Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 18
Valtý tíu árum síðar, og um langt skeið gegndi því hutverki, sem Björn Bjarnarson ætlaði Heimdalli. Vert er að gefa því gaum, að tveir mótherjar og forystumenn í íslenskri stjórnmálabaráttu um síðustu aldamót. Hannes Hafstein og dr. Valtýr Guðmundsson, skyldu báðir skrifa í fyrstu tvö hefti Heimdallar. Björn Bjarnarson varð hins vegar pólitískur samherji Hann- esar og átti eftir að sitja á þingi fyrir Heimastjórarflokkinn á árunum 1901 til 1907. í auglýsingu, sem birtist í lok 2. tölu- blaðs segir: „Við pólitík fæst Heimdallur alls ekki, og persónulegar meiðingar og skammir koma ekki í blaðið. Margir hafa lofað mér að rita í blaðið, og skal helst nefna háskólakennara Gísla Brynjólfsson, vísiprófast Eirík Jónsson, skáldin Hannes Hafstein, Einar Hjörleifsson, Bertel E.Ó. Þorleifsson og Gest Pálsson. Myndirnar hef ég fengið til láns hjá „Illustreret Tid- ende“. Allir þessi menn, sem Björn telur upp og hafa lofað að rita í blaðið láta verða af því, nema Gestur Pálsson og Eiríkur Jónsson. Hinir láta allir mikið að sér kveða. í þriðja tölublaði ritar Hannes ít- arlega grein um Georg Brandes og baráttu hans við þröngsýna landa hans. Hannes rekur feril Brandesar, sem þá er á besta aldri, og engum getur dulist hrifning hans: „Hann er fullkomnasta skáld það er snert- ir framsetninguna og andríki hans sést í hverju, sem hann ritar.“ í framhaldi af greininni, birtist svo þýðingin, sem leiddi Hannes í fyrsta sinn á fund Brandesar. Hér gefst ekki kostur á að rekja efni Heimdallar. En þess má geta, að fleiri kunnir íslendingar rituðu og þýddu efni í blaðið, m.a. Ólafur Davíðsson fræðimaður og Klemens Jónsson landritari. Sá síðar- nefndi var mágur Björns, bróður Önnu konu hans, en Þorbjörg, fyrri kona Klem- ensar, var systir Björns. Mér sýnst verðugt verkefni að gefa út ljósprent af þessum eina árgangi, sem út kom af Heimdalli og telur 192 bls. ugt, að upphafsmaðurinn að útgáfu þessa vinsæla fjölskyldublaðs var íslendingur- inn Björn Bjarnarson sýslumaður Dala- manna. SÖFN VOR Áður en við skiljumst við blöð Björns Bjarnarsonar, er rétt að staðnæmast við grein, sem hann ritaði í júlíhefti Heim- dallar 1884 og nefndi Söfn vor. Þessi grein varð upphaf þeirrar framkvæmdar, sem sennilega mun halda nafni hans lengst á lofti. Greinin hefst á þessa leið: „Öllum íslendingum ætti að vera annt um að fjölga og stækka söfn vor, því að bæði er að sómi fyrir landið að eiga mörg og góð söfn og því næst mjög gagnlegt. Söfnin eru ekki aðeins til skemmtunar, heldur nauð- 7 lílulil Ménaðarblað «ie5 mindum ; Júlím. HHI. iltrr.-i* Eirlkeeon. Forsíða Heimdallar íjúlí, 1884, með mynd af Magnúsi Eiríkssyni. fbúðarhúsið á Sauðafelli í Dölum sem Björn byggði. Hann situr í sýslu- mannsbúningi utan við húsið ásamt fjölskyldu sinni. stæðum hætti og miklu áræði. Er hann á þessa leið: „/ sambandi við þetta get éggetið þess, að mér kom til hugar í vetur að stofna olíumyndasafn heima í Reykjavík, og átti safn þetta að vera í eigu landsins. Myndirnar hugsaði ég mér að fá að gjöf hjá málurum á Norðurlöndum, en rammana utan um þær með því móti, að biðja menn hér og heima að gefa fé til þeirra. Ég hef síðan farið þess á leit við ýmsa málara hér, að þeir gæfu myndir til safns þessa, og hef ég fengið góðar undirtektir, og er nú búinn að fá loforð fyrir 16 myndum. Af þeim sem lofað hafa mér mynd- um, vil ég nefna málarana Kröyer, Locher og Blache (sem áðir hafa verið heima á fslandi), próff. Blache, Exner og Aagaard, Thor- vald Niss og la Cour, og eru þeir taldir beztir málarar í Danmörku. Þar að auki hafa tveir myndasmið- ir, prof. Steen og Norðmaðurinn Castberg, lofað mér einhverju myndasmíði. Ég hef nú von um að geta safnað minnst 30 myndum og er það að vísu ekki stórt safn, en vonandi er það stækki síðar smám saman. Myndirnar