Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 40

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Page 40
620 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sem siglt var, þá var horfan langt frá landi, sama hvort það var norður eða vestur. En það var nú það eina, sem auðið var að gera, hversu geigvænlegt sem það sýndist. Það var látið fara norður. Ekki er vitað, hvað mikil segl var auðið að hafa uppi. En þó að ekki væri dregið úr því, sem vel þótti fært að hafa, var ekki verið að sigla til að ná sem fyrst landi, heldur til að hafa líkur til að ná landi. Og svona var siglt um kvöldið og alla nóttina svo nærri vindi, sem unnt var vegna sjós og veðurs, því að oft þurfti að slá undan báru. Það er löngu gleymd frásögn þessara manna af þessari næturferð, þar sem hver mínúta gat haft í sér heila sögu, þó aldrei væri sagt frá þeim. Það var að- eins heildaryfirlit, sem var sagt frá, og er tekið að falla í gleymsku. Sveinbjörn sagði: „Það var mörg báran brött og há, sem sást rísa í tunglsljósinu um nóttina á leið- inni yfir ísafjarðardjúp." „En rokið út af Aðalvíkinni virtist bera jafnhátt Straumnes- inu,“ sagði Kristján Albertsson í frásögn sinni. Ætla má, að þeir Guðmundur á Laugum og Jón á Norðureyri hafi hvílt Kristján við að stýra, en það var vandaverk og kuldaverk, því að. þeir máttu ekki berja sér til hita eins og aðrir, þó að úr drægi. Eftir 8—9 tíma siglingu komu þeir undir Straumneshlíðina inn- an við nesið. Úm nóttina hafði vindur lítilsháttar færzt til vest- urs, -en samt ekki annað hægt að gera en láta fara út fyrir nesið. Þar var frekar hlé, og þar lögð- ust þeir, því að margt hafði ólag- færzt á þessari löngu siglingu, slitnað bönd af seglránni og fleira. Þeir bundu ífærur og sóknarkróka við akkerislegginn. Svo höfðuþeir poka með grjóti. Þetta dugði vel þarna við landið. Einnig þurftu mennirnir hressingu eftir þessa löngu og ósléttu hættuferð, og voru opnaðar matarskjóður, og blöndukútur réttur milli manna. Þetta var um hálfbirtuna á sunnu- dagsmorgun þann 28. jan., sem þeir voru þarna. Norðurstraum- urinn var algerlega úr og suð- urfall í byrjun eða liggjandi. Með- an þeim dvaldist þarna, gekk vindur meira í vestur, svo að það varð undanhald norður með land- inu þangað sem þeir lögðu að landi. Um fullbirtuna lentu þeir í Rekavík bak Látur. Fólkið þar var að vakna. Þar var slétt fjara og bárulaust og nógur viður til að setja á. Þeir fengu hjálp frá bænum til þess. Að því loknu fóru þeir heim og fengu hinar beztu og notalegustu viðtökur og háttuðu síðan ofan í heit rúmin, sem fólkið var að koma úr, og var það þeim lengi minnisstætt, hve notalegt það hefði verið eftir alla vosbúðina og kuldann. Þá voru búandi í Rekavík Jón Björnsson og Silfa kona hans. Hann var 54 ára að aldri, en hún 59. Pálmi sonur þeirra, sem varð nafnkunnur bóndi þar síðustu áratugi aldarinnar, hafði enn ekki tekið við búi með Guðríði Sig- urðardóttur konu sinni, en það voru þessi ungu hjón og franjtíð- arbúendur í Rekavík, er mest festust í huga þeirra, er þeir sögðu frá veru sinni og öðru þarna. Þá var hann 23 ára að aldri, en hún 26. — Þegar þeir höfðu sofið um stund og jafnað sig, fóru þeir á fætur og fóru að tala um gistingu. Þarna var of lítið pláss fyrir þá alla. Var þá afráðið, að þrír þeirra skyldu fara yfir að Látrum, sem er lág- lendisdalur og góð leið að fara. Þangað fóru Guðmundur á Laug- um, Sveinbjörn og einhver hinna. Kristján var eftir í Rekavík. Á mánudagsmorguninn 29. jan. var vestan veðrið linað, en kom- ið norðan kafaldsfjúk og mikið brim í Rekavík og ófarandi fram. Og þannig gekk það alla vikuna, að þegar vestan veðrið linaði, var komið brim í Rekavík, og þegar það lægði, var komin vestan í Straumnes. Þeir, sem gistu á Látr- um, fóru á hverjum degi milli og töluðu um heimferðina og veðrið. Guðmundur og þeir, sem þar gistu, litu eftir veðri á Djúp- ið og vesturhafið, en Kristján eft- ir möguleikum til að komast fram vegna brims í Rekavík. Á Látrum fengu þeir keyptan dreka útlendan mjög góðan í stað þess, sem þeir misstu, og drógu hann á sleða yfir í Rekavík. Á laugardaginn 3. febrúar var vest- anveður mjög í niðurgangi og út- lit fyrir gott veður. Var nú hugs- að að láta ekki tækifærið ganga úr greipum sér, en þar sem komn- ir voru sex dagar frá tunglfyll- ingu, þá var ekki birta af tungli, nema síðari hluta nætur. Aðfaranótt sunnudagsins 4. febrúar var veður orðið mjög stillt að sjá. Var því lagt af stað það snemma, að þeir yrðu komn- ir vestur fyrir Rit eða að Djúpi með degi, og enn var íarið að votta fyrir norðanbáru í Reka- vík, er þeir fóru þaðan. Svo sagði mér maður, sem var þar með, að öll leiðin vestur hefði verið mjög þungróin, alltaf bára á móti, eink- anlega er kom að ál. Lítilsháttar byr var á parti yfir Djúpið. Ann- ars gekk ferðin vel. Þeir munu hafa komið að Suðureyri um eða eftir hádegið úr þessari óvenju löngu og hættulegu sjóferð. Það er að segja af þeim á „Norðra“, að þeir, eins og sagt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.