Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 4
Lesbók/Friðþjófur. ð boða leyndardóm Guðs — hver skyldi geta það? Svarið er augijóst og einfalt: Það getur enginn maður. Nema svo sé, að Guð sjálfur vilji trúa einhverjum fyrir því að gera það. Ef þú átt leyndarmál, get ég ekki I Páil postuli skrifar: Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóm Guðs, kom ég ekki með frábærri mælskusnilid eða speki. Ég ásetti mér að vita ekkert á meðal yðar nema Jesú Krist og hann krossfestan. (1. Kor. 2). Ræða í Hallgrímskirkju á 110. ártíð Hallgríms 27. október 1984. Eftir SIGURBJÖRN EINARSSON biskup boðað það, nema þú birtir það, og ekki með réttu, nema þú felir mér að gera það. Og sá leyndardómur, sem þú ert sjálfur — ekki er það á mínu færi né neins annars manns að 3kynja hann til grunns né túlka hann fyrir öðrum. Hvað mundi þá um Guð, leyndardóm allra leyndardóma. En nú talar postulinn blátt áfram um það erindi, sem hann átti við bræður sína og systur: Hann kom til þeirra til þess að boða þeim leyndardóm Guðs. Og hann seg- ir jafn blátt áfram, hver sá leyndardómur er: Jesús Kristur krossfestur. Guð hefur afhjúpað sitt innsta og stærsta leyndarmál. Og Páll hefur fengið að sjá það. Hann hefur mætt Jesú Kristi og horft gegnum hjarta hans inn í barm- inn á sjálfum Guði. Jesús snerti augu hans, lauk upp huga hans, svo að hann sá: Þetta er Guð, þetta er hans leyndarmál, hann klæddist holdi, tók á sig mennska mynd, varð eins og ég í minni smæð og blindni og flekkun, tók á sig sjálfan þá sök, sem er mín, að ég hef brugðist mínum heilaga, góða skapara, brugðist lífinu, bræðrum og systrum og sjálfum mér. Hann tók það á sig allt til þess að gefa mér aftur það líf, sem ég hef fyrirgert og glat- að. Nú er allt orðið nýtt. Svo elskar Guð. Hvað annað skiptir máli héðan af en að þiggja þetta undur, tileinka sér þetta leyndarmál og boða það? Þetta meinar Páll, þegar hann segist ásetja sér að vita ekkert 1 boðun 3inni nema Jesú Krist og hann krossfestan. Eitt er það, sem ég veit og vil. Ég er höndlaður af Kristi Jesú (Fil. 3,12), hef gefið mig á hans vald, bið þess eins, að mér verði gefin orð að mæla til þess að kunngjöra með djörfung leyndardóm fagnaðarerindisins (Ef. 6,19). Þetta erindi er sannarlega þess vert, að æðstu hæfileikar, hvers kyns manniegar gáfur, þjóni því. En það er of stórt til þess að mælskusnilld, þótt frábær væri, eða mannleg speki á hæsta stigi, dugi til þess að ná tökum á því eða koma því til skila. Guðs skapandi máttarorð, Guðs heilagi andi, verður sjálfur að ljúka upp og lýsa upp hið dimma hjarta manns, svo að undr- ið gerist þar, kraftaverk lífsins. II Margir komu eftir Pál, gagnteknir af sömu auðmýkt og hann frammi fyrir þeirri köllun að boöa leyndardóm Guðs. Hallgrímur kom. Hann ásetti sér að boða og útbreiða krossins orð. Hann treysti ekki fremur en Páll á frábæra mælsku- snilld eða speki. Þó var hann það dómbær á sjálfan sig, að hann vissi vel um þá snilld í máli og hugkvæmni sem honum var gef- in. Hann vildi ekki skiljast við Passíu- sálmana sína fyrr en þeir stæðust ýtrustu kröfur um skáldlega áferð. Seint hefur honum fundist, að ekki mætti betur gera. Ekkert verk hefur hann nostrað við af þvílíkri natni og engin iðja hefur veitt honum eins mikla fullnægju. Það sést m.a. af því, hversu oft hann afritar þessa sálma sína. Og þó er það vafalaust ekki ofmælt hjá honum, þegar hann skrifar, að þessa sína iðkun, skáldskapinn, hafi hann svo sem á hlaupi henda hlotið, „hversdagsleg húsiðja vill ekki undan fellast hjá þeim fátæku". Hann þurfti að sýsla um bú sitt og embættisómak hafði hann, 3em honum fannst stundum strangt. En því ljúfari og dýrmætari voru næð- isstundir hljóðra morgna, þegar hann, eins og segir í gamalli heimild, „nýstiginn af sæng sinni" orti 2, 3, eða 4 vers, sem hann síðan umbætti og fullgerði. Hann hefur þakkað þá dropa, sem féllu í „sjóðinn hjartans" á slíkum stundum innsæis og hugljómunar. Og glaðst þegar „móðurmál- ið mitt“ lék ljúflega við taum og strengir þess ómuðu tærir og djúpir við grip hans. Það var unun að hugsa á þessari tungu og beita speki hennar. Það tókst honum. Hann elskaði þessa sálma sjálfur og fyrst- ur. Efnið er þess eðlis, að „fögnuður er að hugsa um það“. Það sem hann fékk „í þau fáorðu sálmavers innbundið" var runnið frá dýpstu hjartarótum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.