Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 599 Bjama Péturssonar ríka á Skarði. Séra Gísli Einarsson íorfaðir minn f. 1758, tók 1785 við prestsembættinu í Selárdal af séra Eggert Ormssyni ríka. Voru þá liðin 79 ár frá dauða séra Páls Bjömssonar, en 43 ár liðu frá dauða séra Páls þar til Eggert Orrns- son ríki varð prestur 1749. Það sem ég hefi að ofan sagt um útgerð séra Páls og veikindi Helgu konu hans, hefi ég eftir ömmum mínum og Áma afa mín- um, sem höfðu þær eftir afa sínum séra Gísla Einarssyni, en séra Gísli hafði þær eftir fyrirrennara sínum í embættinu, séra Eggert, en séra Eggert hafði þær eftir gömlum sóknarbörnum séra Páls, sem líka uxðu sóknarböm séra Eggerts, 43 árum eftir dauða séra Páls. Séra Gísli Einarsson var sonur Einars Jónssonar rektors í Skál'holti. Séra Gísli var síðasti dómkirkjuprest- ur í Skálholti. Hann var þar prestut Móðurharðindaárin þegar staðarhúsin hmndu. Þar var þá líka unnusta séra Gisla Ragnheiður Bogadóttir frá Hrappsey. Sögðu ömmur mínar mér sögur um það, að þegar bæjargöngin í Skálholti hmndu, hafi hún rétt verið nýsloppin út úr þeim. Var hún þá að bera á borð fyrir þá bi'skupana Finn og Hannes son hans. Gísli þótti ágæt- ur prestur, sem ávann sér ástsæld og vinsemd sóknarbama sinna. Hann var ágætur kennari, og kenndi sonum sín- um séra Einari og séra Sigurði undir skóla, einnig Guðmundi Scheving frá Haga sýslumanni og síðar kaupmanni í Flatey. Séra Gísli þótti nokkuð ör- geðja, en sáttfús. Hann kom lagi á færslu kirkjubókanna sem áður voru í ólagi. Hann var hraustmenni og glíminn, svo ekkert þýddi fyrir Guð- brand sýslumann tengdason hans þó hraustur væri, að reyna við hann afl- raunir. Séra Gísli giftist unnustu sinni Raignheiði Bogadóttur frá Hrappsey í Skálholti vorið 1786. Þau hjón áttu saman 14 börn. Af beim lifðu til full- orðinsára: 1. Séra Einar prestur í Selárdal. 2. Séra Sigurður prestur á Stað í Steingrímsfirði. 3 Ámi hrepp- stjóri á Neðrabæ. 4. Þórður bóndi á Rima. 5. Sigríður móðir Jóhannesar dannebrogsmanns á Sveinseyri. 6. Kristín eldri kona Guðbrands sýslu- manns í Feigsdal. 7. Kristín yngri seinni kona Guðbrands sýslumanns. 8. Ragnheiður bústýra séra Einars bróð ur síbð. Séra Gísli dó 31. ág. 1834. 75 ára gamall, er hann hafði verið 2 ár dómkirkjuprestur og sá síðasti i Skál- holti og 49 ár prestur í Selárdal. Ragn- heiður kona hans dó 12. ágúst 1843, 78 ára, og hafði þá séð 5 bama-bama- börn sín. Hún var talin hjartahlý sóma kona. Er safnaðarfólkið var á leið til kirkju og frétti lát séra Gísla, snéri það við harmi slegið. Um andlát séra Gísla var þessi vísa kveðin: „Séra Gísli í Selárdal,/ sannkallaður manna- val. / Ellilúinn leið hér frá, / launin dyggða til að fá. Eftir séra Gísla tók við prestsembætt inu í Selárdal séra 'Einar sonur hans, f. 25/8 1787. Hann hafði þá verið að- stoðarprestur föður síns í Stóra-Laug- ardialssókn síðan 1812, og varð prestur í báðum sóknunum til 1864. Voru embættisár beggja feðganna í báðum sóknunum um 100 ár. Séra Einar þótti góður prestur, einkum þótti sópa mikið að honurn fyrir altari, þvi hann tónaði ágætlega, og var tón hans bæði hátt, skært og hljómfagurt. Hann var prest- ur, sem kappkostaði að breyta eftir kenningu sinni, sem prestur. Þó hélt hann hlut sinum við hvem, sem við var að eiga, og munu fáir hafa orðið til þess, að sýna honum ójöfnuð. Sigríði systur sína, sem gift