Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1960, Blaðsíða 22
658 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sennilega haldið, að á hinni miklu strandlengju mundu eiga heima langtum fleiri Eskimóar en þessir 12. Að minnsta kosti virðist svo, sem honum hafi ekki þótt þessir samfundir neitt merkilegir, enda þótt hann hafi skrifað dálítið um þá í ferðasögu sína. Á þeirri frá- sögn má sjá. að þessir Eskimóar hafa ekki verið mjög frábrugðnir öðrum Eskimóum í Grænlandi. og íshafslöndunum. En lýsingin á þeim er þó ekki svo nákvæm, sem hún mundi hafa verið, ef hann hefði rennt grun í, að hann stóð þarna augliti til auglitis við sein- ustu leifar þeirrar Eskimóakyn- kvíslar, sem um mörg hundruð ára hafði hafzt við á austurströnd Grænlands. , ; Frásögn hans er á þessa leið: — 18. ágúst 1823. Þegar bátur- inn sem hafði verið langt á eftir okkur, náði okkur, skýrðu bát- verjar mér frá því að þeir hefði séð Eskimóa skammt þaðan, er vér höfðum gert oss bækistöð. Eg fór þegar þangað. Þar var lítið tjald úr selskinni og stóð skammt frá fjörumáli. Enginn maður var í því. Tjaldbúar höfðu orðið hræddir, er þeir sáu oss og flúið upp í kletta, sem voru skammt frá tjaldinu Við sáum tvo þeirra og að þeir gáfu oss nánar gætur. Eg gekk þá ásamt öðrum yfir- mönnum í áttina til þeirra og reyndum vér á allan þann hátt er oss hugkvæmdist, að gera þeim skiljanlegt að þeir þyrfti ekkert að óttast. Þannig gengum vér upp undir klettana. Þar lögðum vér niður spegil og prjónaða vetl- inga, og hörfuðum síðan nokkuð frá. Þá komu þeir hlaupandi og hrifsuðu þetta, og flýttu sér að því búnu upp í klettana aftur. Vér gáfum þeim tóm til þess að skqða gripina. Síðan gengum vér til þeirra og nú flýðu þeir ekki. Vér heilsuðum þeim með handa- bandi, en þann sið virtust þeir ekki skilja og hríðskulfu af hræðslu, enda þótt vér reyndum að vera vingjarnlegir. Að lokum fylgdust þeir þó með okkur til tjalds síns. Vér skoðuðum það nú rækilega og hrósuðum því mikið. Þetta var lítið tjald, um 12 fet að ummáli og fimm feta hátt í miðju. Tjaldgrindin var gerð úr viði og hvalbeini. Viðinn hafa þeir fengið þar á fjörunni. Lítill kajak var þar hjá tjald- inu, aðeins fyrir einn mann. Hann var úr selskinni og alveg eins þeir kajakar, sem Crantz og Egede hafa lýst. Hjá kajaknum lágu skutlar og spjót. Sköftin voru úr tré, en broddarnir úr beini og sumir úr járni, sem virtist komið úr loftsteini. Vér sýndum þeim nú bát vorn, en þeir þorðu ekki að stíga út í hann. Þá skildum vér við þá og fórum til bækistöðvar vorrar og sváfum um nóttina. Morguninn eftir var oss mjög í mun að hitta þá aftur. Þeir höfðu þá haldið kyrru fyrir, og á því sáum vér að þeir mundu ekki lengur hræddir. Seinna um daginn komu þeir svo, karlmenn, konur og börn, að heimsækja oss og höfðu meðferðis stórar þjósir af selspiki og rostungskjöti og vildu gefa oss. Þeir rifu þjósirnar sundur með fingrum og tönnum, svo viðbjóðslegt var á að horfa. Vér gáfum þeim kex og saltkjöt, en saltkjötinu hræktu þeir óðar út úr sér. Þeir urðu alveg forviða, er ég skipaði að þvo einu barninu í framan því að það var svo svart af óhreinindum og lýsi, að ekki sá neinn hörundslit á því. Eftir þvottinn kom í ljós að það var dökkbrúnt. Allir voru svarthærð- ir og kringluleitir. Hendur og fæt- ur var bólgið. Þeir voru ósköp kindarlegir á svip, en það hefir sennilega verið vegna þess hvað þeir voru hissa á öllu sem þeir sáu. Þeir voru í selskinnsfötum og sneri hárramurinn inn Vér skildum svo við þá og hugð- umst finna þá er við kæmum aftur. 23. og 24. ágúst. Þessa tvo daga vorum vér með Eskimóunum. Þeir voru alls 12, að konum og börn- um meðtöldum. Þeir tóku oss vel, en illa gekk oss að skilja þá. Þeir voru sýnilega af sama kyn- flokki og Eskimóarnir annars staðar í Grænlandi og 'í Ameríku. Vér vorum of skamma stund með þeim til þess að geta lært mál þeirra, en hún á við þá, lýsingin hjá skipstjórunum Parry og Lyon á Eskimóunum hjá Iglulik. Eg tók sérstaklega eftir að þeir höfðu hinn sama hjátrúarsið, að ausa vatni á seli og rostung áður en þeir byrjuðu að flá þá. Ekki verður með orðum lýst undrun þeirra, er einn af vorum mönnum skaut sel. Þetta var í fyrsta skipti að þeir höfðu heyrt byssuskot. Selurinn flaut á sjón- um og einn þeirra var beðinn að skreppa út á kajak og ná í hann. Áður en hann dró selinn á land, velti hann honum við og sá þá sárið eftir kúluna. Hann rak fing- ur inn í sárið, æpti upp af undr- un og dansaði og hoppaði eins og galinn. Svo var hann beðinn að flá selinn, og það gerði hann bæði fljótt og vel. Oss langaði nú til að sýna Eski- móum enn betur hve vér værum leiknir í að skjóta, og hleyptum því af nokkrum byssum til marks, en forðuðumst að láta þá sjá hvernig vér hlóðum þær. Svo var einum þeirra fengin pístóla í hendur og hann látinn hleypa af henni skoti út á haf. Byssan sló

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.