Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 27
Að hrópa
tíu sinnum á dag
Sigurður / blutverki Fausts í NUrnberg 1943.
Fyrir skömmu birtist hér í blaðinu samtal við
Hilmar Skagfield verksmiðjueiganda í
Tallahassee og ræðismann íslands þar og
var m.a. minnst á föður hans Sigurð Skag-
field óperusöngvara og dvöl hans í fanga-
búðum nasista á styrjaldarárunum. Les-
bók hafði áhuga á að kynna sér nánar ævi
Sigurðar og örlög og fékk í því skyni heim-
ildir hjá Hilmari til að vinna úr efni í
þessa grein. Sigurður Skagfield var lang-
dvölum erlendis og aflaði sér mikillar
menntunar, enda vel búinn undir starf sitt
sem óperusöngvari. Hann kvæntist Lovisu,
móður Hilmars Skagfield, 1922 og var þá
27 ára gamall, fæddur 29. júní 1895, en lést
sama mánaðardag í september 1956. Lov-
isa var dóttir Alberts Kristjánssonar
bónda á Páfastöðum í Skagafirði og Guð-
rúnar Ólafsdóttur og var Albert síðari
maður hennar. Að lokinni námsdvöl á Hól-
um í Iljaltadal varð hann ráðsmaður hjá
Guðrúnu, sem þá var ekkja eftir Stefán
Jónasson á Páfastöðum og giftust þau Al-
bert árið eftir að hann kom þangað, 1889.
Um þau hjón og fleiri sem bjuggu í Skaga-
firði mátti segja eins ogkomist var að orði
um bændur í Reykjadal í Guðmundar sögu
dýra: „Þar var þá gott bóndaval í dalnum."
Albert og Guðrún þóttu hin merkustu hjón
og var Guðrún dóttir séra Ólafs Ólafsson-
ar sem kallaður var stúdent vegna þess
hve langt leið frá því hann lauk námi í
skóla og þar til hann fékk brauð. Frá hon-
um segir m.a. í Bólu-Hjálmars sögu, en
Björn Egilsson frá Sveinsstöðum hefur
skrifað um Albert á Páfastöðum í 3. bindi
ritverksins, Bóndi er bústólpi.
Ingibjörg Lovisa kona Sigurðar Skag-
fields var fædd 7. janúar 1895, annað barn
Guðrúnar og Alberts. Hún ólst upp á
heimili gáfaðra og glæsilegra foreldra
sinna ásamt tveimur öðrum systkinum
sínum sem upp komust, en tók við bústjórn
hjá föður sínum eftir andlát móður sinnar
og þótti stjórnsöm myndarhúsmóðir eins
og Guðrún móðir hennar.
aðdáandi jóns leifs
Eins og fyrr getur dvaldist Sigurður
Skagfield langdvölum erlendis bæði við
nám og störf og aflaði sér meiri frægðar
sem óperusöngvari en almennt gerist með
litlum þjóðum. Hann kynnti sér heims-
tónlist og túlkaði hana í merkum óperu-
húsum, en flutti jafnan með sér íslenskan
arf, enda þjóðrækinn vel og kunni að meta
rammíslenska arfleifð, söng mikið af ís-
lenskum sönglögum og gerði garðinn fræg-
an. Leiðir þeirra Jóns Leifs lágu því saman
og kunnu þeir vel að meta hvor annan.
Sigurður Skagfield söng m.a. syrpu af
sönglögum Jóns Leifs við fornan íslenskan
skáldskap og taldi hann mikinn brautryðj-
anda í tónlist. Þegar Sigurður Skagfield
kom heim að stríði loknu skrifaði hann
greinar og gagnrýni í íslensk blöð, einkum
um íslenska tónlistarmenn og eina slíka
grein nefndi hann: Tónskáldið Jón Leifs.
Þar vitnar hann í ljóðlínur eftir Runeberg,
þar sem talað er um að hatrið snúi sér
aftur við gröfina og segir að engin ástæða
sé til þess að Jón Leifs leggist í gröfina til
að hljóta viðurkenningu á íslandi, því að
hann hafi samið stórverk, þessi húnverski
alheimsborgari, eins og hann kemst að
orði. Hann segir enn að Jón Leifs sé ein-
stæðastur allra Norrænna tónskálda sem
farið hafi nýjar leiðir á þessari öld „og
hefði hann að sjálfsögðu fyrir hundrað ár-
um annaðhvort verið álitinn tröll eða
huldumanns sonur eða landshornamaður".