eigi að vera til- búnar næsta vor og verða þá sendar til Reykjavíkur. Húsrúm handa verið dagsett 18. júní 1885, „en það finnst ekki nú í skjalasafni landshöfðingja". Þjóðminjavörður gerir skrá sína af samviskusemi og sýnir hún, að ýmsir lista- menn hafa bæst í hóp þeirra, sem Björn nefnir fyrst. Er ekki að efa, að listamenn þeir, sem Björn leitaði til voru mikils metnir i heimalandi sínu og hefur vegur sumra enst til þessa dags. Lang frægastur þeirra var Peder Severin Kreyer, f. 23. júlí 1851 í Stavanger, d. 21. nóvember 1909 á Skagen. Hann nam á Akademíunni í Kaupmannahöfn og á skóla Bonnats í Par- ís. Vann hann Grand Prix í París 1887 og aftur 1900, og gullverðlaun í Berlín 1891. Um hann hefur verið sagt, að hann hafi verið á meðal þeirra, sem opnuðu dyrnar fyrir danskri list að hinum stóra heimi, og jafnframt endurvakið virðingu annarra þjóða fyrir danskri myndlist með sérstæð- um og vel gerðum málverkum, sérstaklega áhrifamiklum sumarnæturmyndum frá Skagen. Kroyer gaf listasafninu íslenska mynd, sem hann nefndi Hjá Joakim á Skaganum. Flestra hinna listamannanna er getið í danskri listasögu, þótt frægð þeirra hafi enst misjafnlega. En Björn hefur ekki hikað við að ganga á fund þess- ara manna, sem af glöggskyggni mátu ein- lægan áhuga hans og brugðust vel við. Og kunnugum ber saman um, að hann hafi jafnan gætt þess vel, að vanda til umgerða listaverkanna. Hjónin Guðný Jónsdóttir, Björn Bjarnarson og börn þeirra, Anna ogStefán. &argang lH8r, nr. 1 „t<*H vi«w’ lcfur l «r»ii< :4 Crr Mvdtialrt aUr K».v diiMrrr l r.min.uf. A»idr. Svrrí.tr IdMl cr» t'cli.'d-frnrt i tdiinidrf. Cnlrllr Uumrr teht i itpdldMmr U Crr ^eHniM iil Vrrtrnet'ofi irrcni.iiirio v.tnfc toýrr Vldírl I Jlr *iC. Jlt'nr Idlrt, 7 Hr. nn C. «drli.| frirdlr ful'Uril'rntlam Irrr rrb. »rt 11 t*n?l (rit Corfiagcn ö :! Danuar . Srit virm- cri.t.irr Xniion.tr imrc rd Vrtd. Ii:id .ti l» Ctr tcr rrit Artrrlit HpucdrciUinlr. Ji iM»iurr mcM.ttce vad Hl.tr<■* Heiilcr. Mt'lrcn Ij.'ftd.itr d. H|.‘Criil’.H'n IC.. »rr Ani'.oitct IStffti tlonrr c.j df rc ficfit r-o.i ÞdiiMcrr. Urr i'Umid.irl irr (« H i rUcr vc» flctr. Jlnncdcrr lnrrcmuit* !•• nl tu ptíi. íla'jdi. ^rafilini ^i.iefifaö for JjU'jniobrc, ubiiioeí af Caml. jur. "2i. •Zíiarniirfou Blaðhausinn á Vort hjem — útgefandi cand. jur. B. Bjarnarson. Þessu húsmæðrablaði Björns var síðan breytt íHjemmet, sem fslendingar þekkja vel. Praktisk Ugeblad Um það leyti, sem Heimdallur rennur sitt skeið á enda, hefur Björn Bjarnarson fengið nýja hugmynd, sem hann dregur ekki að hrinda i framkvæmd. Hann setur á stofn danskt vikublað, sem hann nefnir Vort Hjem. Fyrsta tölublað kemur út laug- ardaginn 3. janúar 1885, en stefnuskrá blaðsins hefur Björn þegar samið í des- ember 1884. Þetta er kvennablað eða eins og segir á forsíðu: „Praktisk Ugeblad for Husmodre, udgivet af Cand. jur. B. Bjarn- arson.“ í aðfaraorðum getur Björn þess, að konur muni að mestu leyti sjá blaðinu fyrir efni og skrifa í það, enda muni það fjalla um áhugaefni þeirra og aðstæður í samfélaginu. Og hann telur upp fjölda viðfangsefna, sem um verður fjallað. Þetta blað verður síðan hægt að panta í hverri bókabúð og hverju pósthúsi í Danmörku, Suður-Jótlandi og í Noregi. Óneitanlega minnir þetta framtak Björns á áhuga Magnúsar frænda hans Eiríkssonar fyrir málefnum kvenna og réttindabaráttu þeirra. Og hann kemur blaðinu myndar- lega af stað eins og hans var von og vísa. Ritstýrir hann því í hálft ár og koma út 23 tölublöð á þeim tíma. Þá verða eigenda- og ritstjóraskipti. Við blaðinu tekur K.E.A. Vennervald ritstjori. Þetta athyglisverða og nýstárlega kvennablað hélt áfram göngu sinni, fyrst um sinn í sama búningi og Björn hafði valið því, en smám saman varð á því breyting. Það færðist meira í þátt átt að verða fjölskyldublað og um síð- ar breytti það um nafn og nefndist