Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Qupperneq 17
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 597 Kirkjan í stöðamönnum Jóns biskups Arasonar og sona hans. Níu árum eftir andlá't merkisprests- ins Bjarna Halldórssonar, en þau 9 ár var Halldór sonur hans prestur í Selárdal eða árið 1645, verður prestur í Selárdal séra Páll Björnsson, sá and- ríki ræðuskörungur og tungumálagarp- ur. Séra Páll Bjömsson var fæddur að Sauæbæ á Rauðasandi árið 1621. For- eldrar hans voru Björn sýslumaður Magnússon í Saurbæ á Rauðasandi og kona hans Helga Arngrímsdóttir prests lærða. Bjöm sýslumaður faðir séra Páls var sonur Magnúsar prúða sýslu- manns, þe®s mikla og göfuga höfðingja og konu hans Ragnheiðar Eggertsdótt- ur lögmanns Hannessonar hirðstjóra. Var Magnús prúði albróðir Staðarhóls- Páls, afa Brynjólfs biskups Sveinsson- ar og bróðir Jóns lögmanns Jónssonar sem var einn áhrifamesti höfðingi landsins á sinni tíð. Átti Jón í miklum deilum við Guðbrand biskup, sem al- kunnugt er. — Helga Amigrímsdóttir móðir séra Páls. var dóttir Amgríms lærða, frænda Guðbrands biskups á Hólum og fyrri konu Amgríms, Sól- veigar Gunnarsdóttur, sem kölluð var ,,Kvennablómið,“ því hún þótti ein fríðasta kona á íslandi á sinni tíð. Var Gunnar faðir hennar ráðsmaður á Hól- um í tíð Guðbrandar biskups, og var bróðir Áma Gíslasonar sýslumanns á Hliðarenda í Fljótshlíð þess mikla og harðsnúna höfðingja, sem átti í mikl- um deilum við Magnús prúða, en giftu þó saman böm sín að lokum. Páll lauk prófi frá Hólaskóla undir hand- leiðslu Þorláks Skúlasonar biskups frænda síns með miklu lofi. Sömuleið- is prófi frá háskólanum í Kaupmanna- höfn, með ágætiseinkunn, þar sem hann lagði stund á auk guðfræðinnar, latínu, grísku, hebresku og stærðfræði. Hann lærði ennfremur kaldeisku og sanskrít og síðast lærði hann arabisku og hafði hann lokið við að læra hana rétt fyrir dauða sinn. Var Páll svo lærður mað- ur, að enginn íslendingur stóð honum á Selárdal. sporði, eftir því sem sagnaritarar telja. Jón Þorkelsson Skálholtsrektor, sem var mjög lærður maður telur séra Pál hafa verið andrikastan ræðuskörung sinnar samtíðar, að undanskildum Jóni biskupi Vídalín, sem var náfrændi Páls, því þeir voru systkinasynir, þótt séra Páll væri 45 árum eldri en Jón biskup. Séra Páll var hinn bezti kennari. Tók hann marga pilta til kennslu, með- al þeirra voru þeir bræðurnir frændur hans, Jón Vídalín, sem síðar varð biskup i Skálholti, og Arngrímur bróð- ir Jóns, sem síðar varð kunnur mennta- maður. Lærðu þeir bræður hjá prófasti, latínu, grísku og hebresku, til undir- búnings undir háskólanámið áður en Jón biskup sigldi til háskólans í Kaup- mannahöfn. Einnig er talið áreiðalegt að séra Páli hafi kennt Magnúsi Ara- syni landmælingamanni tungumál og stærðfræði. Hann var bráðgáfaður, en átti barn með dóttur séra Páls. Hann drukknaði við ey á Breiðafirði. Var sonur Ara sýslum. í Haga. Eins og þeim sem lesið hafa æfisögu Jóns biskups Vídalíns er kunnugt gekk hann að afloknu háskólanámi í her Dana, og ætlaði sér með því að komast til hærri metorða. En þar sem að móðir hans og öðrum ættingjum leizt ek’ki á þá ráðabreytni, tók hún það ráð að kaupa son sinn úr herþjónustunni, með fjárhagslegri hjálp ættingja og vina Jóns. Er talið að séra Páll, sem var þeirra ættingja Jóns langríkastur, því hann var stórauðugur, hafi lagt drjúgt af möikum til þess að kaupa þennan béð keim að beiáidai.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.