Þá minnist Sigurður á íslenska Iistamenn
með framúrskarandi listgáfur sem hafi
verið hraktar út í ystu myrkur á íslandi og
enn eimi eftir af þessu skilnings- og hugs-
unarleysi „að telja hina gáfuðu og sér-
kennilegu listamenn íslensku þjóðarinnar
vergangsmenn og vesalinga". Sigurður
Skagfield segir að verk Jóns Leifs séu
sterk og fögur, en ekki aðgengileg, og lýsir
hinum helstu: Edda-Oratorium, Sinfonia
1, Söguhetjur, Baldr, Tónadrama án orða,
Galdra-Loftur og Þjóðhvöt. „Ég er ekki
neinn spámaður," segir Sigurður Skagfield
I lok greinarinnar, „en um eitt þykist ég
fullviss, að þegar íslendingar eignast full-
komna ríkis sinfóníuhljómsveit og hægt
verður að uppfæra hin stóru verk Jóns
Leifs, þá hlustar þjóðin og setur hann á
bekk með hinum stóru snillingum íslend-
inga, Einari Benediktssyni, Einari Jóns-
syni, Jóh. Kjarval og Halldóri Kiljan Lax-
ness.“
Sigurður Skagfield eignaðist tvö börn
með Lovisu konu sinni, Hilmar ræðismann
sem fæddur er 25. júlí 1923, kvæntur
Kristínu Guðmundsdóttur, ættaðri frá
Ánabrekku á Mýrum, og Eddu húsfreyju á
Páfastöðum, fædd 7. maí 1930, gift Baldri
Helgasyni bónda. Hilmar sagði í fyrr-
nefndu Morgunblaðssamtali að Edda syst-
ir hans hefði „þessa fínu söngrödd". Björn
Egilsson lýsir Páfastaðaheimilinu með
þeim hætti að óvíst sé hvort það hefði
verið meiri gæfuvegur fyrir Eddu Skag-
field að verða óperusöngkona en bónda-
kona, svo mikil húsfreyja sem hún hefur
verið á þessu myndarheimili.
FYRSTI tenór Við
MÖRG ÓPERUHÚS
í ÞÝSKALANDI
Leiðir þeirra hjóna, Lovisu og Sigurðar
Skagfield, skildu, enda var hann langdvöl-
um erlendis og með hugann við söngferil
sinn. Listamannsbrautin var honum
stundum erfið, en ávallt eftirsóknarverð.
var eitt af skilyrðunum
fyrir því að Sigurður
Skagfield óperusöngvari
fengi að starfa við óperu í
Þýzkalandi á stríðsárun-
um, en þar söng hann í
40—50 óperum á árunum
1938—1948
Hann hafði lagt á brattann og vissi að
Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt, að lyng-
tætlur stara á hann hissa. Sigurður taldi
þá eiga ýmislegt sameiginlegt. Hann söng
fyrst opinberlega á Islandi sem næst
æskuslóðunum, á Akureyri 1921, eftir
stutta dvöl við söngnám 1 Kaupmanna-
höfn. Þótt þá hafi skort á kunnáttuna,
leyndi sér ekki að þar var á ferð óvenju-
gott söngvaraefni og enginn minni
spámaður en Geir Sæmundsson vígslu-
biskup hvatti hann eindregið til að helga
sig sönglistinni og ekki þurfti að eggja Sig-
urð Skagfield lögeggjan. Hann var köllun
sinni trúr, lagði sigurviss og ótrauður út á
listamannsbrautina, sigraðist með ótrú-
legu þreki á öllum erfiðleikum, fjárskorti,
einangrun og jafnvel vítistvist í kvalastað
nasistanna í Grini. Milli þess sem hann
aflaði sér æ meiri þekkingar og tækni kom
hann heim til íslands í söngferðalög, naut
æ meira álits, var jafnvel fenginn til að
syngja tenórhlutverkið í níundu hljóm-
kviðu Beethovens þegar fílharmoníska
hljómsveitin í Hamborg flutti hana og
þannig mætti lengi telja, svo þekktur
söngvari sem Sigurður Skagfield var á sín-
um tíma, enda fyrsti tenór við mörg óperu-
hús í Þýskalandi og víðar í Evrópu þar til
Þjóðverjar vörpuðu honum í fangabúðir
1943. „Hann hefur eflaust verið rægður og
svo var hann skapmikill maður og þoldi
ekki nasista," sagði Hilmar í samtali við
Morgunblaðið. Sigurður var lengi í útrým-
ingarbúðum nasista, en hélt áfram að
syngja í Þýskalandi eftir að bandamenn
leystu hann úr haldi í stríðslok og var m.a.
fyrsti tenór við óperuna í Hamborg, en
kom alkominn heim 1948.
Einmana Og
Kalinn á Hjarta
Mikið af úrklippum er til frá söngferli
Sigurðar Skagfields erlendis og flest af því
afar lofsamlegt. Ekki verður það þó tíund-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. DESEMBER 1984 27