Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1984, Blaðsíða 9
eru aðeins að túlka sig eftir þeim leiðum,
sem nú eru eðlilegar, hispurslaust og
þvingunarlaust. Hitt er annað mál, hvort
unglingarnir sjálfir og börnin valda því
aukna frelsi, sem þau hafa verið leidd út í.
Eða hvað skyldu börnin á hallærisplönum
bæjanna vera að flýja og hvaða raunveru-
leika geta þau ekki horfzt í augu við?
Matthías Jónasson
dr. phil.:
Námskröfur
skólans og
freistingar
skemmtana-
tízkunnar
Síðan heimsstyrjöldinni lauk
hefir samfélag okkar tekið
miklum breytingum í at-
vinnuháttum, efnahag og
hugarfari. Þó að algengast
sé að karl og kona búi ásamt
börnum sínum á eigin heim-
ili, stunda foreldrar báðir
atvinnu utan þess, svo að afar naumur
tími verður til að sinna börnunum. Upp-
eldisstarf, sem heimilið rækti að miklu
leyti áður, flyzt nú æ meir yfir í opinberar
uppeldisstofnanir: vöggustofur, dagheim-
ili, leikskóla og að lokum hinn almenna
skyldubundna skóla, þegar börnin hafa
aldur til að hefja þar nám. Það kann að
vera álitamál, hvort þessar stofnanir veita
börnum betra eða lakara uppeldi en for-
eldraheimilið gerði, meðan staða þess var
enn óröskuð. En engan veginn er það hið
sama. Þvert á móti: hér hefur róttæk
breyting orðið á.
Foreldraheimili voru vitanlega misjöfn,
efnahagur allt frá örbirgð til allsnægta og
varla minni munur á heimilisbrag. Víða
kreppti fátæktin svo að, að heimilislífið
varð þrúgað og dauflegt og börnin fóru á
mis við þau viðföng, sem annars hefðu örv-
að þroska þeirra. Samt gat fátækt hreysi
verið auðugt af ást og hlýju, sem ekki má
vænta að veitist hverju barni í opinberum
stofnunum.
Vegna atvinnutekna útivinnandi mæðra
hefir fjárhagur heimilanna rýmkazt veru-
lega, svo að börn vaxa nú almennt upp við
betri aððbúð í húsnæði, fæði og fatnaði.
íslenzk börn eru að jafnaði vel klædd og
njóta hollrar næringar, svo að ekki stend-
ur að baki því, sem ég hefi séð bezt í öðrum
löndum. Rýmri húsakynni kæmu börnum
— einkum hinum stálpaðri — að góðu
gagni, ef þau yndu heima. En þau eru
þvert á móti bundin fyrrgreindum uppeld-
isstofnunum mikinn hluta dags og ef báðir
foreldrar eru fjarverandi í vinnu, missa
tóm herbergin heima venjulega aðdráttar-
afl sitt fyrir börnin.
Grundvallarbreytingin er sú, að ung
börn alast ekki alfarið upp í návist og und-
ir handleiðslu foreldra sinna, heldur í
nokkurri fjarlægð frá þeim í umsjón
óskyldra aðilja. Ung læra börnin að sjá um
sig sjálf og bera á sér nokkra ábyrgð. Lyk-
ilbörnunum svonefndu virðist fremur
fjölga en fækka. Hinum yngstu verður gat-
an athvarf, en stálpaðri börn dragast
snemma að sjoppunum og leiktækjaskál-
um eftir því sem auraráðin endast til.
Mörgum þykir þessi kafli í uppvexti barna
varhugaverður, og vitaskuld ráða börn
misjafnlega við vandann, sem honum fylg-
ir. En óneitanlega verða þau djarfari og
sjálfstæðari en börn, sem vaxa upp undir
stöðugri handleiðslu.
