Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 16
I
í
j
1
f
að er eðli sérhvers framfarastarfs, að hinir
fullkomnustu ávextir þess koma ekki
greinilega í ljós, fyr en langt er um liðið, og
er þá að vísu oft gleymt að láta getið nafns
hvatamannsins, brautryðjandans. — Þann-
ig komst ungur prestur að orði í ræðu, sem
hann flutti í kveðjusamsæti vestur í Mið-
dölum sumarið 1917. Dalamenn voru þar
að kveðja yfirvald sitt, Björn Bjarnarson,
sýsiumann á Sauðafelli, og konu hans, frú
Guðnýju Jónsdóttur Borgfirðings.
Presturinn ungi í Suðurdalaþingum, síra
Jón Guðnason síðar skjalavörður í Þjóð-
skjalasafni, mælti þar spámannleg orð, því
margþætt framfaraviðleitni Björns sýslu-
manns átti eftir að bera ríkulega ávexti,
en nafni hans hefur hinsvegar alls ekki
verið á loft haldið. Sætir það mikilli furðu,
þegar horft er um öxl og æviferill hans
kannaður, bæði í Danmörku og hér heima
á íslandi. Meðal margs annars lagði hann
grundvöll að menningarstofnun, sem ís-
lendingar virða nú mikils og þykir sómi að.
Hefði Björns ekki notið við, gætum við
ekki minnst aldarafmælis Listasafns ís-
lands um þessar mundir. Auðveldara hefði
verið að skilja þögnina um hugsjónamann-
inn Björn Bjarnarson, ef um hefði verið að
ræða ættsmáan heimaalning, en í þessu
tilviki var því ekki til að dreifa. Björn var
sýslumannssonur og átti kost á skóla-
göngu; nam lög, varð sýslumaður, sveitar-
höfðingi og alþingismaður. Hann var og
góðvinur ýmissa mikils metinna manna, er
mjög létu aö sér kveða, ekki síst Hannesar
Hafstein. Vera má að skýringa á gleymsk-
unni megi leita í sérstæðri skaphöfn hans
og jafnframt aðstæðum næsta ólíkum
þeim, er síðar urðu. Hann var fljóthuga
hugsjónamaður í samfélagi, sem ekki gat
fylgt honum eftir, enda í mörg horn að líta
hjá þjóð, sem var að vakna af svefni
eftir margra alda kúgun og deyfð.
Það er athyglisvert, að í hinu vandaða
verki sínu, íslensk myndlist, getur Björn
Th. Björnsson hvergi nafna síns á Sauða-
felli. Hann greinir frá vaxandi listaáhuga
Undarleg og ómakleg
þögn hefur verið um hug-
sjónastarf Björns Bjarn-
arsonar, sýslumanns Dala-
manna, sem lagði grund-
völlinn að Listasafni ís-
lands með málverkagjöf
fyrir 100 árum, gaf þar að
auki fyrstur manna út
myndskreytt mánaðarrit:
Heímdall, sem Hannes
Hafstein og fleiri góðir
menn skrifuðu í
EFTIR SÉRA BOLLA
GÚSTAVSSON
í LAUFÁSI
Björn Bjarnarson útgefandi
og rítstjóri og síðar sýslu-
maður. — Alger eldhugi og
rörpulegur að vallarsýn —
með mynd af Birni Bjarnarsyni, sem gert hefur rerið í tilefni
100 ára afmælis Listasafns íslands. Myndin er teiknuð eftir málrcrki,
sem danskur listamaður mólaði af Birni.
í Reykjavík á ofanverðri 19. öld í fyrra
bindinu (bls. 44—48) og þar er ef til vill
jafnframt að finna nokkra skýringu á
þögninni. Ritar Björn m.a.: „Hins vegar
minnast blöðin ekki einu sinni á það
tveimur áratugum síðar, í ágúst 1879, er
Þorlákur Ó. Johnson, sá hugkvæmi fram-
kvæmdamaður, efnir til sýningar í „Glas-
gow“ á eftirprentunum erlendra málara og
býður þær til sölu.“ Virðist 3em að áhugi
íslenskra blaðamanna hafi ekki glæðst
fyrir myndlist á þeim níu árum, sem liðu
þar til Björn Bjarnarson sendi heim til
íslands mikla gjöf norrænna málara, sem
sýnd var í Barnaskóla Reykjavíkur sumar-
ið 1885. Þeirrar sýningar er hvergi getið í
listasögu Björns Th. og ekkí þeirra tíma-
móta í menningarsögu íslands, sem íólust
í þeirri gjöf, sem hingað barst að frum-
kvæði Björns Bjarnarsonar. Er ekki
ósennilegt að íslenskum blöðum hafi ekki
orðið tíðrætt um þennan viðburð, enda
önnur listgrein fremur í hávegum höfð í
landinu. { „Öldinni sem leið", 1861—1900,
er þessa þó getið í smáklausu, sem te'kin er
upp úr samtímaheimild, undir fyrirsögn-
inni „Vísir að málverkasafni". Þar segir:
„Fyrir forgöngu Björns Bjarnarsonar
cand. juris. hefur landið nú eignazt vísi að
málverkasafni. Fór Björn þess á leit við
ýmsa málara á Norðurlöndum og auðuga
listvini, að þeir gæfu íslandi málverk til að
koma þar upp myndasafni. Þetta bar þann
ávöxt, að Björn hefur á skömmum tíma
safnað um 40 olíumyndum, ílestum stór-
um, þar á meðal af stöðum á íslandi.
Nokkrar þessara mynda (11 að tölu) eru nú
komnar til Reykjavíkur og verða fyrst um
sinn til sýnis í barnaskólahúsinu.“
Ætt Og Uppruni
Hver var þessi athafnasami listvinur,
sem ekki lét sitja við orðin tóm, en hafði
djörfung til þess að ganga á fund virtra
myndlistarmanna í öðrum löndum og biðja
þá að gefa myndlausri þjóð listaverk?
Björn Stefánsson Bjarnarson fæddist í
Kaupmannahöfn þann 23. desember árið
1853. Faðir hans, Stefán Björnsson síðast
sýslumaður í Árnessýslu, var þar enn við
ilaganám, er sonurinn fæddist. Móðir hans
var hins vegar af dönsku bergi brotin,
Karen Emilie Jörgensen óðalsbónda á
Fjóni. Stefán sýslumaður var fæddur á
Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, sonur Björns
bónda þar Sigurðssonar og Þorbjargar
Stefánsdóttur prests á Presthólum Lár-
ussonar Scheving. Meðal barna Þorbjargar
frá fyrra hjónabandi var Magnús Ei-
ríksson guðfræðingur, einn umdeildasti
menntamaður í röðum íslendinga í Kaup-
mannahöfn á 19. öld.
Björn á Ketilsstöðum hafði gengið hon-
um í föðurstað og ávallt reynst honum
hollvinur og einlægastur stuðningsmaður.
Það mat Magnús mjög mikils og reyndi að
endurgjalda ástríki fóstra síns í hvert
sinn, er færi gafst. Þegar Stefán hálfbróð-
ir hans varð að ganga úr Lærða skólanum
í Reykjavík eftir pereatið 1850, þá brást
Magnús vel við og fékk leyfi til þess að
útskrifa hann stúdent í Kaupmannahöfn
árið 1851.
Það skýrir ef til vill betur geðslag
Björns Bjamarsonar, þegar í ljós kemur,
að hann er bróðursonur þess sérstæða
manns, Magnúsar Eiríkssonar. Óvenjuleg
16