Hjemm- et. Vikublaðið Hjemmet kemur ennþá út í Danmörku í risaupplagi. Um árabil hefur það komið inn á fjölmörg íslensk heimili. Um hitt mun fæstum íslendingum kunn- synleg, og alveg ómissandi ef vísindi og fagrar listir eiga að geta blómgast; forngripasafnið er t.a.m. nauðsynlegt fyrir þá, er stunda þjóðmenningarsögu (kúltúr- sögu) landsins og náttúrusöfnin fyrir þá, er stunda náttúrufræði, og auk þess að stór og góð söfn eru ómissandi fyrir lista- og vísindamenn eru þau mjög menntandi fyrir alla alþýðu, þvi að jafnvel þeir, sem skoða þau sér til skemmtunar, læra á því margt fyrirhafnarlaust og hjá mörgum getur vaknað löngun til þess að læra meira.“ Síðan hvetur höfundur til söfnun- ar forngripa. Landsmenn megi ekki láta um þá spyrjast, að þeir selji gripi úr landi, í stað þess að gefa þá forngripasafninu í Reykjavík. Þá fer hann nokkrum orðum um söfnun náttúrugripa og er þá rétt að geta þess, að síðar varð Björn einn af aðal- forgöngumönnum að stofnun Hins ís- lenska náttúrufræðifélags árið 1889 og náttúrugripasafnsins það sama ár. Hins vegar benda orð haris og áskorun til þess, að þegar árið 1884 hafi verið kominn vísir að náttúrugripasafni í Reykjavík. En næsti þáttur greinar Björns er um það safn, sem hann lagði grundvöll að með sér- söfnum er ekki mikið í Reykjavík, en með góðum vilja og lagi má lengi bjargast, og þegar söfnin eru orðin svo stór,að hvergi er hægt að koma þeim fyrir, þá er ekki ólíklegt að alþing láti byggja hús handa þeim.“ Bjartar Vonir Og Daufleg VlÐBRÖGÐ Viðbrögð heima á íslandi voru ekki í samræmi við bjartar vonir Björns Bjarn- arsonar. Ekki ríkti sá skilningur, sem hæfði þessri miklu gjöf og átti það eftir að koma í ljós. Fara af því litlar sögur. f Árbók Forleifafélagsins 1920 er að finna skrá um Listasafnið eftir Matthías Þórð- arson og segir þar: „Listasafnið var stofn- að af cand.jur. Birni Bjarnarsyni, síðar sýslumanni í Dalasýslu, 1885. Safnaði hann saman í Kaupmannahöfn um 40 mál- verkum á árunum 1885—87 og voru þau send landshöfðingjanum, sem kom þeim fyrir til geymslu í alþingishúsinu." Þess er getið neðanmáls, að fyrsta bréf hans til landshöfðingja viðvíkjandi safninu hafi Myndir á Tætingi Um þær mundir var ekki farið að kveða að íslenskum myndlistarmönnum að neinu marki og því var næsta eðlilegt, að Björn Bjarnarson leitaði til valinkunnra lista- manna á meðal frændþjóða okkar. Er til- gangur hans augljós. Hann vildi kveikja áhuga, ekki síst þeirra, sem hefðu hæfi- leika á þessu sviði. Var þess heldur ekki langt að bíða, að fram kæmu menn á ís- landi, er hlýddu köllun sinni. Tíu árum síðar sigldi Þórarinn B. Þorláksson til Kaupmannahafnar og fékk inngöngu í Akademíið og tveim árum á eftir honum er Einar Jónsson byrjaður að feta sig áfram á tréskurðarstofu við Grábræðratorg í Höfn. En Einar var einmitt sá íslenskra listamanna, sem síðar átti eftir að láta í ljósi skoðun sina á dauflegum undirtektum við framkvæmdum Björns. Sem fyrr er frá greint var málverkasafnið sýnt í Barna- skóla Reykjavíkur sumarið 1885. Siðan mun því hafa verið komið fyrir á ýmsum stöðum. Það, sem hægt var að koma fyrir í alþingishúsinu, var hengt þar upp í fyrstu. En síðar dreifðust myndirnar. I lok minninga sinna birtir Einar Jónsson erfðaskrá sína þar sem hann gefur ís- lensku þjóðinni ævistarf sitt. Fyrir þeirri miklu gjöf setti listamaðurinn tólf skil- yrði, sem hann rökstyður síðan. 2. skilyrð- ið er það, að ekkert af verkum hans verði nokkurn tíma hreyft út úr safnhúsinu. Rökin, sem hann færir fyrir því banni, eru þessi: „/ þessu sambandi hafði ég í huga, að málverk úr safni því, er Björn S. Bjarn- arson sýslumaður safnaði á stúdentsárum sínumm hafa verið sum tætt frá öðrum til þess að prýða ýms einkaheimili — lánuð hingað og þangað. En með því virðist mér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.