Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 591 á Vaterland, þar sem hún hafði lifað og starfað um 17 ár. „Eitt er víst, að sá sem fekk að njóta ástúðlegrar umhyggju henn- ar og fyrirbæna, mun aldrei gleyma henni. Guð blessi nafn þitt og minningu þína“, sagði einn af skjólstæðingum hennar. Hér lýkur þá þessari grein. ★ Hælið, sem Ólafía kom upp fyr- ir ungar og afvegaleiddar stúlk- ur, tók fyrst til starfa 1913 og fengu 140 stúlkur þar griðastað fyrsta árið og var hjálpað til sjálfshjálpar. Það heitir nú „Nanna Storjohanns Minne“ vegna þess að það var sameinað hæli, sem sú kona hafði komið á fót. Árið 1957 voru Rit Ólafíu Jó- hannsdóttur gefin út hér í Reykjavík og ritaði Bjarni Bene- diktsson forsætisráðherra ágætan og fróðlegan inngang að þeim. Þar segir hann að lokum: „Henni nægði ekki að boða trú sína, heldur varð hún að sýna hana í verki. Það tókst henni á þann veg, að ekki verður talið of- mælt, að henni hafi verið líkt við helga menn kristinnar kirkju, svo sem Franz frá Assisi“. Ólafía hafði sjálf óskað þess að fá hinztu hvílu við hlið fóstru sinnar Þorbjargar Sveinsdóttur, og þess vegna var lík hennar flutt heim og jarðað hér með mikilli viðhöfn. Síðan reistu ís- lenzkir vinir hennar veglegan bautastein á leiði hennar í Reykjavík. En Norðmenn reistu henni minnisvarða hjá sér, eins og fyr er sagt. Fengu þeir íslenzkan listamann, Kristin Pétursson myndhöggvara til þess að gera minnisvarðann. En Kristinn var þé svo huflkva?.mur„ að hana stakk upp á því, að gerðar væri tvær afsteypur minnisvarðans, því að íslendingar myndi gjarna vilja eiga minnisvarða hennar og hafa hjá sér. Þetta var gert. Tvær afsteypur voru gerðar af minnisvarðanum og svo sendu Norðmenn aðra til íslands að gjöf, sem þakklætis- vott fyrir starf hinnar íslenzku konu í Noregi. Myndastyttan var gefin Hinu íslenzka kvenfélagi, vegna þess að Ólafía hafði verið stofnandi þess. Hefir hún verið geymd hér síðan, eða í full 30 ár. Ástæðan til þess hve lengi hef- ir dregizt að reisa minnisvarðann, mun vera sú, að konur hafi á- kveðið að hann skuli vera í for- sal kvennaheimilisins Hallveigar- staða. En bygging þess heimilis hefir dregizt og dregizt eins og allir vita. Og þess vegna hefir minnisvarði Ólafíu verið í geymslu á heimili hér í bæ. Einu sinni var þó komið svo langt, að talað var um að reisa minnisvarð- ann og safna gjöfum til þess að smíða fótstall undir hann. Barst þá Góðtemplarareglunni 1000 kr. gjöf í þessu skyni frá einum manni, og er hún enn geymd hjá Pétri Sigurðssyni ritstjóra, því að þetta varð aldrei annað en laus- legt umtal. Það er leiðinlegt hve lengi hef- ir dregizt að reisa þennan minnis- varða, sem er vinargjöf frá frændum vorum í Noregi, og er af þeim kvenskörungi, sem ekki á síður minnisvarða skilið á ís- landi en margur annar. Er það svo bráðnauðsynlegt að minnisvarðinn sé í Hallveigar- stöðum? Má ekki finna honum annan stað, sem honum er alveg eins samboðinn? Má ekki reisa þennan minnis- vaxða hjá Háskólanum? Margt ætti að mæla með því, og það þá fyrst, að Ólafía var einhver skel- eggasti brautryðjandi þess, að ís- land eignaðist háskóla. Þegar Benedikt Sveinsson móðurbróðir hennar hóf fyrstur manna máls á því að háskóli yrði stofnaður hér, vann hún ótrauðlega með honum að þeirri hugmynd og bar stofnun háskólans æ fyrir brjósti síðan. Þess vegna helt hún hinn fræga fyrirlestur sinn í stúdentafélaginu norska og bað um „samúð“ Norð- manna í því máli. Ólafía er einnig fræg sem rit- höfundur. Hún var brautryðjandi kven- réttinda hér á landi, og hún er eina konan sem varpað hefir Ijóma á nafn íslands erlendis. Hún unni íslandi heitt og vann að frelsi þess og sjálfstæði. Hún saumaði fyrsta bláhvíta fánann, og hann var dreginn að hún í Reykjavík þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1897. Hver ætti fremur skilið að eiga minnismerki hjá háskól- anum? Það yrði þá um leið minnismerki íslenzku kvenþjóðar- innar, sem verndaði menningu og tungu landsins um aldir. Eftir tæp tvö ár er aldaraf- mæli Ólafíu Jóhannsdóttur. Þá ætti minnisvarði hennar að vera kominn á sinn stað. Á. Ó. ?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.