Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 4
584 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS birtu? Hirðaruir voru í hinni uppljónmðu kirkju. Þeir hlust- uðu á skýra prédikun. Þar var hin skýra frásögn. En þannig á hver prédikun að vera. Hvað er að prédika? Það er að segja frá því, sem flytur mönnum blessun. Slík blessun var hirð- unum flutt Það var talað beint til þeirra: „Ottist ekki, því sjá, ég flyt yður mikinn fögnuð“ Þess var þörf, því að hér voru hræddir menn. Þess er þörf, því að enn eru margir hræddir. Víða er angist og kvíði. Myrkr- ið grúfir yfii jörðinni og sorti vfir bjóðunum. Víða ríkir mikill ótti. Þessvegna er þörf á miklum fögnuði. Myrkur grúf- ir yfir jörðinni. En gleymum ekki því, sem segir í næstu setníngu: ,En yfir þér upp rennur Drottinn og dýrð hans birtist vfir þér“. Þetta breytir öllu. Fögnuðurinn er ætlaður öllum, og þá einnig þér. Ég veit, að einnig á jólunum eru margir daprir í bragði og eiga um sárt að binda. Ég sam- fagna þeim, sem búa í heim- kynnum gl.eðinnar, og finn sárt til með þeim, sem heya bar áttu og eiga heima í sorgar ranni. Ég hugsa til hinna sjuku og sorgbitnu, og sú er jóiabæn min, að á heilögum jólum og a\allt megi blíður friðarengill sfanda hjá barátt- unnar börnuro. Guð blessi alla þá sem bera (óiabirtu til ann- arra og telja sér ljúft að vera í flokkí þeirra. sem eru sam- verkamenn að gleði annara. Nú eru byrjuð blessuð jól. Það er indælt. En það er ekki ncg að fagna hátíð í fáa daga. Verura meðal þeirra, sem ár- langt eiga í hjarta hin heilögu jól. Þá er tilgangi hátíðarinnar náð, er vér tileinkum oss boð- skap jólanna. Munum, að eng- illmn sagði: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Þetta er handa þér og mér. Leyfum þessum fögnuði að sn?rta hjartað, svo að það verði hin sæla reynsla, að með hjart anu er trúað Þá skilur þú boð- skap jólanna cg eignast jóla- gleðina. Hvað segir Matthías, er hann hlustai á móður sína, er hún t9]ar uir> fegurð og auð- legð iólanna? „Síðan hóf hún heilög sagnamál, himnesk birta skein í okkar sál; aldrei skyn né skilmngskraftur minn skildi betur ]óiaboðskapinn“. Ég Dið þess, að þessi him- neska birta rnegi skína í sálum vorum. Þetta er bæn, en ekki skipun. Ég hefi ekkert umboð eða ieyfi til þess að drottna yfir þér En ég spyr: Er betra í boði9 Þekkir þú betri bless- un? Viltu annað jólaguðspjall? Nei. Þetta nægir oss, þetta er handa öllum, og því er hin heilaga saga nú lesin víðsveg- ar um heiminn, mönnunum til blessnnar í sæld þeirra og þraut. En gleymum því ekki, að rnimnunum er í sjálfsvald sett, hvort beir vilja taka á móti gjöfinni. Þannig er það ekki í heim- inum. Jólasugan segir frá því, að allir urðu að hlýða valdboði keisarans. En frá himninum var mönnurc sent tilboð. Hví- líkur munur á valdboði keisar- ar ans og tilboði himinsins. Valdboðið hsimtar skilyrðis- lausa hJýðni En tilboðinu fylg- ir hið frjálsa val Þessvegna er beðið eftir svari. Ég á ekki að skipa bér. Þetta er persónulegt milli Guðs og þín. En ég má samgleðjast þér, er þú svarar tilboði og gjöf Drottins með fagnandi trú. Djúpri þrá hjart- ans vil ég fylgja, er ég segi frá hinu bezta sem ég þekki. Ég má læra af eiiglinum að tala við þig beint og skýrt, og segi aftur með Matthíasi: „Þeim sannleik kveð ég sigurljóð og seldi fús mitt hjartablóð“. ----II---- Nú má spyrja: Hver áhrif fylgdu gleðiíregninni? Engill- inn sagði: „Þer munuð finna“. Hirðarnir hlýddu þessu orði. Prédikunin hafði tilætluð áhrif. Við sannfærða menn var sagt: , ,Þér munuð finna“. Þeir vissu, að þeir mundu finna, og því sögðu þeir: „Vér skulum fara rakleiðts“. Engar króka- leiðir, en rakleiðis. Þeim kom ekki til hugar að slá þessu á frest Þeim var um það hugað að sjá þennan atburð, sem orð- inn var. Þeir segja ekki: Skyldi þetta vera satt? Má ekki um þetta deila? Eru ekki á þessu skiftar skoðanir. Hvar er sönn unin? Þeir áttu sönnunina, því að þeir sögðu* „Drottinn hefir kunngiört oss þetta“. Þannig

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.