Hið mikla frjálsræði sem við temjum
okkur nú hefir gerbreytt skólanámi barna
og unglinga og orkar sú breyting sterklega
á uppeldishlutverk skólans. í námi sem
stundað er af alúð, þroskast flestir þeir
eiginleikar nemandans, sem siðmenntað
samfélag telur æskilega. Fyrri tíma kenn-
arar beittu myndugleik sínum til þess að
laða og knýja slíka ástundun fram. Það
gera góðir kennarar eflaust enn í dag, en
myndugleiki þeirra er ekki jafn áhrifa-
mikill og fyrr. Til þess liggja ýmsar ástæð-
ur og skulu tvær nefndar hér. Hin fyrri er
að nútímakennarar gera sér ljóst að
myndug hvatning nær því aðeins tilgangi
sínum, að hún tendri áhuga nemandans.
An hans verður enginn árangur. Hin síðari
er linka nemenda, sem nærist af ríkjandi
tíðaranda að leggja sig ekki fram, vera
sjálfráður um námsástundun sína. Á
hennar valdi eru þeir krakkar, sem sækja
skólann ekki af námslöngun, heldur til
>ess að vera í glöðum hópi jafnaldra eða
láta undan metnaðarfullum áformum for-
eldra sinna. Slíku fólki er ekki lagið að
sitja fast yfir námsbókum. Ótaldir eru
jeir unglingar, sem ljúka grunnskólanum
með lágmarksþekkingu, í framhaldsskól-
unum heltist talsverður fjöldi úr lestinni,
og mætti því ætla að stúdentar væru eins
konar námsmanna-úrval. Samt yfirgefur
annar hver stúdent Háskóla íslands án
)ess að hafa lokið prófi.
Frá styrjaldarlokum hefur staða uppal-
andans breytzt, bæði foreldra og kennara.
Önnur áhrif orka sterkar á barnið. Þótt
við búum norður við íshaf, erum við dag-
lega í nánd við atburði, hvar sem þeir ger-
ast á hnettinum. Daglega ryðjast yfir okk-
ur fréttir af manndrápum og öðrum voða-
verkum. Þessi alnánd skelfilegra atburða
smýgur inn i vitund ungrar kynslóðar og
vekur henni geig. Stefnir mannkynið að
sinni eigin glötun? Hver er sá arfur, sem
ung kynslóð á í vændum?
Vitanlega gera börn og unglingar sér
þetta ekki ljóst í skýrri hugsun, en geigur-
inn dregur úr framtaki þeirra og raskar
trausti þeirra á forsjá hinna eldri, sem
búast til að skila ungri kynslóð þessum
heimskreppuarfi. Því tekur æskan tveim
höndum þeirri huggun, sem skemmtana-
iðnaðurinn býður fram. Hann lokkar ófáa
nemendur til sín, gerir þá fráhverfa al-
varlegu námi og storkar ráðþrota foreldr-
um og kennurum. Kynslóðabilið marg-
umrædda verður einna sýnilegast í þeirri
togstreitu: Námskröfu skólans og freist-
ingum skemmtanatízkunnar.
Þetta má ekki skilja svo, að ég telji ís-
lenzka skólaæsku fráhverfa námi eða gjá-
lífa úr hófi fram. Mikill hluti hennar
stundar nám sitt af áhuga og djúpstæðri
menntunarþrá. Aldrei hefur uppvaxandi
kynslóð á þessu landi lært meira en nú,
enda betur búið að nemendum nú en
nokkru sinni fyrr. Einkum er ánægjulegt
að sjá, hve ákaft ungar konur sækja fram
í skólanámi til æðstu mennta. Með fram-
sókn kvenna til mennta er sprengdur sá
hefðgróni fjötur, sem hefir þrúgað þjóðlíf-
ið um aldir. Hún er ein athyglisverðasta
breytingin, sem orðið hefur í menntamál-
um þjóðarinnar á síðustu áratugum.
