Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 24
Ræningjar á fjöUum Fjalla-Eyvindarþáttur hinn skemmri Þjóðin hefur alla tíð haft mikið dálæti á Fjalla-Ey- vindi, þessum langtíma útilegumanni, sem skaut yfirvöldunum ref fyrir rass og sigraði hálendi ís- lands og þess manndrápsnáttúru, en hvorttveggja, yfirvöldin og náttúruna, hefur þjóðin hatað frá ómunatíð og oftast haft til þess gilda ástæðu. Ey- vindar saga og Höllu gefur skáldlega sinnuðu fólki möguleika til allra átta: þau hjúin eru efni í ástarsögu, íslenzka útgáfu af Rómeó og Júlíu, vaðandi snjó, bryðjandi hvannarætur, étandi hrátt hrossaket og ekkert aðskilur þau nema dauðinn; þau eru efni í hetjusögu, sem gerist í snjósköflum og klettum; þau má nota í pólitíska frelsissögu uppreisnarmanna, sem unnu frelsinu frá Brimarhólmi og gálganum ofar öllu öðru — og loks eru þau efni í glæpasögu með barnamorðum og stórþjófnaði. Eftir Ásgeir Jakobsson Fyrsti hluti Eyvindur í Blámóðunni Þá mynd, sem þjóðin á af Eyvindi og vill gjarnan eiga, er að finna í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar og einnig í tveimur nýleg- um bókum og er önnur unglingabók. Myndin er svo dregin: „Eyvindur gerðist brátt flestum ungum mönnum vænni yfirlitum og að vallar- sýn. Hann var með stærri mönnum, glóbjartur á hár, útlimastór, stæltur og mjúkur í hreyfingum, hverjum manni hagari, hvort heldur var á tré eða járn, og öllum betur íþróttum búinn. Er til marks um það, að svo hratt bar hann yfir á handahlaupum, að skjótustu hestar höfðu eigi við honum, og varð honum þá ekkert að vegartálma eða til tafar. Glímumaður var hann frábær, bæði snar og bragðfimur, og syndur sem selur. Af öllum var hann vellátinn, því að hann var ljúfur í viðmóti og geðprúður, hæglátur í framkomu og glaðlyndur. Verkmaður þótti hann góð- ur og sér í lagi vandvirkur og útsjón- arsamur. En sá var ljóður á ráði hans, er gerði, að hann varð hvergi mosagróinn í vist: Hann var svo ófrómur, að ekki þótti einleikið, og stal öllu steini léttara. Átti hann það helzt að þakka viðmóti sinu og vænleik að öðru leyti, að enginn vildi gefast til að kæra hnupl hans og grip- deildir og stuðla þannig að því, að hann kæmist undir mannahendur ...“ Þá er í annarri bók að finna: „Eyvindur var aðlaðandi og fríður sýnum, eins og lýs- ingin af honum ber með sér. Enginn vafi er á því, að hann var hið mesta kvennagull og komust ungar stúlkur nokkuð við á því.“ — Þessu til sönnunar er það sagt, að tvær griðkonur féllu undir Eyvind og fæddu honum sitt barnið hvor, og er þess þá að geta að í þennan tíma var það lenzka að vinnukonur kenndu vinnumönnum börn húsbænda sinna. í leikriti Jóhanns er svo að finna, hvernig kvenskörungurinn Halla, fríðust kvenna, lagði ofurást á Eyvind og hljóp með honum á fjöll. nærmynd af Eyvindi Og Önnur Af HÖLLU Þegar Eyvindur hvarf úr Traðarholti í Flóa sumarið 1745, og þá á besta aldri, rúmt þrítugur, var auglýst eftir honum á Alþingi næsta sumar (1746) og þar sem maðurinn átti að vera öllum auðþekktur af lýsingunni, reyndu yfirvöld að hafa hana sem nákvæmasta. í Alþingisbók 1746 er að finna þessa lýs- ingu og hún er svofelld: „Af Brynjólfi Sigurðssyni sýslumanni var lýst eftir óskilamanninum Eyvindi Jónssyni, sem í fyrra í júlímánuði burt strokið hafði frá Traðarholti í Stokks- eyrarhreppi úr Árnessýslu fyrir utan nokkra kynning og skudsmaal, einnig sé með stórum líkindum riktaður af þjófnaði í Árnessýslu og eru hans auð- kenni þessi: Grannvaxinn með hærri mönnum, nær glóbjartur á hár, sem er með liðum að neðan, toginleitur og ein- leitur, nokkuð þykkari neðri vör en efri, fótgrannur, mjúkmáll og geð- góður, hirtinn og hreinlátur, reykir lítið tóbak þá býðst. Hagtækari