var syni einhvers ríkasta bónda sýslunnar, sótti prestur sjálfur í hendur bónda hennar, sem lék hana hart, sem bróður hennar þótti óþolandi. Var bóndinn að koma úr róðri og í þann veginn að lenda þeg- ar prestur var nýriðinn úr hlaði með systur sína og ungan son hennar, og sá bóndinn til ferða þeirra. Leizt bónd- anum ekki, að hefta för þeirra, því hann vissi að prestur var hraustmenni ekki siður en Gkli faðir hans, og að hann myndi ekki hafa látið hann taka systur sína úr höndum sér að óreyndu. Úr þessu urðu málaferli, og beið eigin- maður systur prests þar ósigur. Kom systir prests aldrei til bónda síns eftir það né sonur hennar, sem var Jó- hannes Þorgrímsson dannebrogsmaður á Sveinseyri, faðir Ólafs Jóhannesson- ar kaupmanns og útgerðarmanns á Vatnejrri. ÓI prestur Jóhannes upp eins og sitt eigið barn. Kona séra Ein- ars var Ragnhildur Jónsdóttir frá Suðureyri, systir Þorleifs kaupmanns ríka frá, Bíldudal. Langafi Þórunnar móður hennar var Þórður ríki Jónsson lögréttumaður í Stóra-Laugardal, sem var einn Sellátrabræðra og þeirra rík- astur, en komnir af Svalberðingum eg Lofti ríka. Þau hjón lifðu saman í 13 ár. Dó Ragnhildur í Stóra-Laugardal 1826 37 ára gömul. Þau áttu saman 4 böm. Þórunni og Jðhönnu, sem voru ömmur mínar, Ragnheiði og Þórð. Þeir bræður séra Einar og Ámi hreppstjóri á Neðrabæ giftu börn sín saman. Jón Ámason, sem varð hreppstjóri bjó á Skeiði giftist Ragnheiði, Gísli Áma- son giftisf Þórunni og Árni Ámason giftist Jóhönnu. Þessir bræður vom allt velgefnir menn og hraustmenni. Kona Árna Gíslasonar hreppstjóra var Guð- rún Jónsdóttir hreppstjóra frá Stapa- dal Ijósmóðir í 50 ár og kvenskörungur mikill. Árið 1854 lét séra Einar byggja timburkirkju í Stóra-Laugardal, sem áður hafði verið torfkirkja. Unnu að kirkjusmíðinni Gísli Árnason tengda- sonur prests og Jón bóndi Jónsson I Krossadal afi frú Önnu Benediktsson tengdamóður séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, Smiðimir sem báðir voru hraustmenni báru fótstykkin und ir kirkjuna tveir á öxlunum frá sjón- um í Laugardal og heim að kirkju, sem er langur vegur. Árið 1861, eða nú fyrir 100 áram, lét séra Einar líka byggja timburkirkju í Selárdal. Inn £ timburvegg kirkjunnar lét prestur setja kassa með gleri yfir með þessari áletran, ,,Árið 1861 lét Einar prestur Gíslason, er þá hélt staðinn að Selár- dal og þjónaði Selárdalsprestakalli taka þar niður gamla torfkirkju og byggja aftur frá grandvelli þessa kirkju og urðu smiðir að henni: Snikkari Stefán Benediktsson prests frá Brjánslæk Þórðarsonar. 2. Timbur- maður Jóhannes Hjaltason. 3. og smið- ur Gísli Ámason tengda- og bróður- sonur Einars prests." Árið 1864 lagði séra Einar niður pre.stsembætið Fluttist hann þá að Neðrabæ þar sem hann dó 20. jan. 1866. Árið 1864, er séra Einar lagði niður embættið varð séra Benedikt Þórðar- son bónda frá Kjama í Eyjafirði, — sem margt gáfu og merkisfólk er komið af á Vestur-, Norður- og Aust- urlandi — prestur í Selárdal. Era £ þeirri ætt alþingismenn, forstjórar, prestar, ritstjórar og gildir bændur. Voru þær Kjamasvstur gáfu- og mynd- arkonur. Kona séra Benedikts' var Ingveldur Stefánsdóttir. Voru þau séra Einar systrabörn. Var hún dóttir Ing- veldar Bogadóttur frá Hrappsey og séra Stefáns Benediktssonar í Hjarðai* holti. Áður hafði Ingveldur BogadótUr

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.