Almennur skóli hér á landi er 1 raun
orðinn til á þessari öld. Börnum sem fædd-
ust um aldamótin 1900 stóð slíkur skóli
ekki opinn: Skólar fágætir, en örbirgðin
algeng. Lærdómsleið án skóla var sannar-
lega torfær. Okkur þótti því að þeir fáu,
sem fengu að njóta reglulegrar skóla-
göngu, hefðu himin höndum tekið. Og
okkur hættir til að sjá skólann í þessum
fjarlægðarbláma síðan, jafnvel eftir að
okkur skildist, að dýpsta speki og æðsta
menntun fæst ekki úr námsbókum skólans
einum. Vegna þessarar forsögu standa
mörg okkar undrandi frammi fyrir þeirri
staðreynd, að nemendur sem nú eru boðnir
og beðnir að koma og svala sér við
menntabrunna skólans skulu margir
hverjir vera tregir og staðir, svo að ýta
þurfi þeim áfram. En tímarnir eru breytt-
ir. Margt það efni, sem fjölmiðlar bjóða
nú, og við aldamótabörn höfðum engar
spurnir af, svo sem tónlist og margvíslegur
fróðleikur í máli og myndum, keppir við
skólann um áhuga ungrar kynslóðar og
kynnir henni margt, sem ekki gefst tóm til
að ræða í kennslustund. Að börnum og
unglingum streymir ’margvísleg þekking,
sem þeim þykir að ýmsu leyti aðgengilegri
en skólalærdómur. Til þess að halda sínum
hlut þarf skólinn að gæta þess að einangr-
ast ekki frá önn og kröfum líðandi stund-
ar. Þungamiðja góðs uppeldis er eigin
samtíð með horfi til framtíðar. Góður
skóli hefir múra aðeins á þrjá vegu, fjórða
hliðin er opin út í lífið sjálft.
Sólrún Jensdóttir
skrifstofustjóri:
Meira tillit
tekið til barna
nú en áður
Fljótt á litið virðist hlutur
barna og unglinga hafa
versnað á síðustu áratug-
um, en þegar grannt er
skoðað koma jákvæðar
hliðar einnig í ljós. Til hins
neikvæða má einkum telja,
að æ fleiri foreldrar vinna
utan heimilis og börnin njóta því ekki
sama öryggis og áður, þegar alltaf var ein-
hver heima. Hjónaskilnuðum hefur einnig
fjölgað og þarf ekki að fjölyrða um áhrif
)eirra á börn og unglinga.
En það er alls ekki einhlítt að barni líði
betur þótt annað foreldra sé heima allan
daginn. Aðalatriðið er, að tengsl barna og
foreldra séu náin, sambandið einlægt og
alúð sé lögð við að nýta hinar dýrmætu
samverustundir sem best. Ástæða er þó til
að leggja á það áherslu, að fyrstu tvö árin,
að minnsta kosti, er það lengd samvist-
anna, sem hvað mestu máli skiptir til þess
að varanlegt trúnaðarsamband myndist.
Til jákvæðra breytinga má telja, að börn
taka nú meiri þátt í lífi foreldranna utan
daglegs amsturs en áður var. Við sjáum
börn með foreldrum sínum í leikhúsum, á
tónleikum, á listsýningum og matsölustöð-
um. Slík samvera er þroskandi fyrir börn-
in, veitir þeim aukið víðsýni og hlutdeild í
áhugamálum foreldranna. Einnig verður
)að æ sjaldgæfara að foreldrar fari í
sumarleyfi án barna sinna. Fyrrum var
börnum oft komið fyrir í sveit á meðan
foreldrarnir ferðuðust á sumrin, en nú
haga flestir ferðum sínum þannig að börn-
in geti haft ánægju af því að vera með.
Það er tekið meira tillit til barna nú en
áður, meira hlustað á þau og sjálfsagt þyk-
ir að þau séu höfð með í ráðum um allt,
sem þau varðar. Foreldrar eiga vitanlega
að leiðbeina börnum sínum, en sem betur
fer eru skipanir og bönn án rökstuðnings á
hröðu undanhaldi.
Aukin fjarvera barna og unglinga frá
heimilunum veldur því að uppeldisáhrif
berast víðar að en áður. Ábyrgðin á upp-
eldinu hlýtur þó að hvíla fyrst og fremst á
foreldrunum. Þeim er því nauðsyn að
fylgjast vel með innra starfi stofnananna,
sem annast börn þeirra, hvort sem um er
að ræða skóla eða dagvistarstofnanir og
helst að taka þátt í að móta það starf.
