Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 589 mannúðarmálum. Um aldamótin lá svo leiðin til Björgvinjar, og flutti hún þar erindi. Svo lá leið- in norður í land til Þrándheims, en þá virtist sem starfsemi henn- ar myndi vera lokið. Hún hafði lengi verið heilsulítil, en nú magnaðist sjúkdómurinn svo, að í marzmánuði varð hún að leggjast í sjúkrahús. Læknarnir heldu að hún væri ólæknandi. Dvölin í Þrændalögum varð nokkur ár. Lengst var hún hjá vinafólki sínu á Ytteröya, og það var einmitt á þeim árum sem hún fann til köllunar sinnar. í margs- konar þrautum og þjáningum átti hún einnig í sálarstríði. Og að lok- um varð henni þetta ljóst: „Synd- ari er ekki aðeins sá, er fremur hið illa, heldur einnig hinn, sem lætur hið góða ógert“. Og þar með tók hún þá ákvörðun hér á Ytter- öya, að hjálpa þeim, sem voru aumastir allra. ★ Um jólin 1908 er Ólafía komin til Ósló. Hún þykist þá svo hraust, að hún gerist sjálfboðaliði hjá Hvítabandinu. Og þar með hefst sá þáttur ævi hennar, sem ætíð mun vera fagur kafli í sögu Nor- egs. Henni var falið það starf að líta eftir hinum „föllnu“ konum, fyrst á meðan þær voru í húðsjúkdóma- deild ríkisspítalans, og síðan eftir að þær voru farnar þaðan. Hún settist að í „Smalgangen" í „Vat- erland“ — „þessu miðaldahverfi, þar sem göturæsið var í miðri götu“. Það var á þessum slóðum að lögreglan hafði mest að vinna. Önnur hjartahlý kona, systir Bagger, var þar fyrir. Hér dvöld- ust nú þessar tvær menntuðu kon- ur meðal úrhraka borgarinnar, og lifðu við sult og seiru. Það var sagt að aðakaatur þeirra hafi ver- ið hafrasúpa, og vegna þess að Ólafía var með meltingarkvilla, fekk hún seyðið en systir Bagger fekk grjónin. En hvernig fór þá um heilsu Ólafíu, er hún átti við svo bág lífskjör? Hún sagði sjálf: „Það er ótrúlegt hvað loftið í Ósló, og þá einkum í Vaterland, hefir haft góð áhrif á mig“. Samt sem áður við- urkenndi hún að henni hafi legið vi{5 að kikna undir starfinu vegna þjáninga. Petra Fleischer biskupsfrú þekkti hana manna bezt, og segir um hana: „Hún þráði það eitt að vera þjónn guðs og manna, .Vór hitt-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.