Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Blaðsíða 44
524
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Linda man um lind og
lindarkjóla skreytir,
Indíana yndisleg
Indíasólin heitir.
Símoni Bjarnasyni er tamt að líkja
fegurðargyðjunum við dalablómin,
enda kenndi hann sjálfan sig við
dali:
Sprakk í sundur bjargið blátt,
brunnin ósageislum fríðum
gekk út hrund þar bauða brátt
björt sem rós í dalahlíðum.
Hallgrímur Pétursson metur fróm-
leik og dyggð ekki síðri öðrum kost-
um;
Drottning hans var dyggðarblóm,
dýrstum hlaðin mektum,
hýr í lyndi, fögur og fróm,
fædd af kóngaslektum.
Þá kemnr hér ein hjá Sigurði
Bjarnasyni, með skæra liti:
Starfa Fenju lóðin Ijós
litinn hafði nýta,
eins og menju rauðleit rós
rituð á pappír hvíta.
Páll Bjarnason finnur eina fríða,
þótt ekki sé hún aldurshá:
Háradýrust hindin trú,
nörundskírust víst var sú,
ágæt Týrus auðarbrú
ara hýrust tólf og þrjú.
Vigfús Jónsson kveður yfirlætis-
laust, en fer þó fullvel:
Menntun búin dyggust drós,
dável rjóð í kinnum,
dyggða kransað hennar hrós
hafði þjóð í minnum.
Sigurður Bjarnason kunni að kveða
vel að kvenlegri fegurð og yndis-
þokka:
Prýði fáð var frúar sál
— fríðum skráð af glósum —
íðilfáðu brúnabál
blíðu stráðu ljósum.
Sigurður Breiðfjörð kunni að segja
írá hreinum litum:
Um hvíta vanga — eg letra ljóð —
líkast snjónum hreinum,
þar má fanga rósin rjóð
rúm á kinabeinum.
Við margt má líkja kvenlegri feg-
urð og snyrtimennsku, eins og Gunn-
ar Ólafsson kveður:
Fögur og rjóð var flæðarglóð,
fáguð upp og niður,
en sumstaðar sú blómann bar
björt sem svanafiður.
Víst mega það teljast góðir kven-
kostir, sem Guðmundur Bergþórsson
telur upp í þessari vísu:
Vænleik ber yfir vífin flest,
vitinu prýdd þó allra mest,
kann sú drósin kvenmannslyst
kurteislegust silkirist.
Lýður Jónsson kveður svo:
Drottning þar hjá skata skein,
skemmtunar með safni,
sólar vara sólin hrein
Sólbjört var að nafni.
Jón Þorsteinsson hefir auga á gull-
inu:
Þó bar jómfrú þessi langt af öllum,
hennar ásýnd, skrúði og skart
skein sem unnarljósið bjart.
Þorsteinn Jónsson þekkir eina sólu
fegri:
Svo var fögur sunnan bjarta sólar
elfu,
að auka þótti hún að hálfu
hnita skinið Vífilsálfu.
Magnús Magnússon leit ekki sízt á
hárprýði:
Fástína hét fylkis jóð,
fríðari engin lands um slóð
fannst en hún, en hárið lá
hreint sem gullið fótum á.
Gisli Sigurðsson metur yndisþokka
og ástarbríma:
Niður settist nipur rétt og fögur
laukastrindi ljúf mér hjá,
Ijómaái yndiú sólia þá.
Magnús Magnússon metur dyggðir
ekki síður öðru:
Þá er Græðisbrennu brík
beztu hlaðin dyggðum,
engin fæðist önnur slík
öllum heims í byggðum.
Vísur þær, sem hér eru tíndar
saman, eru frá öllum öldum rímn-
anna, allt frá 14. fram á 20. öld. Má
þar sjá að keppst hefir skáld við
skáld, öld af öld, og er vandséð hver
drýgstur verður. En öllum metum
hnekkir Sigurður Breiðfjörð með
yfirlætislausum fjórum vísuorðum:
Ef eg segja ætti frá
allri meyar prýði,
bókin eigi entist þá
í það reginsmíði.
Engin þessara vísna er tekin úr
mansöng, en þar er mikla fjölbreytni
að finna.
Almáttugur guð allra stétta,
yfirbjóðandi engla og þjóða,
ei þurfandi stað né stundir
staði haldandi í kærleiksvaldi,
senn verandi úti og inni,
uppi og niðri og þar í miðju,
lof sé þér um aldur og ævi
einig sönn í þrennum greinum.
Þetta er upphafið að kvæði Eysteins
munks Ásgrímssonar, því kvæði, „er
öll skáld vildu kveðið hafa“. Alls er
kvæðið 99 vísur.
Sagt er að Lilja hafi kraft til að
stökkva burt óhreinum öndum, og er
það til marks um það, að gömul kerl-
ing var einhvern tíma á bæ, sem kunni
Lilju, og kvað hana í hverju rökkri.
En fólkið á bænum gerði gabb að
þessu, og lærði ekkert af kvæðinu.
Þegar kerlingin var dáin, gerðist
hajög reimt á bænum; var þá stundum
sagt með dimmri rödd: „Kveðið þið nú
Lilju.“ En það gat enginn, því að eng-
inn kunni, og lagðist bærinn svo í eyði.
(Þjóðs. i- Á.J