Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Side 45
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
625
Alþýðleg fræði
Fróðleiksþrá er mönnum i brjóst
borin og löngunin til að skilja eintal
náttúrunnar. Þannig hófust vísind-
in. Þau eru sprottin af þessari fróð-
leiksþrá og eiga upptök sín meðal al-
mennings aftur í grárri forneskju.
Stafrófskver þeirra er orðið langt.
Alþýðuvísindin voru með ýmsu
móti eftir staðháttum og gáfnafari
þjóðanna. í einangrun og fásinni hér
á landi höfðu þessi vísindi á sér sér-
stakan svip. Það voru aðallega nátt-
úruvísindi og er það eðlilegt, þegar
þess er gætt hvað afkoma þjóðarinnar
var háð náttúruöflunum.
Sólin
var lífgjafinn, það fundu menn hér
glögglega. Þess vegna var það siður
að blessa sólina og enginn mátti tala
óvirðulega eða illa um hana, því að
það var höfuðsynd. Lengi var það sið-
ur, að menn signdu sig beint á móti
sólinni, er menn komu út á morgnana,
og sneru sér síðan í hinar áttirnar til
þess að biðjast fyrir. Helzt þessi sið-
ur framá þessa öld. Og enn er það
siður víða að fagna sólinni með „sól-
arkaffi" þegar hún birtist aftur að
loknu svartasta skammdeginu.
Af sóifari mátti ráða hvernig veðr-
átta yrði á næstunni. Eru til um það
ýmsar sagnir og bundnar við vissa
daga. Ef sól gek!k undir skýjabafeka að
ivöldi, boðaði það vind. Ef rosabaug-
ur var um sól, helzt þrefaldur, boðaði
hann rigningu á sumrum en snjó Á
vetrum. Haft er eftir álfkonu: „Sjald-
an er gýll fyrir góðu, nema úlfur á
eftir renni“. Minnir það á frásögn
Eddu af úlfunum Sköll og Hata,, sem
eiga að gleypa sól og tungl. Ef gýll
fer á undan sól en úlfur eigi á eftir,
veit það á úrfelli mikið, eða annað
verra. Þó var sagt að rosabaugur og
aukasólir í vestri boðuðu gott veður.
Dulkraftar
f galdratrúnni er beitt dularfullum
kröftum náttúrunnar til þess að koma
einhverju fram, góðu eða illu eftir at-
vikum. Var þá greint á milli „hvíta-
galdurs" og „svartagaldurs". Var það
trú manna, að þeir, sem iðkuðu hvíta-
galdur gæti orðið sóMiólpnir, því að
þeir höfðu ekkert ljótt um hönd, held-
ur reyndu að komast í samband við
ýmsa krafta í náttúrunni til þess að
gera gott, svo sem lækna sjúka menn,
eða afstýra óhöppum.
Veðurboðar
Margt var það sem menn tóku mark
á um veðurfar. Einkennilegur niður í
lækjum og fossum, veðurhljóð í fjöll-
um eða breytilegt sjávarhljóð. Fann-
dýpi að vetrinum verður jafnmikið og
vetrarkvíðinn var langur sumarið áð-
ur. Ef skógarlauf fellur seint í sept-
ember, verður harður vetur. Mikil
berjaspretta er fyrir vondum vetri, og
eins ef mikið er af fiðrildum á sumrin.
Ef reyk leggur með jörð, er það fyr-
ir votviðri, en leggi hann beint upp
er það góðs viti. Ef mikið rýkur úr
laugum og hverum veit það á illt.
Rauð norðurljós boða góða veðráttu.
Þá var einnig dæmt um veðráttufar
eftir háttum húsdýra. Ef köttur þvær
sér yfir eyra á vetrardag, boðar það
gott. Ef hann teygir sig, hvessir klærn-
ar og klórar, veit það á illt. Ef hestar
hama sig í góðu veðri veit það á illt,
eins ef þeir leggjast í haga fyrir miðj-
an vetur. Ef forystukindur liggja fram
við dyr, veit það á gott, en ef þær eru
innst í kró eða lötra á eftir fénu, veit
það á illt. Þegar útilykt er af hund-
um, veit það á illt.
Þá var tekið mark á fuglunum. Ef
sjófuglar flugu upp um sveitir, vissi
það á illt. Ef krummi lygndi í lofti og
bomsaði einkennilega í honum, sögðu
menn: „Nú er þerrihljóð í krumma“.
En þegar hann smellti með nefninu og
eins og gutlaði við, sögðu menn: „Nú
ber krummi vatn í nefinu". Ef rjúpa
leitar ofan í byggð á haustin, má bú-
ast við hinu versta, en haldi hún sig
hátt í fjöllum, veit það á gott. Ef snjó
tittlingar og þrestir hópast heim að
bæum, veit það á illt. Ef himbrimi
flýgur mikið og lætur hátt í honum,
veit það á úrkomu og óveður. Lómur-
inn gaggar fyrir þurki og segir
„Þurrka traf“, en fyrir óþurki vælir
hann og segir: „Marvott" — Þá eru
úti allar stórhríðar þegar lóan kemur,
og öll vorhret þegar spóinn vellir
graut, Fijúgi svanir snemma til heiða
á vorin, veit það á gott, en fljúgi þeir
aftur til hafs veit það á íllt. Grágæs-
ir og svanir fljúga löngum undan þeirri
átt, sem í vændium er.
Steinar og grös
Mikil trú var á allskonar steina og
grös, en margt var það erlent að upp-
runa. Steinarnir höfðu margs konar
náttúru, og v'ar sumt af því fomt, svo
sem trú á lyfstein.
í grösum og jurtum var lækninga-
máttur fólginn, og jurtirnar voru löng
um einu læknislyf manna. Sú trú mun
hafa verið hér, að náttúran ætti sjálf
ráð við öllum meinsemdum, ef menn
gætu fundið hið rétta í hvert sinn.
Einu sinni var sjúklingur, sem ekki
varð læknaður. Þá bar fyrir hann ein-
hverja veru, sem kvað þessa vísu:
Helluhnoðri, hænubit,
og hrafnaklukkan rauða,
vallhumall og vatnaíit
varna mörgum dauða.
Með því að sjóða þessar jurtir sam-
an og gefa sjúklingnum seyðið, batn-
aði honum þegar. En það þurfti ekki
verur úr öðrum heimi til að gefa góð
læknisráð. Hér voru löngum ágætir
grasalæknar, og sú list er enn eigi al-
dauða.
Margt af þessu hefir verið kallað
hindurvitni og hjátrú. En ef menn
íhuga það, sem hér er talið. Þá ber
það fremur vott um athyglisgáfu en
hjátrú. Og athyglisgáfan er undirstaða
allrar þekkingar og vísinda.
Forsíðumyndin
Myndin á forsíðu blaðsins er tekin
eftir mynd á væng gamallar altaris-
töflu í Þjóðminjasafni. Tafla þessi er
komin frá Vatnsfjarðarkirkju og
byggja menn að hún sé gjöffráhinum
mikla höfðingja Birni Guðnasyni i
Ögri, sem kunnur er af harðmtugum
deilum við Stefán biskup Jónsson út
af kirkjuréttindum. Björn andaðist árið
1518.