Til jákvæðra breytinga skal talinn bætt-
ur hiutur stúlkna á síðustu áratugum, þótt
mörgum þyki hægt miða í átt til fulls jafn-
réttis kynjanna. Það er ekki langt síðan
það var undantekning en ekki regla, að
stúlkur leituðu sér starfsmenntunar, en nú
hefur þetta shúist við sem betur fer.
Að lokum er sjálfsagt að benda á, að
með auknum efnum hefur aðbúnaður
barna og unglinga batnað og aðgangur
orðið greiðari að fróðleik og skemmtun, en
hinu má ekki gleyma, að í hraða nútímans
kunna ómetanleg þjóðleg verðmæti að
glatast.
Tínd hafa verið til nokkur atriði, sem
komu í hugann vegna spurningarinnar,
sem fram var borin, en ekkert mat skal á
það lagt hvort þyngra vega á metaskálun-
um jákvæðu breytingarnar eða hinar
neikvæðu, en við verðum að vona það
besta, því að ljóst er, að ekki verður aftur
snúið.
ROBERTO SANESI:
Svartþröstur
Síðasta sinni sem snjóinn
dreymdi kalda nótt sem þessa þótti
þrestinum sem hann í koki æli martröð
af mjúkum þögnum, og í vængjum sér tímann
til þess að gera sér stífaðan hempukraga
eins og Shakespeare bar. Rödd hans
hrynur af grein eins og skuggi, og prédikunarstóllinn
úr lofti einu hefst og lyftir upp meira en þyngd sinni.
Epigramma
Væri ekki listin, sem er fyrir löngu dæmd
afhnýsni hinna sjúku og tómlætinu
myndu englarnir glepja mig, en
þeir koma mér ekki í opna skjöldu
þegarþeir bjóða mér ávexti úr vaxi í fullkominni eftirlíkingu.
En ég kýs hinsvegar fremur maðksmogið epli
en innfjálga, drambsama þolinmæði þeirra.
T. CARMI:
Dagskipanin
Sjáið til þess að börnin séu ánægð!
Sjáið til þess að börnin séu ánægð!
Láttu þau ekki heyra angistargnegg hrossins í kverkum okkar
né verða sjá skóg af loftnetsstöngum út úr höfðinu á okkur,
eða heyra þrusk allt í kring — föt, pappír, arkir, himin;
látiðþau ekki heyra nágrannans eyra spennt bak við gluggahlerana
eða sjá dulgervislitina undir andlitshúð okkar,
eða heyra útvarpsstöðvarnar urga með braki og brestum í líkömum okkar.
Við þurfum að finna upp dulmál fyrir fullorðna til að tala um
fjarlæga bjöllu
grænt furutré
lítið ský
fuglshreiður
Þetta er yfirmaður þinn sem talar:
„Fuglshreiður, borið á litlu skýi,
kemur að hvíla sig á grænu furutré,
við glyminn í fjarlægri bjöllu.
Góða nótt. Skipti.
Sjáið til þess að börnin séu ánægð!
Sjáið til þess að börnin séu ánægð!
THOR VILHJÁLMSSON SNERI UR ITÖLSKU
(hann féll)
(týndur í hernaðarátökum)
(tekinn til fanga)
(særður)
T. Carmi er kunnasta samtimaskáld á hebresku. Hann býr í tsrael; fæddur í Bandaríkjunum.
Thor Vilhjálmsson þýddi eftir enskri útgáfu hins hebreska frumtexta.
Roberto Sanesi er frægt ljóðskáld í heimalandi sínu, ttalíu. Hann er fæddur i Mílano 1930 og
býr þar. Sanesi nýtur einnig mikils álits sem einn fremstur ljóðaþýðenda úr ensku, fyrir
þýðingar sínar á skáldum eins og Blake, Shelley, Byron, Poe, Whitman, Yeats, T.s. Elliot,
Dylan Thomas, Conrad Aiken, Vernon Watkins o.s.frv. Hann er nú að þýða Shakespeare:
Richard III. T.V.
LESBOK MORGUNBLAOSINS 22. DESEMBER 1984 9