Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 23
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 603 „Mig langar til þess að spyrja þig hvernig á því stendur að þú lest aldrei versið, sem þú hafðir yfir kvölds og morgna meðan þú varst ungur“ sagði hún. Mér varð ógreitt um svar, því að eg vissi ekki við hvaða vers hún átti. Þau voru mörg versin, sem mér höfðu verið kennd í æsku og eg látinn lesa kvölds og morgna. Eftir nokkra umhugsun gafst eg upp og sagði henni að eg vissi ekki hvaða vers hún ætti við. „Þá skal eg minna þig á“, sagði hún. „Versið var þetta: Trúðu á tvennt í heimi tign sem hæsta ber: Guð 1 alheims geimi, Guð í sjálfum þér“. Og með það fór hún. Mér heyrð- ist hún fara út um dymar, en hurðin hreyfðist ekki og ekkert heyrðist í henni. Mér þótti þetta svo undarlegt að eg fór á fætur og opnaði hurðina. í anddyrinu var enginn og útidyrahurðin var læst. Eg opnaði hana og sá þá að hin háu dyraþrep, sem þar eru, voru þakin snjó, og hvergi var nein spor að sjá eftir gestinn. En á neðsta þrepinu höfðu stokkandar- hjón hreiðrað um sig í mjöllinni og sváfu þar með nef undir væng. Eg gekk inn aftur og settist á rúm mitt og hugsaði um þessa heimsókn. Hún hafði sagt mér satt, dísin mín, að það var snjór úti. Hitt sagði hún líka alveg satt um versið. í æsku hafði eg farið með það kvölds og morgna. En í önnum lífsins á fullorðinsárunum, hafði eg lagt það niður, alveg óaf- vitandi. Þess vegna kom mér það ekki í hug þegar hún spurði mig um það. Nú var svo langt síðan. En eftir þetta hefi eg farið með versið bæði kvölds og morgna og mun halda því áfram þar til eg kveð bennan heim. v Á. Ó. ^lleitnar ópurnincj,ai Flest þaö líf sem lifir, Ijós og birtu þráir, hitt er illt og eitraö er l skuggann sœkir; wpp vill eöli’ hins góöa, upp til dagsins linda; hærra, sífellt hærra, horfir andinn frjálsi. Eygjast endimörkin? Aldrei — bara leiöin; er sem andans grunur œtíö vísi’ á hana. Þráin meira’ aö þekkja þó vill ekki kefjast. Einlœgt, allt til banans, allt er lífiö spurning. Þegar lýkur leiöum, leiöum inn í myrku göngin sem aö sérhver síöast inn í hverfur, hvaöa lögum lýtur lífiö hinumegin? Spurningin er spyrjum spurning fœr aö svari. Gildir góöur vilji er gat ei náö til marksins? Eöa veröur afrek áform viö aö jafnast? Veröur verksviö rýmra en var á þessu sviöi? Og mun orkan meiri eitthvaö gott aö vinna? Mun þar mannúö glæöast, mannkœrleiki þróast? Illvilji og öfund, eiga þau aö dvína? Finnst þar meiri fegurö, færra’ af því er lýti? Eflist innsta þráin upp á viö aö leita? Er þar meiri ástúö? Er þar fœrra’ er sundri? Eöa ríkir enn þar eigingirnin lága? Finnst þar loks sá friöur framtakinu’ er lyfti? Bíöur eilíf eining ástvina sem skildu? Ennþá eru ótal aörar spurningarnar, ekki allar djúpar, ýmsar barnalegar, því viö erum allir aöeins börn aö visku; þráum þó aö fræöast, þráum nýja uissw. Láttu, Ijóssins faöir, Ijósiö okkur skína, svo aö viö í sannleik sjáum dásemd þína; leyföu löngun hárri aö lyfta vængjum betur; láttu okkur ekki í andans villast myrkri. Leyföu’ aö brú viö byggjum, brú til œöri heima; stýröu hverjum huga hana’ er smíöa reynir; þó aö hœgt fram þoki þeirri smíö aö vonum, láttu’ aö lokum verkiö lánast svo hún háldi. Okkar heimur er nú allur sem í rökkri; sýnist sem aö nóttin sé aö leggjast yfir. Aldrei var hér áöur eins frá þínu Ijósi þörf á gullnum geisla; geföu’ aö hann nú skíni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.