Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 35

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 35
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gildaskálinn hafði ekki sama að- dráttarafl og stiftamtmannsgarð- ur. Nú urðu undirtektir svo dauf- ar, að rétt fyrir jólin tilkynntu frúrnar, að þessu yrði frestað fram í febrúar og þá snúið upp í „tombola". Þetta var skýrt þannig: „Mismunurinn er ekki annar en sá, að þá er ekkert selt af hinum gefnu gripum, heldur er varpað hlutkesti um hvern grip og jafn- mörg hlutkesti seld sem gripirnir eru margir“. Annars var fyrir- komulag allt sem áður. Upp úr þessari „tombola11 höfðust 190 rdl. sem úthlutað var meðal fátækl- inga. Næsta ár (1861) gáfust frúrnar upp, en þá tóku sig saman kaup- mennirnir E. Siemsen, Tærgesen og Wulff og efndu til „tombola“ fyrir jólin. Ágóðinn af henni varð 119 rdl., sem var útbýtt meðal 36 ekkna og þurfandi hjóna. Þá voru sýningar á „Gleðileik- um“ í gildaskálanum á milli jóla og nýárs og síðan fram í febrúar. Eitt kvöldið var leikið til styrktar fátækum í bænum og vel til vand- að. „Var þar hafður dálítill inn- gangsleikur, er hlýddi upp á til- ganginn, eigi ósnotur, og prýði- lega leikinn af Eiríki Magnússyni cand theol. og konu hans (Sigríði) engu síður“. En þetta kvöld var aðsókn langlélegust og varð ágóð- inn ekki nema 39 rdl. Það þótti leikendum of lítið, svo að þeir keyptu smámuni fyrir þetta fé og efndu til hlutaveltu í gildaskálan- um 16. febrúar (1862) og sýndu þar jafnframt kafla úr 2—3 leik- um. Með þessu móti náðist jafn mikið fé og kaupmenn höfðu feng- ið á sinni tombólu. Þetta er sagan um það hvernig hófst hér í bæ almenn fjáröflun handa fátæklingum, undanfari Vetrarhjálparinnar, sem nú er. Fjáröflunin var hafin með hluta- veltum, sem þá voru alger nýung hér, Seinna var farið að nota hlutaveltur til fjáröflunar í alls- konar tilgangi, og um eitt skeið voru þær orðnar svo mikil plága á bænum, að þær voru bannaðar um hríð. Leiksýningar. Árið 1854 var fyrst farið að selja aðgang að leiksýningum hér í bæ. Áður höfðu skólapiltar leikið ó- keypis fyrir fólkið. En nú var byrjað að leika í gildaskálanum (Klúbbnum) og leikendur voru konur og prestaskólamenn. Fólk skemmtí sér alveg prýðilega við þetta, en þó þótti það hneiksli, að prestaefni og stúlkur skyldi fara upp á leiksvið. Kvað svo ramt að þessu, að næstu ár fellu opinberar leiksýningar niður, og er þær hóf- ust að nýu, þá var engin stúlka með, heldur fóru karlmenn með hlutverk kvennanna. Og það var ekki fyr en 1861 að konur hættu sér upp á leiksviðið að nýu. Þetta voru kallaðir „Gleðileik- ar á gildaskálanum“, enda voru aðallega sýndir gamanleikar, og ýmist leikið á dönsku eða ís- lenzku. Finnist mönnum það skrít- ið nú, að íslenzkir leikendur skyldi leika á dönsku, þá er því til að svara að danskan átti hér enn mikil ítök. Henni hafði t. d. ekki verið útrýmt í bæarstjórninni fyr en 1856. Jafnhliða leiksýningum voru skrautsýningar á ýmsum atriðum úr fornsögunum „af mestu snilld útbúnar eftir Sigurð málara Guð- mundsson". Einu sinni las Helgi E. Helgasen skólastjóri formála að gleðileikunum; var hann í ljóðum og hafði Jón A. Hjaltalín orkt. „Þá var nýmæli, að þegar var á enda sjálfur leikurinn á nýárs- kvöld (1862), gekk tjaldið upp aftur og hófst nýársósk til íslend- UPPGÖTVUN mín á eðli j draumlífsins er náttúrufrœði- j legs eölis, og segi eg það ó- | hrceddur fyrir, að hún mun i reynast þýðingarmeiri fyrir ! framtíð mannkynsins en nokk- J ur uppgötvun í náttúrufræöi ! áður. Með henni er björtu Ijósi j vísindanna brugðiö yfir svo j margt og svo mikið, sem menn j hafa ekki skiliö áður, og jafn- . vel talið víst, aö aldrei mundi ! vitaö verða.------ ! Skilningur á eðli draumlífs- ! ins sýnir oss, svo að ekki verð- j ur um villst, hvernig stefnt er j til sambands milli lífsins á hin- j um ýmsu jarðstjörnum al- ! heimsins, og ennfremur, að þaö ! samband er hér á jörðu mjög j ófullkomiö ennþá, og jafnvel til j slíkra staða sem ekki œtti að j vera, illra staða. Og eru aö i slíku einkum mikil brögð á t styrjaldartimum; þá flœðá yfir j jöröu vora hin illu áhrif frá ! myrkheimum bundinsnúinna ! framlífsjarða. j (Dr. Helgi Pjeturss) j inga í ljóðum; kom fyrst Ægir, guð hafsins, fram á leiksviðið í sefgrænni skikkju, með þarakór- ónu á höfði og mikinn þaraþöngul í hendi. Þá kom litlu síðar fram Njörður í Nóatúnum, einn af Ás- um, guð árgæzlu og jarðargróða, búinn sem sögur fara af um Æsi. En síðast kom Norðri, hrímþurs- inn eða Kári, er mestu ræður um norðurheimskaut og illviðrunum, vetrarhörkunum með frostum og fannalögum er norðanveðrum fylgja; hann var hulinn drifhvít- um blæum frá hvirfli til ilja sera

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.