Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 10
590 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS um hana í S/. ilgangen í Ósló, þar sem hún er sendiboði meðal hinna aumustu og ógæfusömustu allra, meðal drykkjumanna og drykkjumannakvenna, meðal gptu- drósa, meðal sjúkra og særðra, meðal þeirra sem fallið hafa í ræningjahendur og hafa ekki þrek til að rísa á fætur. Systir Ólafía reisir þá á fætur, og hún gerir það með fulltingi guðs. Hún er sífellt á ferð, ýmist glöð eða hrygg. Hún gengur í íslenzkum búningi með skotthúfu á höfði. Hún fer inn í heimilin, í fangels- in, í sjúkrahúsin. Hún fer inn í veitingahús og knæpur. Enginn stigi er of brattur eða myrkur, ef hún heldur að hún geti huggað einhvern eða leitt einhvern á betri veg. Seint um kvöld kemur hún eitt sinn í veitingakrá.Loftiðer þykkt af ljósreyk, brennivínsdaun og tóbaksreyk. Hún heyrir rudda- legt tal og hryllilega hlátra, og sér svo hvar nokkrir ölvaðir menn og konur eru þar inni. Þegar þau sjá hana, dettur allt í dúnalogn um stund. Þá segir einn maðurinn: Nú það er bara hún; hún er ekki hættuleg, því að hún er nákvæm- lega ein af oss! — Þetta sagði Ólafía að hefði verið sá bezti vitnisburður sem hún fekk um ævina“. Götudrósirnar þekktu hana vel. Það er sagt að hún hafi aldrei læst útidyrum sínum, og þar voru þær alltaf boðnar og velkomnar. Þar fengu þær mat og húsaskjól, ef ekki var allt fullt. Og á gang- inum hafði hún einnig rúm handa næturgestum. Venjulega svaf hún sjálf í stól og lét gestunum eftir rúm sitt. Hún hóf starf sitt í Ósló 1912. Þá var óvenju harður vetur þar. Og alltaf var fullt heima hjá Ólafíu af gestum, sem leituðu sér skjóls, Svo var það saexmna morg^ uns í hörkugaddi, að þrjár ungar stúlkur kvöddu þar dyra. Þær höfðu verið á ferli alla nóttina, voru kaldar og illa til reika. All- ar voru þær vanfærar, og þó var sú elzta á 19. ári. Þá var það að Ólafía hófst handa: „Vér verðum 1 guðs nafni að koma upp heimili fyrir þessa vesalinga“. Sagan um hvernig hælið í Sag- vejen komst upp, er ævintýri lík- ust. En þar hefir Ólafía og sam- starfsmenn hennar reist sér minn- isvarða, sem allir geta séð, og sjón er sögu ríkari. Sú bók, er vakti hvað mesta at- hygli í bókaflóðinu fyrir jólin 1916, var bók Ólafíu Jóhannsdótt- ur „De ulykkeligste“ (Aumastar allra). Og langt út yfir landsteina Noregs varð bókin mjög umtöluð. Árið 1915 missti Ólafía alveg heilsuna og varð að hætta hús- móðurstörfum á heimilinu. Þá var það að hún fór að skrifa um þær stúlkur, sem hún hafði rekizt á í sjúkrahúsum og á götum, ogúrþví varð einhver hughlýasta bók, sem komið hefir út í Noregi. „Hún er rituð með hennar eigin hjarta- blóði'*. Bókin vakti sem sagt mikla athygli og eitt Kaupmannahafnar- blaðið sagði svo um hana: „Lesið þessa bók. Hér eru loksins lif- andi myndir, mannlýsingar. Sá er munurinn á þessari bók og bók Jack Londons „Afgrundens folk“, að bók Jack Londons er rituð með penna, en þessi með hjart- anu“. Bókin kom við samvizku þjóð- arinnar. Skyndilega opnuðust augu þjóðarinnar fyrir hinu merkilega starfi Ólafíu. Stór- þingið veitti henni þá 1000 krón- ur á ári, og borgarsjóður Óslóar veitti henni 500 krónur á ári. Og frá einstökum mönnum streymdu gjafir til starfseminnar, svo að 1923 var hægt að vígja nýa heim- ilið á Sagvejen. En þá var líka 17 ára blessunarríku starfi Ólafíu lokið í Noregi. Hún fór þá til íslands og dvald- ist þar um hríð. Þar ágerðust veikindi hennar svo, að henni var ljóst að ekki var bata von. En vinir hennar heldu að hún kynni að hressast á því að vera í Nor- egi, og svo fór hún þangað. Sein- ustu stundir ævi sinnar dvaldist hún í „Menighedssösterhjemmet1* í Ósló og þar andaðist hún 21. júní 1924. Noregur hefði gjarnan viljað sýna henni heiður, en íslenzka stjórnin símaði að íslendingar vildu hafa hana hjá sér. Og það var einmitt þegar fregnin barst um þetta til Landsfengslet í Ósló, að fangarnir gerðu minn- ingarreit hennar í fangelsisgarð- inum. Margir þeirra höfðu áður verið „sjúklingar" hennar. Norska þjóðin vildi endilega heiðra minningu Ólafíu. Margar fremstu konur landsins og helztu menn skrifuðu áskoranir í blöðin um að reisa henni minnisvarða. Það er hlýr andi í þessum grein- um. Inga Björnson skrifaði t. d. í „Urd“: „Nafn Ólafíu Jóhannsdóttur gleyrnist aldrei í Noregi. Þar verður alltaf talað um þessa dá- samlegu konu, sem kom frá ís- landi, gekk á meðal hinna aum- ustu og fórnaði lífi sínu fyrir þá. Hún hugsaði aldrei um sjálfa sig. Christian Skredsvig sagði einu sinni: Næst Jesú Kristi veit eg engan meiri en Ólafíu Jóhanns- dóttur. Hún var hetja. Á hún ekki skil- ið að fá minnisvarða í höfuðborg okkar?“ Og minnisvarðinn kom. Hinn 26. júní 1930 var hann afhjúpaður %

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.