á tré en járn, góður vinnumaður og liðugur til smávika, lítt lesandi en óskrif- andi. Raunar gjarnan fyrir munni sér kvæða- eða rímuerindi, þó afbakað. (Leturbr. Á J.) Öskar sýslumaður eftir, að konunglegir valdsmenn hér á landi vildu tilhlutast, að þessi Eyvindur verði fluttur til sinna átthaga um hæl, þar sem hann nokkurs staðar kynni að staðnæmast eða hittast." Eins og sést, þá hefur allt fallið þarna niður um íþróttamennskuna, sem maður- inn hefði þó verið auðþekktastur á, slíkur sundkappi, glímukappi og handahlaupari og ekkert er getið um að hann sé varasam- ur vinnukonum. Þá hefði öðrum frægum útilegumanni, Gretti nokkrum Ásmunds- syni, ekki þótt það stórmannleg lýsing á sér, að hann væri „góður vinnumaður og liðlegur til smávika". Það er glöggt að Eyvindur hefur verið glæsimenni að hárafari, en hann skiptir ekki litum, svo sem kempur gerðu til forna, heldur er „einleitur", sem þarna merkir litaraftið eflaust fölt, en varla „sérvitur“. Þá er nokkru „þykkari á honum neðri vörin en efri“, og væri þetta nú ekki tekið fram um munnlagið, nema það hafi verið áberandi og þetta munnlag köllum vér nú skúffukjaft. Þá er tekið fram að Eyvindur sé „fótgrannur" og er hið sama að segja um það og munnlagið, að þessa væri ekki getið nema um afbrigðilegt fót- lag væri að ræða og því verður ekki annað af þessu ráðið, en Eyvindur hafi verið með spóafætur. Andlegt atgervi hans kemur okkur þó mest á óvart, sem lifað höfum í Jóhanns- Eyvindi. Eyvindur er sagður „lítt lesandi, en óskrifandi og afbakar þau kvæði eða rímur sem hann raular". Til er svo önnur opinber lýsing af Ey- vindi rúmt fertugum (1765) og er hún mjög ámóta, nema þá er hann orðinn „bólugraf- inn og reykir mikið". Þá er það hún Halla. Alltaf þegar leikin er Halla, þá eru leitaðar uppi hinar föngu- legustu íeikkonur, en það er ekki víst að Eyvindur kannaðist við elskuna sína, ef hann sæi hana á íslenzku leiksviði. Halla er að vísu orðin fertug, en þó ný- lega lögzt út, hlaupin burt með „Kára“, þegar gefin er af henni opinber lýsing og hún er svofelld: „Halla er lág og fattvaxin, mjög dimmlituð í andliti og höndum, skol- eygð og brúnaþung, opinmynnt, lang- leit og mjög svipmikil og ógeðsleg, dökk á hár, smáhent og grannhent, brúkar mikið tóbak.“ (I hinum prent- aða texta Alþingisbókarinnar í Þjóð- skjalasafni stendur að vísu „brúkar ekki tóbak“, en Jón Árnason, hefur lesið, úr frumskriftinni væntanlegá, brúkar mikið tóbak og því fylgir Jó- hann í leikriti sínu sem kunnugt er. Leturbr. Á J.) ÚTILEGUBÁLKUR (SÝNIS- HORN) Sá grunur kann að vakna með mörgum af þessum nærmyndum af Eyvindi og Höllu, að það þurfi ekki afburðafólk að líkamsatgervi eða andlegu atgervi til að liggja lengi úti á fjöllum og hafa það betra í ránskap en margur byggðamaðurinn í sinni heiðarleika vesöld. Það er nú svo skrýtið að Eyvindur og Halla komust bet- ur af en almenningur í landinu á 18du öld. Hér verður nú gefin hugmynd um lifn- aðarhætti þeirra á fjöllum og færður upp útdráttur úr útilegubálki þeirra, ef ein- hver skyldi vilja draga lærdóm af þeirra lifnaðarháttum sér til bjargar. Þau hjón lögðust út frá Hrafnsfjarðar- eyri í Jökulfjörðum vorið 1761, með klyfj- aðan hest af nauðþurftum, en sjálf ríð- andi. Það er haldið, að þau hjón hafi fyrst farið til Leirufjalls, en það er vandséð, hvaða erindi þau hafa átt þangað, svo nærri sínum eigin bæ, og hitt lfklegra að þau hafi haldið sem beinast suður á Hveravelli, en þar eru þau sumarið 1761 og búin að búa allvel um sig, þegar Skagfirð- ingar reka þau á brott um haustið; þau voru reyndar tvívegis á Hveravöllum og ekki að vita, hvað af þeim mannvirkjum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.