Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 21
Karen Agnete: Alltaf að mála yfír gamlar myndir. Lesbók/Ámi Sæberg. Allt var svo „Ég skil það ekki. En ætli sýningarnar séu þá ekki eftir því? Ég veit það ekki, því ég fer ekki á sýningar nema stöku sinnum. Nýjabrumið höfðar ekki til mín og ég get alveg tekið undir með prófessornum við Akademíið í Kaupmannahöfn, sem var al- veg hættur að sækja sýningar. Hann kvaðst í fyrsta lagi vera búinn að finna sjálfan sig og í öðru lagi ekki skilja nýja- brumið. En auðvitað þurfa að vefða breyt- ingar og þróun í myndlist; það gefur auga leið. En mér finnst sú viðleitni fara út í öfgar. Þetta sem kallað er nýja málverkið þekki ég þó ekki; líklega er ég ekki nægi- lega forvitin. Mér skilst að það sé ein- hverskonar expressjónismi og mér hefur að vísu alltaf geðjast vel að þeirri leið — og myndi líklega sjálf vera dregin í þann dilk.“ „Hvernig Iífsreynsla er það svo að halda sína fyrstu sýningu eftir alla þessa áratugi?“ „Það reyndi nú ekki mikið á mig. En það var undarlegt, að allt í einu gerðist það með þriggja daga miliibili, að tveir aðilar höfðu samband við mig og vildu fá mig til að sýna. Ég átti nokkrar myndir og kaus að sýna í Gallerí Borg, vegna þess að það var minni salur og þar þyrfti ég aðeins að hafa 12—13 myndir. Þessar myndir, sem ég sýndi þarna voru allar frá síðustu fjór- um árunum og þær nýjustu frá í sumar. Reykjavíkurborg keypti eina mynd; einnig Háskólinn og fleiri. Þetta var allt frekar skemmtilegt og ágæt lífsreynsla." „Málari sem kominn er yfir áttrætt ætti að eiga verulegt safn af myndum eftir sjálfan sig. En mér sýnist þú eiga fáar myndir. Selurðu svona mikið, þótt þú hafir ekki haldið sýningar?“ „Nei, það gerist sjaldan að ég selji mynd. En það er rétt, að ég á næsta fátt af mynd- um og það stafar meðal annars af því, að ég tek svo oft eldri myndir og mála yfir þær, vegna þess að þá er ég ekki lengur ánægð með þaér. Stundum eru margar myndir undir þeirri, sem loks fær að lifa.“ „Þú ert hraustleg miðað við aidurinn. Er heilsan góð?“ „Ég hef verið afskaplega heilsuhraust og alveg getað stundað málverkið þess vegna. En nú er sjónin að daprast. Ég get nú aðeins málað stutt í einu, því smám saman verður allt óskýrt og þá verð ég að hætta.“ skemmtilegt í Kflakoti tli það sé ekki einsdæmi og ætti þá að standa í heimsmetabók Guinness, að málari sem búinn er að stunda list sína alla ævi, haldi þá fyrst einkasýn- ingu, þegar hann er kominn yfir átt- eftir GISLA SIGURÐSSON Karen Agnete Þórar- insson segir frá ævintýri lífs síns, sem hófst þegar hún kynntist Sveini Þórarinssyni í Akademí- inu í Kaupmannahöfn — og flutti með honum í torfbæ norður í Keldu- hverfi. Núna fyrst, eftir 60 ára undirbúning, hefur hún haldið sína fyrstu einkasýningu rætt. Þannig er því varið með Karen Agn- ete Þórarinsson, sem verið hefur þjóð- kunnur málari í marga áratugi. Flestum er ugglaust þannig varið, að þeir hafa ekki framtak eða eiga ekki myndir til að sýna, þegar komið er yfir áttræðisaldurinn, allrasízt ef þeir hafa aldrei gert það áður. Það er einnig í hæsta máta athyglisvert að málari skuli á þessum aldri standa uppá sitt bezta; einmitt þegar sjónin er að byrja að svíkja — en það sýnir vel hversu löng og torfarin þroskaleið málarans er. Enda þótt ekki hafi farið mikið fyrir Karen Agnete Þórarinsson í listalífinu, þekkja