum við bæði gömul og slitin. Þetta er saga margra einyrkja, sem hófu búskap á öld- inni sem leið. Bömin okkar voru ekki aflögu- fær og við vildum ekki fara í homið til þeirra. Þá skildu leiðir okkar. Þórður kaus að vera kyr í sveitinni, en eg helt til Reykja- víkur. Þar gátu opnast leiðir til þess að sjá sér farborða. Við skild- um ekki öðru vísi en svona, en eg held að hvoragt sakni hins. Er það ekki skrítið, að hafa barizt saman í hálfa öld, deilt brauði og bita, áhyggjum og andstreymi, al- ið börn saman og borið umhyggju fyrir þeim, og verða svo allt í einu eins og tvær framandi mann- eskjur?“ Hún hló, eins og hún væri að gera að gamni sínu. Þegar Kristín kom til Reykja- víkur fekk hún inni í kjallaraher- berginu, þar sem við sitjum nú. Á gamalsaldri tók hún upp sjálf- stæða atvinnu. Hún gerðist þvotta- kona. Brátt fekk hún nóg að gera. Hún þvær stórþvott sex daga vik- unnar, sinn daginn á hverjum stað. Hún stendur við þvottabal- ann frá morgni til kvölds hjá hús- freyum, sem hafa margt fólk í heimili. „Mér hefir aldrei liðið eins vel á ævi minni, eins og síðan eg kom til Reykjavíkur", segir hún. „Nú er eg aldrei þreytt og nú hefi eg nóg af öllu. Engar áhyggjur, eng- inn kvíði fyrir morgundeginum. Mér finnst eg vera komin í það draumaland, sem áður hillti und- ir í hugarórum æsku minnar“. Ósjálfrátt renndi eg augum yfir fátæklegt herbergið. Eg vissi að enginn annar átti heima þarna í kjallaranum, að fyrir framan dyrnar voru berir og rakir veggir ruslakompu, sem var anddyri henn ar. — Kristín brosti glettnislega. „Þú aumkar mig fyrir dóm- greindarleysi. Þér finnst þetta herbergi ekki líkt draumalandi. Viðhorf okkar eru ólík. Þetta her- bergi er höll á móts við það, sem eg hefi átt að vénjast. Eg þarf ekki annað en styðja á hnapp til þess að hér verði glóandi bjart. Og þama er rafmagnshellan. Eg styð á annan hnapp, og þá get eg hitað á henni kaffi og eldað mér mat, og þarf aldrei að taka upp eld. Og hérna við hliðina á henni er rennandi vatn, heitt og kalt, og eg þarf ekki annað en snúa mér við til þess að ná í það. Heldurðu að eg finni engan mun á því og þurfa að fara út í grenjandi stór- hríð til þess að höggva upp brunn? Og svo er vanhús hér frammi á ganginum og það hreinsar sig sjálft. Hér er alltaf hlýtt og nota- legt inni, hvernig sem veðrið er. Hér sef eg vel og hvílist vel. Og í fyrsta skifti á ævinni hefi eg eignazt peninga. Blessaðar frúrn- ar borga mér vel fyrir störf mín, og eg hefi getað orðið börnum mínum að liði í stað þess að liggja uppi á þeim. Nú á eg sannarlega góða daga. Mér finnst stundum að ævisaga mín sé ævisaga þjóðarinnar. Fyrst látlaust basl og áhyggjur, kröm og kvöl, allsleysi og úrræðaleysi, en svo skiftir skyndilega um til allsnægta og óteljandi þæginda, sem gera lífið létt og bjart“. Langa ævi hafði hún strítt við óblíð kjör og sætt sig við þau, vegna þess að hún helt að lífið væri þannig, mönnunum væri þetta áskapað og forlögin gæti enginn flúið. Hún sagði mér margt af högum annarra, sem ró- ið höfðu á sama borð og hún um ævina. Hún var sannarlega bæði stálminnug og óljúgfróð. í huga hennar var geymd sjötíu ára saga hinnar sístríðandi íslenzku bænda- stéttar, sagan af baráttu hennar fyrir tilverunni frá vöggu til grafar. Áður en eg skildi við hana um kvöldið, gat eg þess að mig lang- aði til að fræðast miklu meira af henni, fræðast um menn og mál- efni í heimahögum hennar á fyrr) öld. „Komdu þá á sunnudaginn kem- ur“, sagði hún, „en komdu snemma, svo að við höfum nægan tíma að rabba saman Okkur get- ur orðið skrafdrjúgt og margt get-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.