Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 47

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1961, Síða 47
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 627 Guð hjálpar þér Oddur biskup Einarsson (d. 1630) var einu sinni úti á víðavangi í vondu veðri, þá er hann var ungur, og var honum svo kalt, að hann fór að gráta. Þá heyrði hann að sagt var: „Gráttu ekki, Oddur litli, Guð mun hjálpa þér“. Oddur sá engan og vissi ekki, hver við hann talaði, en hann hlaut huggun af orðunum og trúði því seinna, að hann væri undir sérstakri handleiðslu Guðs- (Þjóðs. Ól. Dav.) Bendingar Þegar Ágústa frá Arnamesi í Garða- hreppi, sem nú er kona Þorsteins Jóns- sonar i Gilsárteigi og yfirsetukona Eiðaþinghár, var á tvítugs til þrítugs- aldri, var hún — eftir sögn hennar sjálfrar — vinnustúlka að Klaustur- hólum í Grímsnesi. Var hún þá send eftir bók í niðdimmu haustmyrkri út á altari kirkjunnar. Hún er að annara sögn MiUt, ófælin og trúkona. Hún gaufaðist inn kirkjugólfið að altarinu, en fann ekki bókina. Þá kom allt í einu bjartur glampi yfir altarið, svo hún fann hana og gat lesið titilinn, og gekk svo í sama myrkri sem áður var, fram gólfið, út og inn í bæinn. Þá fyrst athugaði hún það, að birtan var henni óskiljan'eg, og skoðaði hún hana sem tákn eða hjálparbendingu frá Guði sjálfum. Svipað var það, þegar Finnur heitinn Einarsson að Sævarenda var nærri ró- inn upp í brimgarðinn þar við sandinn í kolniðamyrkri og þoku. En þá brá fyrir glampa eitt augnablik svo hann gat borgið sér á rétta leið- Áleit hann þetta tákn eða bendingu frá Guði. (Þjóðs. Sigf. Sigf.) Hvíta og svarta veran Veturinn 1909 varð voðalegt ósam- lyndi og upphlaup fyrir misskilning á bæ á Austurlandi, bæði í orði og verki. Húsfreya var friðsöm og góð, en lenti þó inn í það lítið eitt. Að hrotunni afstaðinni, varð henni litið út um glugga og sá tvær verur eigast við harðskifti úti. Önnur var hvít sem snjór, en hin svört sem kol. Þær færð- ijst nær og nær glugganum, unz þær komu fast að honum. Var hvita veran þá komin að því að sigra þá svörtu. En þá hurfu þær- Húsfreya segir, að þetta hafi hlotið að vera dularverur, en ekki ímyndun, sem leiddi af ósam- lyndinu. Skoðaði hún þetta þó sem einskonar bendingu frá Guði um það, að hið góða mundi hér sigra það illa, Kol fyrir jólin KOLAKAUPMAÐUR nokkur ákvað að senda nokkrum fátækum heimilum kol fyrir jólin. Hann kallaði til sín þrjá af ökumönnum sínum — við get- um kallað þá Gísla, Eirík og Helga — og bað þá að fara með 28 tonn af kol- um til sjö heimila, sem hann nefndi, og skipti þeim jafnt á milli þeirra. Áður en þeir Gís'i, Eiríkur og Helgi lögðu á stað í fyrstu ferðina, fannst þeim rétt að athuga hve mikið hvert heimili ætti að fá, svo öll fengi jafnt. Eftir nokkrar bollaleggingar sagði Gísli. — Nú, það hlýtur að vera auðvelt að ráða fram úr þessu. Við þurfum ekki annað en reikna þetta. Og úr því að við eigum að skipta 28 tonnum á milli 7 heimila, þá deilum við bara með 7 í 28. Svo dró hann upp úr vasa sínum óhreinan bréfmiða og byrjaði að krota á hann. — Þetta reiknast þannig 7 i 8 hefi ég einu sinni og 7 í 27 hefi ég þrisv- ar sinnum, það verða 13. Og sigri hrósandi sýndi hann þeim svo útreikning sinn, sem var þannig: 7) 28 (13 7 21 21 — Það verða 13 tonn sem hvert heimili á að fá. Þetta var nú deginum ljósara, en Eiríkur var þó ekki alls kostar ánægð ur. — Annars er hægt að sannprófa þetta, sagði hann. Ef það er rétt, að hvert heimili eigi að fá 13 tonn, þá þarf maður ekki annað en skrifa 13 sjö sinnum og leggja svo saman. Svo skrifar hann töluna 13 á blað sjö sinnum og byrjaði að leggja sam- an seinni dálkinn: 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21. Og svo hélt hann áfram með. hinn dálkinn. 22, 23, 24, 25, 26, 27 og 28. — Já það er enginn efi á því að Gísli hefur reiknað þetta rétt, sagði hann. Ekki er ég nú alveg viss um það, sagði Helgi, og mig langar til að reikns þetta með minni aðferð. Ef maðui margfaldar saman 13 og 7 og út kemui talan 28, þá hafið þið báðir rétt fyrii ykkur. Og það er nú gert þannig: Þrisvar 7 eru 21 og 7 sinnum einn ei sjö. Og 7 og 21 eru 28. Þarna kemui það, þið hafið báðir reiknað rétt. Dæmið var þannig hjá honum: 13 7 21 7 28 Og svo fóru þeir með 13 tonn heim til hverrar fjölskyldu. Þetta sýnir hvað stærðfræðin er alt- af sjálfri sér samkvæm! Bridge-þraut *ÁG7 V 10 ♦ - * Á 7 5 A D 8 4 V — ♦ D * 10 9 8 * 63 V Á 9 7 ♦ - ♦ K 8 Hjar.ta er tromp. A á að slá út. S-N eiga að fá alla slagina. sannleikurinn lygina. Enda leiðréttist misskilningurinn og það sanna kom í Ijós. Sök skall þar sem hún átti heima. Vondu verumar ofsækja mennina, en þær góðu vernda menn fyrir þeim. Þess vegna er um það að gera, að hylla að sér góðu verurnar með góð- um hugsunum og verkum, því þá fá þær illu ekkert vald yfir mönnunum. (Þjs. Sigf. Sigf.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.