Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 24

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 24
604 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr sögu Reykjavlkur: Þetta er Reykja- vík eins og hún var árið 1858. Myndin er tekin úr ferðabók Winklets, sem þá var hér á ferð. MIÐBÆRINN FYRIR EINNI ÖLD FYRIR EINNI öld náði lögsagnar- umdæmi Reykjavíkur vestan frá Lambastöðum austur að Laugar- nesslandi. Lögsagnarumdæmið hafði verið stækkað gífurlega árið 1835, því að þá voru lagðar undir Reykjavík jarðirnar Hlíðarhús með Ánanaustum, Sel, Örfirisey, Arn- arhóll og Rauðará. Með þessari útþenslu fjölgaði Reykvíkingum mjög og nú voru þeir taldir 1444. En Reykjavík var í tvennu lagi. Annars vegar var Miðbærinn eða Kvosin, með timb- urhúsum, en á báðar hendur við hann voru kotahverfin, torfbæir sem stóðu á víð og dreif og höfðu verið reistir án þess að neitt væri hugsað um skipulag byggðarinnar. Á milli þeirra voru aðeins göngu- etígar, en í Miðbænum átti svo að heita að komnar væri skipulagðar götur. Og þessar götur höfðu þegar fengið nöfn og haldast flest þeirra enn. Það var árið 1848 að Rosenörn stiftamtmaður lét gefa öllum göt- um bæarins nöfn og tölusetja hús við hverja götu. Þá voru lögfest þessi nöfn: Lækjargata, Lækjar- torg, Hafnarstræti, Austurstræti, Aðalstræti, Læknisgata, Bratta- stræti, Grjótastræti, Túngata, Kirkjugarðsstæti, Kirkjubrú, Tjarn argata, Vallarstræti og Austurvöll ur. En fyfir austan læk var Ingólfs- brekka. Þess má geta hér, að Læknisgata hafði áður verið nefnd Hlíðarhúsa- stígur, en nú var hún skírð að nýu til heiðurs Jóni Thorstensen land- lækni, sem hafði reist sér þar íbúð- arhús í Hlíðarhúsatúni. Aldrei var húsið þó kallað Læknishús, held- ur altaf Doktorshús, og mun það nafn jafnvel loða við það enn. Nú telst það til Ránargötu, en Lækn- isgata er horfin úr málinu og heit- ir gatan nú Vesturgata. Annars má geta þess að Læknisgata varð Reyk víkingum aldrei munntöm. Þeir kölluðu hana altaf Hlíðarhúsastíg, eða Stíginn, og Vesturgötunafnið átti líka örðugt uppdráttar, því að langt fram yfir aldamótin seinustu töluðu menn um að fara vestur á Stíg. Þeir voru vanafastir Vestur- bæingar. Kirkjugarðsstræti fékk seinna nafnið Suðurgata, og Kirkjubrú fékk nafnið Kirkjustræti. Bratta- stræti og Grjótastræti munu hafa breyzt í Brattagötu og Grjótagötu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.