landsmenn hana vel sem málara og eiginkonu Sveins Þórarinssonar málara frá Kílakoti. Samt kom sýning hennar í Gallerí Borg á dögunum á óvart, bæði vegna þess að myndirnar voru nýjar; flest- ar málaðar 1983 og ’84, en einnig og ekki síður fyrir hitt, að betri myndir höfðu naumast sést eftir Karen Agnete. Hún er eins og engilsaxneskir segja: Still going strong. Ánægjulegt er að koma í vinnustofu listakonunnar við Kvisthaga og finna þar enn eitthvað af andrúmi Akademísins í Kaupmannahöfn, að minnsta kosti í myndunum hennar. Þar fyrir er myndefn- ið eins rammíslenzkt og væri hún fædd og uppalin á íslandi: Gamli tíminn, veröld sem var með oliulömpum og emaleruðum kaffikönnum. Samtal okkar hófst með því að við litum á tvær myndir eða þrjár, sem hún var að vinna. En hún var ekkert að flýta því verki, sagði að afköstin væru orðin ósköp lítil. Ég spurði hana, hversvegna hún hefði ekki haldið einkasýningu fyrr; búin að mála í 60 ár. „Ástæðan er nú sú,“ sagði Karen Agn- ete, „að ég hef aldrei getað safnað saman í. einkasýningu fyrr. Ég mála mjög hægt og hef alltaf gert það. Stundum liggur ein mynd eftir mánuðinn, stundum tvær — stundum jafnvel engin.“ „Þú hefur ugglaust orðiö vör við, að sutnir halda tvær eða þrjár sýningar á ári?“ Saga Karen Agnete er að sumu leyti ævintýri líkust. En það er ekki ævintýrið um fátæku bóndadóttur- ina, sem giftist furstanum og fór að búa i höll. Þessu er alveg öfugt far- ið, en er ævintýri engu að síður. Karen Agnete var nefnilega yfir- stéttarstúlka í Kaupmannahöfn; faðir hennar, Karl Christian Ene- voldsen var verksmiðjueigandi og rak sælgætisverksmiðju. Hann hef- ur eftir myndum að dæma verið stórglæsilegur maður á gamals aldri og kom síðast til íslands 1976, þá 96 ára gamall, en áður hafði hann komið og setið fyrir hjá Jóni Kaldal. Enevoldsen-hjónin áttu þrjár dætur; Karen Agnéte var elzt og hefði ugglaust getað fengið að læra og leggja fyrir sig það sem hún vildi. Hún valdi myndlistarnám í Akademíinu í Kaupmannahöfn; kynntist þar Sveini Þórarinssyni frá Kílakoti og flutti með honum norður í Kelduhverfi að námi loknu og fór að búa í torfbæ. Svona eru vegir ástarinnar órannsakanlegir. „Voru ekki fleiri fslendingar með ykkur Sveini á Akademíinu uppúr 1920?“ „Jú, þar voru þá einnig Gunnlaugur Scheving, Sigurjón Ólafsson og seinna Jón Engilberts. Grete, sem síðar varð kona Gunnlaugs Scheving var þar á sama tíma, og þau kynntust þar. Hann var annars mjög fáskiptinn maður Gunnlaugur Scheving, en þeim Sveini og honum féll vel að vera saman og þess vegna kynntist ég Gunnlaugi vel og síðar Jóni Éngilberts. Aftur á móti urðu næsta lítil kynni við Sigurjón. Ekki vissi ég neitt sem heitið gat um ísland á þessu stigi málsins og það var vægast sagt framandlegt að koma í fyrsta sinn til landsins. Það var árið 1929 og við Sveinn nýbúin að láta pússa okkur saman í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn. Við fórum þá beint norður í Kílakot í Kelduhverfi, þar sem foreldrar Sveins bjuggu. Þá var ekki búið að byggja á nútímavísu í Kíla- koti; þar var ofur venjulegur torfbær. Og þar holuðum vió okkur niður og vorum í heil tvö ár unz við byggðum hús í Ásbyrgi í byrjun kreppunnar miklu árið 1931; það var kallað Byrgi." „Hvernig var að koma frá kóngsins Kaupmannahöfn og fara að búa í torf- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.