Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 29
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Hús Stefáns Gunnlaugssonar og Símon Hansens-hús.
Guðlaug kona hans, dóttir Ara
lœknis Arasonar á Flugumýri. —
Hús þetta var riYið 1887 og stendur
þar nú hús Magnúsar Benjamíns-
sonar & Co og snýr öfugt við
gamla húsið.
Nokkur vafi er á því, að þessi-
tölusetning húsanna sé rétt, enda
þótt þau sé aðeins tvö, því að í
„Þjóðólfi“ segir að Lambertsens-
hús sé nr. 2 við Veltusund.
Grjótagata.
9. Þarna stóð áður Sandholtsbær,
en lítið timburhús hafði verið reist
þar 1845. Nú bjó þar Inger Margrét
Thomsen (dóttir Einars snikkara
Hannessonar á Eyrarbakka), ekkja
Th. H. Thomsen, sem var verslun-
arstjóri Flensborgarverslunar. En
í þessu húsi áttu lengi heima tvær
dætur hennar og stunduðu barna-
kennslu. Var húsið þá altaf nefnt
„Thomsenssystrahús". Það er nú
horfið.
10. Þarna hafði Skálinn staðið,
það hús Víkurbæar sem lengst var
við líði. Bengdikt Gröndal yfirdóm
ari bjó þar seinast. Hann lét rífa
Skálann og reisa þar timburhús.
Höfðu ýmsir mætir menn átt þarna
heima, þar á meðal séra Svein-
björn Hallgrímsson, og þarna leit
„Þjóðólfur“ fyrst dagsins ljós.
Þarna bjó nú Elín Thorstensen
ekkja Jóns landlæknis, ásamt Guð-
rúnu dóttur sinni. Hjá þeim leigði
Jón A. Hjaltalín, sem þá Var á
prestaskólanum. Tveimur árum
seinna giftust þau Jón og Guð-
rún. — Þar sem þetta hús stóð
er nú Grjótagata 4.
Túngata.
1. Dillonshús reist 1835. Þar bjó
nú Sire Ottesen ásamt Henriettu
dóttur þeirra Dillons lávarðar.
Hún giftist seinna P. Levinsen
verslunarstjóra. — Nú er þetta hús
komið að Árbæ.
2. Þetta hús reisti Einar borgari
Jónsson upphaflega. Nú átti þar
heima Kristín Katrín Sveinbjörns-
son ekkja Þórðar Sveinbjörnsson-
ar dómstjóra, ásamt börnum sínum.
Þetta hús var rifið 1875 og reisti
Lárus Sveinbjörnsson bæarfógeti
þá hús það er stendur þar enn og
snýr stafni að götu.
Kirgjugarðsstræti.
1. Þar bjó Teitur Finnbogason
dýralæknir og kona hans Guð-
rún Guðbrandsdóttir, ásamt syni
sínum Guðbrandi, er seinna varð
verslunarstjóri. Teitur reisti þetta
hús 1835 og var það kallað Teits-
hús. Seinna eignaðist það Björn
P. Hjaltested járnsmiður og breytti
því mjög, en síðan hefir það verið
kallað Hjaltestedshús. (Suðurgata
7).
2. Brunnhús. Þar bjuggu Þor-
steinsson Bjarnason lögregluþjónn
og kona hans Ragnheiður Ólafs-
dóttir. Þar er nú Tjarnarbíó.
3. Fyrir sunnan Brunnhús var
lítið hús, byggt úr viðum baðstofu
frá Kollafirði. Þar bjó nú Gísli
Ólafsson jarðyrkjumaður og kona
hans Sigríður Jónsdóttir með 3
dætur í bernsku. Seinna var reist
þarna tvílyft kassahús og þar bjó
Stefán Egilsson faðir Eggerts
söngvara. Þetta hús varð að þoka
þegar Slökkvistöðin var reist.
4. Þar var lítið hús og í því
bjó Marie Nicoline Finsen, ekkja
Ólafs Hannessonar Finsens yfir-
dómara. Hjá henni var Niels R.
Finsen ljóslæknir öll skólaár sín.
Þar leigði nú Helgi E. Helgesen síð
ar skólastjóri. — Nú stendur þarna
hús Lárusar Jóhannessonar HR-
dómara.
5. Þetta hús reisti Rasmus Hansen
(faðir Morten Hansen skólastjóra)
árið 1848. Þar bjó nú Guðrún
Bjarnadóttir ekkja með tveimur
fósturbörnum sínum. Hjá henni
leigðu Einar Einarsson verslunar-
maður og María Einarsdóttir kona
hans frá Brekkubæ. — Þetta hús
stendur enn og nú á þar heima
Helgi Hjörvar rithöfundur.
6. Þetta hús lét Egill bókbindari
Jónsson reisa 1849, var það tvíbýl-
ishús. Bjó hann nú sjálfur í syðri
helmingi hússins ásamt Guðrúnu
Halldórsdóttur konu sinni, 3 börn
um og 2 lærlingum. En í norður-
enda hússins bjó Jón HjaltaKn land
læknir ásamt Jakobínu konu sinni,
dóttur Baagöe verslunarstjóra. —
Þetta hús brann vorið 1883 og var
það fyrsti stórbruninn í Reykja-
vík. Aftur voru reist þarna tvö
sambyggð hús og bjó séra Jóhann